Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 9 ákvarðað æxli í annarri hvorri nýrnahett- unni-10 Mörg æxlanna, sem þessum kvilla valda, eru þó það smávaxin, allt nið- ur í 4 mm,12 að þau dyljast hinum tæknilega fullkomnustu rannsóknum. Til- raun til retrograd adrenal phlebografiu var gerð og tókst að sýna fram á „eðlilegt æðakerfi" í hægri nýrnahettu, en kerfi þeirrar vinstri sást illa. Sökum þess meiri- hluta æxla (85%), sem finnast í vi. nýrna- hettu, þótti rannsóknin benda til, að æxli þessa sjúklings hlyti að vera í vi.nýrna- hettunni. Jafnframt myndatökunni var tekið blóðsýni úr vena cava caudalis. Ofannefnd rannsókn fór fram á lyfja- deild Landsspítalans 7.5 til 26.5 ’73. Sj. útskrifaðist á aldactone 75 mg x 4 og kom til göngudeildareftirlits 30.5 og 7.6. Hann svaraði lyfjagjöf nokkuð vel og betur eftir aukningu í 100 mg x 4, svo síðari eftirlits- daginn var serum kalium orðið 3,5 mEq/1 og blóðþrýstingur hafði lækkað í 150/100. Þann 7.6 ’73 bárust svör við aldosteron og renin prófunum. Aldosteron í 24 klst. þvagi reyndist 39 mcg (2—16). M. t. t. þess við hve aldo- stéronframleiðsluhamlandi aðstæður sýni- takan fór fram verður niðurstaðan ennþá marktækari. PRV (plasmareninvirkni) úr blóðsýni, sem tekin var áður en mataræði sjúklings var breytt, reyndist vera nær ómælanleg eða 0,6 ng/ml/klt. bæði sem hvíldarrenin (normalgildi 0,7—12,7 ng/ml/klt) og göngurenin (normalgildi: 3,5—38 ng/ml/ klt.). Svör bárust og um renin innihald blóðsýnis frá vena cava. Það reyndist inni- halda 0,0 ng/ml/klt. Nú var sjúkdómsgreiningin endanlega krossbundin. Löngu áður hafði verið ráðg- ast við Ólaf Örn Arnarson og hann sam- mælzt okkur um aðgerð, þegar hér var komið sögu. AÐGERÐ: Sjúklingur var lagður inn á Landakots- spítala þ. 20. júní 1973 til aðgerðar. Áður en slík aðgerð er gerð, er nauðsyn- legt að hafa nokkur atriði í huga: 1) 85% æxlanna eru í vinstri nýrna- hettu. Phlebografia á venae suprarenalis hjálpar oft, en getur stundum verið vill- andi. í þessu tilviki var niðurstaðan óljós. 2) Æxlin eru sjaldan beggja megin, að- eins í 5 til 6% tilfella. 3) Æxlin geta verið mjög lítil, stundum aðeins 3—4 mm í þvermál, og getur þá verið mjög erfitt að finna þau. Ef svo fer, eftir að báðar nýrnahettur hafa verið skoðaðar, er sú vinstri tekin og sneidd niður. Ef ekkert finnst þar, er helmingur þeirrar hægri tekin, og eru þá likurnar orðnar nálægt 95% að æxli finnist. 4) Hyperplasia getur einnig valdið sjúk- dómnum. Þá er tekinn meiri hluti nýrna- hettuvefs, en eitthvað skilið eftir. Árangur aðgerða í þessu tilviki er lélegur. 5) Fara verður mjög varlega við að skoða nýrnahetturnar. Minnsta óvarkárni getur valdið blæðingum inn í vefinn og þá er útilokað að finna, hvort þar geti leynzt æxli. Mjög mikilsvert er að sjálfsögðu að skilja eftir eins mikinn starfhæfan nýrna- hettuvef og hægt er. Um tvær leiðir er að velja, til þess að komast að nýrnahettum. Flestir fara um kviðarhol og gera þverskurð undir báða rifjaboga. Þessi leið er oftast valin, þegar óljóst er, hvorum megin æxlið er. Einnig er hægt að fara aftan frá. Er þá XI. rif fjar- lægt. Ef slíkúr skurður er gerður beggja megin, er það mjög óþægilegt fyrir sjúkl- inginn eftir á. Aðgerðartími getur 'hins vegar verið styttri, þar sem tveir skurð- læknar geta unnið samtímis. Ef phlebo- grafia hefur tekizt vel, og æxlið sést greini- lega, er oft látið nægja að fara aðeins inn öðrum megin. Þann 22. júní var aðgerðin framkvæmd, og farið inn að framanverðu. Byx’jað var á að athuga vinstri nýrnahettu. Var hún los- uð frá umhverfi sínu að miklu leyti, en ekkert æxli fannst þar. Þá var farið hægra megin og eftir stutta leit fannst þar æxli, sem reyndist vera 2—3 cm í þvermál. Mjög lítill nýrna'hettuvefur var að öðru leyti, og var því öll hettan tekin. Gekk það slysa- laust og aðgerðinni var lokið á rúmum 3 klukkutímum. Gangur eftir aðgerð var tíð- indalaus. Blóðþrýstingur var að jafnaði 140/90. Serum K + , nokkrum dögum eftir aðgerð, var 4,2 mEq/1. Serum cortisol var einnig mælt fyrir brottför og reyndist eðli- legt. Þannig hefur vinstri nýrnahettu ekki orðið meint af. Sjúklingur var útskrifaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.