Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1977, Page 10

Læknablaðið - 01.04.1977, Page 10
48 LÆKNABLAÐIÐ kemur í ljós, að meðal 23 þjóða er tíðni sjálfsmorða mjög breytileg, þegar miðað er við beinar dánartölur og 100.000 íbúa.29 Eins og mynd I ber rneð sér er hér um gífurlegan mun að ræða.29 írland og Grikkland eru langlægst með 2.6 og 4.9 fyrir karla og 1.0 og 2.1 fyrir konur, miðað við 100.000 íbúa. Ungverjaland er langhæst bæði fyrir karla og konur með 48.3 og 18.9, en síðan kemur Finnland með 37.4 fyrir karla og Danmörk með 15.2 fyrir konur. Rétt þótti í þessum samanburði að taka meðaltalstölur fyrir ísland könnunartíma- bilið og bera þær tölur saman við árs- tölur annarra landa árið 1969. I þessu sambandi skal bent á sérkennilega aldurs- skiptingu íslensku þjóðarinnar. Hlutfalls- lega stór hluti hennar er ungt fólk, en fram kemur síðar í þessari könnun, að sjálfsmorð eru sjaldgæf hjá ungu fólki og veldur það tiltölulega lágri heildartíðni hér. Ef reiknað er ,,age adjusted annual rate“ miðað við „Standard European Popula- tion“, sem notuð er í „Cancer in five Con- tinents“ fást fram eftirfarandi tölur: M 21.8 per 100.000 (í stað 17.4) F 5.6 per 100.000 (í stað 4.4) Meðalfólksfjöldi í aldursfl.okkum á ís- landi árin 1962-1973 og samanburður við S.E P. kemur fram á töflu I. Sé litið á Norðurlandaþjóðirnar sérstak- lega á 5 ára tímabilinu 19 6 5-19 6 9,29 kem- ur í ljós verulegur munur eins og vænta mátti af mynd I. TABLE I Age specific average population in Iceland 1962-1973. Age M F „Standard European Population“ 0-14 33.987 32.299 22.000 15-19 9.721 9.176 7.000 20-29 14.543 13.814 14.000 30-39 11.701 11.289 14.000 40-49 10.661 10.274 14.000 50-59 8.436 8.456 13.000 60-69 6.286 6.609 9.000 70-79 3.785 4.453 5.000 80- 1.180 1.741 2.000 Total 100.300 98.112 100.000 Þetta kemur glögglega fram í töflu II. Þessar upplýsingar sýna, að Finnland og Svíþjóð eru hæst, þegar um karla er að ræða með 33.3 og 30.3 á 5 ára meðal- tali. Danmörk með 24.8, ísland næstlægst með 20.2 og Noregur langlægstur með 11.6. Þó má benda á þær sveiflur, sem verða á íslandi á þessu tímabili hjá körlum, þar sem það er hæst Norðurlanda árið 1966. Nokkru öðru máli gegnir með konur, þar er Danmörk hæst með 13.7, þá Svíþjóð með 11.3 og Finnland með 9.1, en Norð- menn og íslendingar langlægstir með 3.6 og 5.1. Hlutfall milli kvenna og karla á þessu tímabili er þannig: Danmörk 1:1.8, Finn- land 1:3.6, ísland 1:4, Noregur 1:3.2, Sví- 'þjóð 1:2.7. TABLE II Crude annual death rate from suicide in 5 Scandinavian countries 1965-1969 by sex per 100.000 population. Denmark Finland Iceland Norway Sweden M F M F M F M F M F 1965 24.0 14.7 32.2 8.1 19.6 3.2 11.8 3.6 27.7 10.1 1966 23.4 12.3 30.0 9.1 30.3 7.2 10.6 3.6 29.4 10.4 1967 23.6 11.6 32.3 8.5 22.9 7.1 10.6 3.5 31.9 11.4 1968 26.5 14.6 34.6 9.5 13.7 2.0 12.1 4.1 31.4 11.7 1969 26.6 15.2 37.4 10.1 14.6 6.0 13.0 3.3 31.2 12.7 Total average of 5 years period 24.8 13.7 33.3 9.1 20.2 5.1 11.6 3.6 30.3 11.3

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.