Læknablaðið - 01.04.1975, Síða 38
20
LÆKNABLAÐIÐ
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Lxknafclag íslands' og LTR
II Læknafélag’ Reykjavíkur *
61. ARG. — JAN.-APR. 1975
ÚTGÁFA LÆKNABLAÐSINS
Við upphaf 61. árgangs Læknablaðsins er
enn ástæða til hugleiðinga um stöðu blaðs-
ins og framtíðarhorfur. Sextugasti árgangur
blaðsins ber því miður ekki þann glæsibrag,
sem slíkum tímamótaárgangi hæfir. Urðu
ýmis skakkaföll til að tefja mjög fyrir út-
gáfu blaðsins og það svo mjög, að fyrir-
hugað afmælisblað, sem ætlað er að vera
síðasta hefti 1974, er enn í burðarliðnum, en
þó væntanlegt bráðlega.
Ýmsum hefur gramizt seinagangur þessi á
útgáfu blaðsins, og er það engin furða. Rit-
stjórar blaðsins hafa fyrir þetta sætt nokkru
ámæli og jafnvel verið sakaðir um leti. Þykj-
ast þeir þó hafa ýmislegt sér til málsbóta.
Mikilvægasta orsök tafa á útgáfu blaðsins
er án efa prentaraverkfallið á síðastliðnu
ári. Áhrifa slíks verkfalls gætir ekki aðeins
meðan á því stendur, því að meðan það
varir, hrannast upp óafgreidd verkefni hjá
prentsmiðjunni, sem lengi er verið að vinna
úr. Pegar svo loks tók að rofa til, skullu á
sumarfrí í prentsmiðju og bókbandi. Jafnvel
ritstjórar blaðsins þóttust eiga rétt á sínu
sumarfríi. Hafi menn þetta allt í huga, má
það kannske verða til að sefa nokkuð gremju
sumra.
Hitt verða svo ritstjórar enn að undir-
strika, að regluleg útkoma blaðsins er nær
óhugsandi meðan útgáfa þess er íhlaupa-
vinna tveggja manna og blaðið hlýtur alltaf
að sitja á hakanum fyrir brýnni verkefnum
þeirra. Það hlýtur að vera framtíðarkrafa, að
blaðið hafi fastan starfsmann, er sinnt getur
útgáfunni ótruflaður.
Enn er svo eitt, sem ógnar útgáfu blaðsins
í æ ríkara mæli, og er það fjárskortur. Út-
gáfukostnaður hefur vaxið ógnarhröðum
skrefum vegna verðbólgunnar. Jafnvel sú
ánægjulega staðreynd, að fræðigreinar ber-
ast nú blaðinu í æ ríkara mæli, hefur í för
með sér stóraukinn kostnað vegna dýrra
myndamóta og töfluuppsetninga. Það er eng-
in launung, að auglýsendur hafa borið blaðið
uppi fjárhagslega. Sakir aukins útgáfukostn-
aðar hefur orðið að hækka auglýsingaverð
verulega undanfarið, en það hrekkur þó ekki
til. Verður að treysta því, að auglýsendur
sýni Læknablaðinu sama velvilja og ávallt á
þessum erfiðu tímum, enda tvímælalaust,
að auglýsingafé þeirra nýtist vart á áhrifa-
meiri hátt en til auglýsinga í blaðinu, auk
þess sem þeir styrkja jafnframt veigamik-
inn þátt íslenzkrar læknisfræði.
Það er von ritstjóra, að árið 1975 verði
Læknablaðinu og læknastétt landsins gott ár.
LÆKNAÞING
Á undanförnum árum hefur færzt nokkuð
líf í þinghöld lækna hérlendis. Fjölþjóðleg
þing, einkum norræn, virðast nú árlegir við-
burðir hér. Má þar t. d. nefna norræn þing
barnalækna og svæfingalækna og fyrirhugað
þing meltingarsérfræðinga. Þá er svo að
sjá sem innlendir skurðlæknar og lyflæknar
ætli að koma á reglulegum þingum, þar sem
skurðlæknar hafa þegar þingað tvisvar, en
lyflæknar einu sinni og munu aftur halda
þing í júní n. k. í Bifröst. Hefur góður rómur
verið gerður að þingum þessum og virðist
almennur áhugi á að halda þeim áfram.
Slíkt er ánægjuleg þróun og vonandi, að
ekki verði lát á. íslenzkum læknum er mikill
akkur í fjölþjóðlegu þinghaldi hérlendis og
geta nú í auknum mæli aflað sér þekkingar-
auka, sem þeir jafnan urðu áður að sækja
um langan veg. Slíkir fundir hvetja íslenzka
lækna til að vinna að vísindalegum verkefn-
um og leggja niðurstöðurnar fyrir erlenda
kollega sína, þar eð skömm er að því, að
gestgjafarnir leggi ekkert af mörkum. Lengi
eimir svo eftir af þeim áhuga og vísinda-
anda, sem jafnan ríkir á þessum fundum.
Galli er, að undirbúningur fjölþjóðlegra
þinga lendir hér á fámennum hópi sérfræð-
inga í viðkomandi grein. Hafa þeir kapp-
kostað, að framkvæmd mótanna yrði þeim
til sóma, enda hefur gestrisni íslendinga
jafnan verið hælt. Þetta kostar þó, að undir-
búendum gefst lítill tími til að vinna að