Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Síða 68

Læknablaðið - 01.08.1973, Síða 68
172 LÆKNABLAÐIÐ valdið, þ. e. heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra í umboði þess, veitandinn, en fólkið í landinu þiggjandinn. Þar sem ríkið veitir þjónustuna í um- boði fólksins, gilda lögmál framboðs og eftirspurnar (,,market“) ekki nema að litlu leyti.1 Ábatasjónarmiða getur þó að nokkru gætt, bæði hvað snertir einstakl- inga og stofnanir. Launakerfið getur t. d. falið í sér ábatahvata (incentive). Eins getur rekstrargrundvöllur sjúkrahúsa ver- ið með þeim hætti, að rekstrarsjónarmiða gæti meira en hreinna þjónustusjónar- miða.2 Núverandi daggjaldagreiðslur til sjúkrahúsanna eru gott dæmi um þetta, en þeirra hagur er að nýta sjúkrahúsið sem bezt með tilliti til legudagafjölda, sem að sjálfsögðu þarf ekki að vera mæli- kvarði á þjónustugildi sto-fnunarinnar. Slík ábatasjónarmið geta því verið nei- kvæð frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar og sjúklingsins. Annað dæmi urn vafasöm áhrif ábatahvatans eru greiðslur sjúkra- trygginga til einstaklinga fyrir veitta þjónustu. Ef öll læknisþjónusta er greidd umyrðalaust, er hætt við að hagsýni gæti ekki, t. d. hvað snertir dýrar rannsóknir. Ríkisvaldinu er því mikill vandi á hönd- um, ef það ætlar sér að ábyrgjast þegn- unum þá „fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita“,5 þar eð það fjármagn, sem fyrir hendi er, hlýtur alltaf að verða takmark- að. Það er heidur ekki auðvelt að ákveða, me'S- hvaða móti andleg, líkamleg og fé- lagsleg heilbrigði verður bezt vernduð. Fæði, klæði og húsakostur eru án efa eins mikilvægir bættir góðrar heilsu og heil- brigðisþjónustan.1 Ákvörðunartakan í þessu efni hvílir á herðum kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu þjóðfélagi. En áhrifa embættismanna og sérfræðinga gætir þó stöðugt meir í þessu efni. Það er verkefni félagslækninga að svara mörgum þeim spurningum, sem hinn kjörni fulltrúi þarf að vita svar við, áður en hann tekur ákvörðun sína. Tvö megin atriði góðrar heilbrigðis- þjónustu eru að lieilbrigðisþjónustan komi að tilætluðum notum um leið og fjármagn- ið, sem til hennar er varið, sé sem bezt nýtt, og munu þau nú rakin nánar. Eins og fram kemur af skýringarritinu, er hægt að meta heilbrigðisþjónustuna eft- ir því gagni, sem hún gerir, og eins hversu góð eða vond hagnýting þess fjármagns er. sem til hennar er varið. GAGN Gagn heilbrigðisþjónustunnar hvílir á þremur megin þáttum: 1) aðgengileika, 2) gæðum og 3) heildarskipulagi. Munu þessi atriði nú rakin í stuttu máli. Aðgengileikinn eða það, að eiga kost á heilbrigðisþjónustu, þegar hennar er þörf, er fyrst og fremst í því fólginn, að heil- brigðishjálpin sé til í nógu ríkum mæli, þ. e. að ekki sé skortur á læknum eða hjúkrunarliði eða öðru því, sem til þjóri- ustunnar heyrir. I öðru lagi er dreifing þjónustunnar hér veigamikið atriði, og á bað sérstak lega við á íslandi, þar sem samgöngur eru slæmar. Tímaeyðsla og ferðakostnaður skipta neytandann miklu máli, og það jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. í fjórða lagi er beinn kostnaður einstakl- ingsins vegna þjónustunnar sjálfrar mjög' mikilvægur þáttur nytsemi hennar. Heil- brigðisþjónustan á ekki að valda fólki það miklum útgjöldum, að það veigri sér við að leita lækninga. Skýringarrit Fullkomin heilbrigðis- þjónusta Gagn (effectiveness) 1) Aðgengileiki 2) Gæði 3) Heildarskipulag Hagnýting (efficiency) 1) Tæknileg hagnýting 2) Iðnleg hagnýting 3) Þjóðhagsleg hagnýting
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.