Læknablaðið - 01.04.1975, Page 36
18
LÆKNABLAÐIÐ
ALMENNAR UMRÆÐUR UM NOTKUN
I. U. D.
Þegar athugunum lauk árin 1968 og
1969 höfðu þessar 600 konur haft I. U. D.
í samtals 15.422 mánuði, eða tæpa 26 mán-
uði (25.7) hver kona að meðaltali. Við mat
á gildi getnaðarvarna nota flestir höfundar
Pearl’s formúlu endurskoðaða af Stix-
Notestein, en hún gefur upp tíðni getnaðar
per 100 ár, (þ. e. tíðni getnaðar hjá 100
konum, sem nota ákveðna getnaðarvörn í
eitt ár).
Fjöldi getnaðar x 1200
Xli ■ | " ■
Fjöldi notkunarmanaða
R = getnaðartíðni (pregnancy rate)
Tafla 10, sem sænski læknirinn Ulf
Borell birti 1966, sýnir gildi getnaðar-
varna af ýmsum tegundum skv. PearTs
formúlu.
Við athugun hjá þessum 600 konum
urðu 22 konur vanfærar, auk þriggja, sem
fengu utanlegsfóstur, eða 25 alls.
Skv. PearTs formúlu hefur getnaðar-
tíðni því verið:
25 x 1200
15422
= 1.94
en eins og sjá má í Töflu 10 er getnaðar-
tíðni við notkun I. U. D. frá 0.9—6.0, skv.
niðurstöðum frá ýmsum höfundum (Tiet-
ze, et al., 1964, 1965), sem kannað hafa
árangur margra tegunda slíkra getnaðar-
varna. Gefur talan 1.94 til kynna, að hjá
100 konum, sem notað hafa I. U. D. í eitt
ár hafa tæpar tvær orðið barnshafandi á
þeim tíma.
LOKAORÐ
Skoðanir hafa verið skiptar um hve
lengi konur megi hafa leglægar getnaðar-
varnir. Höfundar hafa fylgt þeirri reglu
að leyfa konum að hafa sömu tegund árum
saman, þegar engar kvartanir hafa komið
fram. Þannig eru margar þeirra kvenna,
sem fengu I. U. D. 1963 og 1964 með sömu
tegund ennþá, án hvíldar, og virðist eng-
in ástæða til þess að skipta um skv.
reynslu þeirra, sem lengst hafa haft I. U.
D. í notkun.
Við langa notkun hafa í stöku tilfellum
komið harðar ójöfnur á yfirborð I. U. D.
Howard (1971) hefur lýst slíkum út-
fellingum og fundið, að hér var um kalk-
sölt og mucopolysaccharida að ræða. Sýndi
höfundur fram á, að ekkert samband væri
á milli slíkra saltmyndana og blæðinga
eða annarra fylgikvilla.
Dregin hafa verið fram helstu atriði,
sem eftirrannsóknir á þessum 600 konum
gefa tilefni til.
Leglægar getnaðarvarnir eru nú notaðar
í milljónatali víðsvegar í heiminum. Hefur
gildi þeirra einkum verið haldið á lofti hjá
vanþróuðum þjóðum, sem berjast við
fólksfjölgunarvandamál. Ekki síst, þar sem
ómögulegt reynist að kenna fólki að nota
varnir, sem byggja á skilningi þess sjálfs
á réttri notkun.
Eftir 10—15 ára reynslu hafa leglægar
varnir sannað gildi sitt, einnig meðal
þjóða, sem betri aðstöðu hafa til þess að
nýta ýmsar aðrar varnir, sem svipað ör-
yggi gefa.
Engar aðvaranir hafa enn komið fram
um hættulegri eftirköst en af öðrum vörn-
um. T. d. hefur tíðni á krabbameini í legi
eða leghálsi ekki aukist hjá konum með
I. U. D.
Meðan enn hafa ekki komið fram getn-
aðarvarnir, sem meira öryggi gefa, en þær,
sem nú eru í notkun, má vænta þess, að
I. U. D. verði notað áfram í vaxandi mæli
meðal þjóða heims.
HEIMILDIR
1. Borell, U. Contraceptive Methods — Their
safety, efficacy and acceptability. Acta Obst.
& Gyn. Scand. Vol XLV, Supplement I, 1966.
2. Family Planning Digest Vol. 1, 1972.
3. Iloward, G. Significance of Calcium deposits
occurring on Intrauterine devices. The Jour-
nal of Obst. & Gyn. Brit Cweltli. 78; 861—
862, 1971.
4. International Planned Parenthood. Medical
Bulletin, Vol. 1—7 1966—1973.
5. Int. Planned Parenthood — News, 1966—
1969.
6. Pétur H. I. Jakobsson. Getnaðarvarnir í leg-
holi. Læknabl. 55. árg. 4. hefti, 1969.
7. Tietze, C. Manual of Contraceptive Prac-
tice (Ed. M. C. Calderone). Williams
Wilkins Comp., Baltimore 126, 1964.
8. Tietze, C. and Lewil, S. Intrauterine Con-
traception (Eds. S. J. Segal, A. L. Southam