Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 49 Það er auðséð, að Noregur hefur sér- stöðu meðal Norðurlanda og hafa ýmsar skýringar verið settar fram um það efni,2 7 8 17 20 en þær verga ekki raktar hér. Sá samanburður, sem hér hefur verið rakinn, sýnir, að tíðni sjálfsmorða á ís- landi er neðan við meðallag, þegar borið er saman við Norðurlandaþjóðirnar, en í meðallagi borið saman við aðrar þjóðir Evrópu. Sú könnun, sem hér birtist, er gerð í því skyni að skoða nánar þann hóp Is- lendinga, sem framdi sjálfsmorð á árun- um 1962 til 1973. Upplýsinga hefur verið aflað um ýmsa þjóðfélagslega þætti, svo sem búsetu, hjú- skaparstétt, stöðu og aldursdreifingu. Sjálfsmorðsaðferð hefur verið könnuð, svo og fyrri tilraunir til sjálfsmorða. Sérstaklega var síðan leitast við að kanna sjúkdómsferil hópsins, einkum hvað snertir geðsjúkdóma og geðræn vandamál, svo sem áfengis- og lyfjaneyslu. Reynt var að afla upplýsinga um geð- veiki og sjálfsmorð í fjölskyldu svo og um félagslegar aðstæður. Gagna var aflað þannig, að grunnupp- lýsingar voru fengnar úr dánarvottorðum, síðan voru krufningsskýrslur og lögreglu- skýrslur kannaðar, þar sem þær voru fyrir hendi. Þá var kannað, hvort viðkomandi hefði dvalist á sjúkrahúsum í Reykjavík, einkum var farið vandlega yfir sjúkra- skrár geðsjúklinga. Upplýsinga var síðan aflað með viðtöl- um við einstaka lækna og nokkra að- standendur. Að lokum voru fengnar upplýsingar úr gögnum Erfðafræðinefndar um þá úr hópnum, sem þar voru á skrá. EFNIVIÐUR RANNSÓKNAR Á árunum 1962 til 1973 framdi 261 sjálfsmorð á íslandi, 209 karlar og 52 kon- ur. Af þessum hópi voru 3 útlendingar með lögheimili erlendis, 2 karlar og 1 kona, og eru þau ekki talin með í rann- sókninni. 3 Islendingar búsettir erlendis (íslensk- ir ríkisborgarar) frömdu sjálfsmorð, 2 karlar og 1 kona, og eru taldir í íslenskum dánarskýrslum. Efniviðurinn verður því 209 karlar og 52 konur. Hlutfall hópsins alls milli kvenna og karla verður því 1:4. Það hlut- fall er mjög hátt, ef borið er saman við skýrslur WHO,27 en ekki einsdæmi sé litið á mynd I, sbr.29 FIGURE II DISTRIBUTION OF Mynd II sýnir skiptingu hópsins eftir árum og kyni í beinum tölum. Augljóst er, að miklar sveiflur eru á milli ára. Flestir karlar fremja sjálfsmorð árið 1966 eða 30, flestar konur árin 1966 og 1967, 7 hvort ár. Fæstir karlar fremja sjálfsmorð árið 1971 eða 9. Konur eru einnig fæstar það ár, eða 2. Flestir fremja sjálfsmorð árið 1966, eða 37, en fæstir 1971, þ. e. 11. Ekki eru sjáan- legar skýringar á þessum mun, en hann er meiri en svo, að skýra megi hann sem tilviljanakenndar sveiflur. Sé þessum árum skipt í 6 ára timabil 1962-1967 og 1968-1973 þá koma 26 kon- ur og 113 karlar á fyrra tímabilið, alls 139, en 26 konur og 96 karlar á síðara tímabilið, alls 122. Meðaltal kvenna er því eins bæði tíma- bilin 4.3, en meðaltal karla lækkar úr 18.8 fyrra tímabilið í 16.0 síðara tímabilið. Heildarmeðaltal er fyrra tímabilið 23.1,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.