Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 40

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 40
22 LÆKNABLAÐIÐ Ábyrgðarmaður Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri 1. RAÐSTEFNA ALPJÓÐAHEILBRIGÐIS- MÁLASTOFNUNARINNAR 11.—15. NÓV. 1974 UM NÝJUNGAR Á SVIÐI MÆÐRAVERNDAR OG UNGBARNA- VERNDAR (NEW TRENDS IN MATERNAL AND CHILD HEALTH. Til þessarar ráðstefnu hafði verið boðið einum fulltrúa frá hverju landi innan Evrópu- svæðisins. Auk þess hafði verið boðið full- trúum frá öðrum svæðum og voru nokkrir þátttakendur þaðan. Pátttakendur voru alls 70—80, þar af 41 virkur þátttakandi frá 33 löndum, 15 ráðgjafar frá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, 4 fulltrúar alþjóðasamtaka, 8 áheyrnarfulltrúar og 8—10 starfsmenn skrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar í Kaupmannahöfn. Pátttakendur gistu allir í Hotel Russia, sem er eitt af stærstu hótelum veraldarinn- ar. Öll skipulagning og fyrirkomulag ráðstefn- unnar var með miklum ágætum og hafði verið stjórnað af sérstakri móttökunefnd, sem sá um alla móttöku frá því að gestir komu á flugvöll og þar til þeir fóru burt aft- ur, og af skrifstofu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Fyrsti dagur dvalarinnar var ekki notaður til ráðstefnuhalds, heldur notaður til að sýna stofnanir, bæði fæðingar- og kvensjúkdóma- deildir og barnadeildir, svo og sérstakar rannsóknastofnanir á þessum sviðum. Þátt- takendum var gefinn kostur á að velja stofn- anir og var skipt niður í tvo hópa, eftir því hvort þeir höfðu meiri áhuga á barnasjúk- dómum eða fæðingarhjálp og síðan enn í tvo hópa eftir því, hvort þeir töluðu ensku eða frönsku. Undirritaður kaus að skoða fæðingar- og kvensjúkdómadeildir og ransóknarstofnanir þar að lútandi og voru eftirfarandi deildir skoðaðar: 1. Maternity Hospital nr. 26. 2. Women's Consulting Center á sama spít- ala (nr. 26]. 3. Department of Development of Obstetrics and Gynaecology í sjúkrahúsi nr. 67. 4. Rannsóknarstöðin All Union Research Institute of Obstetrics and Gynaecology USSR Ministry of Health. Gengið var í gegnum deildir spítala og stofnana og forstöðumenn skýrðu frá gangi mála og hvernig fyrirkomulag væri. Skýrt var frá því að öll þjónusta í Sovétríkjunum við mæður og börn hefði haft sérstakan for- gang í heiIbrigðiskerfinu. Allt er skipulagt ofan frá og allt er rekið af sambandsríkjun- um. Sérstakur aðstoðarráðherra fer með mæðra- og ungbarnamál, þ.e.a.s. þau mál sem eru sameiginleg fyrir öll lýðveldin 15. Aðalverkefni rannsóknarstofnananna er að prófa nýjar aðferðir við rannsóknir og með- ferð. T.d. var sýnd sérstök deild fyrir van- færar konur með hjartasjúkdóma af ýmsu tagi og kom í Ijós, að hjartasjúkdómar, eink- um af gigtskum uppruna eru allalgengir og telja þeir sig hafa komist langt í því, að geta leyft slíkum konum að ganga með börn. Á móttökudeildum eru síðan sérstakar undirdeildir, sem taka á móti konum með sérstaka sjúkdóma, svo sem sykursýki, nýrnasjúkdóma, hjartasjúkdóma o.s.frv. Á fæðingardeild er venjulega einn starf- andi læknir fyrir hverjar 4000 konur á upp- tökusvæðinu yfir 18 ára aldur. Á sjúkrahúsi nr. 26 voru 225 sjúkrarúm og 5000 fæðingar. Þar starfa 33 kvensjúkdóma- og fæðingar- læknar, 18 barnalæknar, 33 sérmenntaðar hjúkrunarkonur. Par eru stöðugt á vakt 3

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.