Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 73

Læknablaðið - 01.08.1973, Page 73
LÆKNABLAÐIÐ 177 á þjóðfélögum, sjúkdómum og aukinnar þekkingar þurfi að gerþreyta menntun lækna. Stytta þarf læknanám, en þess í stað innleiða stöðuga viðhaldsmenntun og framhaldsmenntun til loka starfsævi lækn- isins. Bent var á, að vegna fólksfæðar verði framhaldsmenntun lækna aldrei að fullu framkvæmanleg á íslandi. Hins veg- ar væru nú þegar fyrir hendi skilyrði til að veita almenna grunnmenntun í lyf- og skurðlæknisfræði á fslandi til undirbún- ings frekara sérnámi erlendis og ljúka mætti framhaldsnámi í heimilislækning- um á fslandi. F.Í.L.B. leggur til, að stofn- uð verði framhaldsnámsdeild í læknis- fræði við Háskóla íslands og verði hlut- verk hennar m. a. eftirfarandi: a) skipulagning almennrar framhalds- menntunar að loknu kandidatsári, þannig að lagður sé grundvöllur að frekara sér- námi. b) skipulagning og eftirlit með viðhalds- menntun. c) að hafa yfirsýn á hverjum tíma yfir þörf íslenzkrar heilbrigðisþjónustu fyrir nýliðunarþörf í hinum ýmsu sérgreinum. d) að vera ábyrg um val og hæfm heilsugæzlustöðva til þjálfunar unglækna í framhaldsnám. e) að hafa yfirráð og stjórn styrkveit- inga til framhaldsmenntunar lækna. f) að stofna til tengsla við erlendar framhaldsnámsdeildir og leiðbeina lækn- um og veita þeim fyrirgreiðslu við fram- haldsnám erlendis. g) veiting sérfræðiréttinda. Bent var á, að kennslukraítar væru margir meðal sérfræðinga við sjúkrahús- in í Reykjavík og mætti tengja kennslu- skyldur við framhaldsnámsdeild sérfræði- stöðum. Fjölga þarf stórlega námsstöðum við sjúkrahúsin cg stofna þarf slíkar stöð- ur við heilsugæzlustöðvar, þegar þær rísa upp. Þessar stöður gætu þjónað marg- þættum tilgangi: a) að veita starfsþjálfun til undirbún- ings sérfræðináms og þarf því að tryggja, að þær séu aðeins veittar til skamms tíma í senn. b) námsstöður við heilsugæzlustöðvar gætu hjálpað til að fullnægja læknisþörf í dreifbýli. Nýstofnaðar ,,landnámsstöður“ eru_.fyrsti vísir að slíku fyrirkomulagi. c) að. létta störfum af sérfræðingum og veita þeim þannig betri skilyrði til kennslu og vísindastarfa. í þessu sambandi er rétt að benda á, að gæði lækniskennslu standa í beinu hlutíalli við vísindastarfsemi kennaranna. d) læknar í námsstöðum gætu að nokkru annast klíniska kennslu lækna- stúdenta. Ráðherra og ráðuneytisstjóri töldu þess- ar hugmyndir athyglisverðar. Ráðherra benti á, að bessi mál heyrðu undir mennta- málaráðuneytið, en heilbrigðismálaráðu- neytið mundi þó veita því allan stuðning, sem því væri unnt. Æskilegt væri, að frumkvæði kæmi frá læknadeild og læknasamtökunum. Ráðherra sagði, að ís- lenzkir læknar hefðu fram að þessu sótt menntun sína til margra ólíkra landa, og ætti þetta að stuðla að víðsýni og góðri menntun í íæknastétt. Taldi hann æski- legt, að viðhalda fjölbreytni í menntun lækna. Rædd var nýliðun í stoðstéttir t. d. fé- lagsráðgjafa, iðjuþjálfa og mataræðis- fræðinga. Var það álit fundarmanna, að þessi mál þyrftu brýna úrlausn. Þörf er fyrir u. þ. b. 24 starfandi iðjuþjálfa á ís- landi og þyrftu 5 að bætast við árlega til viðhalds og endurnýjunar. Álitið var æskilegt og mögulegt, að menntun þessara stétta færi að miklu leyti fram á íslandi. Bent var á, að meiri hluti heilbrigðis- starfsfólks væru konur og menntun þeirra nýttist oft ver en skyldi vegna barna og heimilis. Voru því ræddar aðgerðir til að auðvelda húsmæðrum þátttöku í heil- brigðisþjónustunni. Var lagt til, að skipu- leggja þyrfti stundavinnu og auka barna- gæzlu á vegum spítala. Enn fremur var bent á virkjun sjónvarps til prófgildrar kennslu. Þeir Magnús og Páll tóku vel undir þessar hugmyndir. Lýst var námsskeiði í félagslækning- um við Edinborgarháskóla, og kom fram, að þessi grein læknisfræði hefði enn ekki rutt sér rúm á íslandi og kennsla í lækna- deild væri nánast engin í þessum fræð- um. Væri þetta mun bagalegra vegna þess, að ísland byði einstök tækifæri til far-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.