Læknablaðið - 01.04.1975, Síða 61
LÆKNABLAÐIÐ
33
eða aðrir koma með sjúklingnum, að
starfslið deildarinnar geri lækni þegar í
stað viðvart um, að sjúklingurinn sé kom-
inn, svo að læknirinn nái að fá greinar-
góða sjúkrasögu frá aðstandendum. Ætti
það eðlilega að stuðla að öruggari grein-
ingu og því, að sjúklingurinn fái fyrr rétta
meðferð og bata.
Þegar sjúklingur hefur fengið sjúkra-
rúm er nauðsynlegt, að Iþegar í stað sé
beðið um og reynt að inna af hendi nauð-
synlegar rannsóknir. Venjan er sú, að gera
hinar ýmsu blóð- og þvagrannsóknir dag-
inn eftir að sjúklingur kemur inn á spítal-
ann, a.m.k. ef um rannsóknarsjúkling er
að ræða, en vel mætti hugsa sér að láta
sjúklinginn koma fastandi að morgni til og
flýta þannig þessum rannsóknum um einn
dag og myndi slíkt geta stytt legutímann
sem því svaraði, a.m.k. stundum. Oftlega
þarf að bíða eftir röntgenrannsóknum og
því er mikilvægt að röntgenbeiðnir komist
í tæka tíð á röntgendeildina. Það er því
veigamikið, að læknirinn gefi þegar í stað
fyrirmæli sín og fyrirmæli gangi strax
rétta boðleið. Aðstoðarlæknar verða að fá
sjúkrasöguna strax og skrifa sjúkraskrá
eða lesa hana inn á band. Ritarar þyrftu
helst að Ijúka við að skrifa sjúkraskrána
samdægurs eða a.m.k. snemma morgun-
inn eftir að sjúklingurinn kemur inn á
spítalann, svo að hún sé skráð, þegar lækn-
ar spítalans þurfa að kynna sér hana fyrir
eða á stofugangi næsta dag. Sé sjúkra-
skráin ekki skráð fyrir þann tíma er meiri
hætta á því, að einhverjar mikilvægar
rannsóknir verði útundan eða bíði a.m.k.
sólarhringnum lengur. Beiðnir um skoðun
sérfræðinga utan deildarinnar sem og ráð-
gjafa þurfa að berast þeim sem fyrst og
helst þarf að fylgja eftir slíku munnlega.
Það er áríðandi, að svör sérfræðinga og
ráðgjafa séu skrifleg, helst einnig munn-
leg og ekki þurfi að bíða eftir þeim lengi
en það vill brenna við að sérfræðingar og
ráðgjafar láti bíða eftir sér í nokkra daga
allsendis að óþörfu. Allar slíkar tafir
lengja dvöl sjúklingsins á spítalanum.
Upplýsingamiðlun innan deilda spítalans
fer jafnan fram þannig, að stuttir fundir
lækna og hjúkrunarkvenna eru haldnir svo
og fundir hjúkrunarkvenna og annars
starfsliðs og er þörf slíkra funda mun meiri
nú en áður eftir að vinnutími starfsliðs hef-
ur styst og það hverfur af deildunum oft
marga daga í einu. Slík skoðaskipti og
uplýsingafundir eru mjög mikilvægir og
koma í veg fyrir ýmiss konar gleymsku og
vanrækslu. Einn veigamesti þátturinn í
upplýsingamiðlun deildarinnar felst í eyðu-
blöðunum og skrásetningu ýmissa atriða á
þau varðandi sjúklinginn.
Unnið er nú að því að samræma eyðu-
blöð spítala landsins ásamt öðrum læknis-
fræðilegum eyðublöðum, svo að allt hjúkr-
unarfólk þekki þau vei, hvar sem það
kann að starfa á landinu og ætti að vera
mikið hagræði af því og öryggi. Að þessu
sinni verða málum þessum ekki frekari
skil gerð.
III. UPPLÝSINGAMIÐLUN SJÚKRA-
HÚSSLÆKNA TIL UTANSJÚKRA-
HÚSSLÆKNA OG STOFNANA
A — LÆKNABRÉF
Á sjúkrahúsum ætti það að vera ófrá-
víkjanleg venja að skrifa bréf um sjúkl-
inga, þegar þeir hverfa af sjúkrahúsunum,
til heimilis- og héraðslækna og annarra
þeirra lækna, sem senda inn sjúklinga. Er
það og jafnan gert og í þeim tilgangi að
flytja læknunum upplýsingar um grein-
ingu, rannsóknir, gang sjúkdómsins og
meðferð þá, sem beitt er á spítölunum og
annað það, sem máli skiptir.
í þeim tilgangi að gera upplýsingar þess-
ar sem gleggstar og koma þeim í skipu-
legt form og til þess einnig að koma í veg
fyrir, að mikilvæg atriði gleymdust í
læknabréfum, samdi ég 1969 leiðbeiningar
um gerð læknabréfa (sjá afrit) og hafa
þær verið í notkun, a.m.k. á sumum spítöl-
um. Birtast þær nú hér með smávægileg-
um breytingum.
LEIÐBEININGAR UM GERÐ
LÆKNABREFA
1. Sjúklingur skilgreindur, þ.e. skýrt frá Þjóð-
erni hans (ef um útlending er að ræða),
aldri, kyni, starfi o.fl.
2. Greint frá ástæðu til vistunar á sjúkrahúsi.
3. Aðalatriði úr heilsufars- og sjúkrasögu, fyrri
sjúkrahúslegur nefndar og svo framvegis.
4. Skoðun við komu, þ.e.a.s. það sem finnst ó-
eðlilegt við skoðun, en ennfremur hiti, púls,
blóðþrýstingur, hæð og þyngd.
5. Rannsóknir:
a) blóðrannsóknir