Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 16

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 16
8 LÆKNABLAÐIÐ ir það til æðaþenslu, renin-aldosteronvið- bragðið er drepið í dróma til þess að hamla frekara innsogi Na+ í nýrum og þar með meira ofþani æða. Sjúklingur með aldo- steronismus svarar aukinni salttekju á þann hátt að auka enn Na + -innsogið og þar með K +-útskilnaðinn, því eins og aug- ljóst er af myndinni (mynd 1), er það magn Na+ í útfærslufangsvökvanum, sem kemur að Na+ — K+ skiptistöðinni hverju sinni, auk aldosteronsins, sem á- kvarðar stærðargráðu Na + innsogsins ann- ars vegar og K+ útskilnaðarins hins veg- ar.24 Ef spironolactone (aldactone), sem hamlar gegn áhrifum aldosterons, er gefið við þessar aðstæður, liggur í augum uppi, að í fyrra tilvikinu þar sem aldosteron- framleiðislan er í lágmarki, getur engin um-Clí talsverð breyting orðið á K+ útskilnaði og þar með K+ þéttni blóðs. Þegar hyperaldo- steronismus er fyrir hendi koma hin uPP‘cK hefjandi áhrif lyfsins á aldosteron í ljós og K + -útskilnaður í sólarhringsþvagi minnk- ar. Á lyflæknisdeild landsspítalans hefur þessi grundvöllur verið nýttur til þess að útiloka eða sanna aldosteronismus sam- kvæmt aðferð Birchall & Badson5 á eftir- farandi hátt: K + -clearance-próf: 1) 4 dagar á fullu fæði -)- 9 gr NaCl dagl. í töfluformi. 2) 3 viðbótardagar við sömu matar- og salttekju, en auk þess tabl. aldactone 75 mg x 4 dagl. 3) 4. og 7. dag er þvagmagn ákvarðað í ml. og K + -innihald þess í mEq/1 (UK+). 4) Serum-K+ er mælt að morgni 4. og 7. dags í mEq/1. Clearance K+ er reiknaður samkv. for- múlu. Staðalgildi aldosteronismus meira en 2 er af höfundum talið ákvarðandi til grein- ingar á aldosteronismus primarius. K+ clearance-prófið kom svo út hjá okk- ar sjúklingi: 4. dag'ur; Þvagmagn: 3000 ml eða 2,09 ml/mín. K+ þéttni þvags: 22 mEq/1. Serum K+: 2,6 mEq/1. 7. dagur; Þvagmagn: 3100 ml eða 2.2 ml/mín. K+ þéttni þvags: 8 mEq/1. Serum K+ : 2,9 mEq/1. 22 x 2,09 + I (f. aldactone) =--------= 17,7 ml/mín. 2,6 8 x 2,2 + II (e. aldactone) = ----—-----= 6 ml/mín. CkI CkII 17,7 2,9 : 2,95 A: UK+ x 24 klst. þvagm. Ser — K+ x 1440 B: Ck + fyrir aldactone Ck + eftir aldactone -= Ck+ (ml/min.) aldosteronismus staðall. Þessi niðurstaða sýndist ótvíræð, og nú skyldi bætt við hnútum með því að senda sýni í aldosteron- og reninmælingar. 100 ml hluti sólarhringsþvag, sem safnað var á salthleðslu, var sent til aldosteron- ákvörðunar. Ef gildi reyndist ofan normal- marka, gat orsökin ekki verið önnur en stjórnlaus offramleiðsla aldosterons. Næst var að hnýta að því, að renin-of- framleiðsla væri ekki að baki. Farið var að meðmælum Mayo Medical Laboratories og sj. settur á Na-rýran (10 mEq natrium ehlorid daglega) K-ríkan (90 mEq kalium chlorid daglega) kost í 4 daga og tekin blóðsýni fyrir plasma reninvirkni, PRV, eftir næturhvíld (hvíldarrenin) og 4 klst. fótavist (göngurenin). Til þess að tryggja enn frekari saltrýringu blóðs, var sj. jafn- framt settur á chlorthiazid 500 mg x 2 dag- lega. Með þess konar brögðum er talið, að heilbrigðir hafi 3—5-falt hærra hvíldar- renin en ella. Göngurenin er svo 2—3-falt hærra en hvíldarrenin. Þess var vænst, að PRV reyndist tor- eða ómælanleg.15 Rtg. skuggaefni sprautað inn í vv.supra- renalis getur í allt að 90% tilfella staðar-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.