Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 38
64 LÆKNABLAÐIÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag íslands' og LIR Læknafélag Reykjavikur '° 9 * 63. ÁRG. — MARZ-APRIL 1977 SJÁLFSMORÐ Grein Guðrúnar Jónsdóttur um sjálfsmorð á íslandi, sem birtist í þessu blaði, er verð fullrar atfiygli. Pessu efni hafa fram til þessa lítt verið gerð skil hérlendis og því mikill fengur að greininni. Eins og vera ber, þegar hafin er rannsókn á lítt þekktu efni, vakna ótal áleitnar spurningar fyrir hverja þá, sem leitazt er við að svara í greininni. Sjálfsmorð eru á undarlegan hátt ofin inn í hátternismynztur þjóðar. Vart finnast tvær þjóðir, sem hafa sömu tíðni eða sömu sjálfs- morðsaðferðir jafnvel þótt nágrannar séu. Bent hefur verið á, að hér virðist oft koma til eins konar arfleifð eða hefð — ákveðin afstaða til verknaðarins, sem þróast með hverri þjóð um aldir. Stundum er sjálfs- morðið nánast trúarathöfn, eins og harakiri Japana. Að auki koma til fjölmörg breytileg atriði svo sem fjárhagsleg afkoma þjóða og ríkjandi þjóðskipulag. Alkunna er sú undarlega staðreynd, að sjálfsmorðum snarfækkar í styrjaldarlönd- um. Búi tortíming stríðs á næsta leiti virð- ist sjálfsbjargarviðlejtnin verða sjálfseyði- leggingarhvötinni yfirsterkari. Amstur og nagandi streita eða Iífsleiði friðartíma eru líklegri til að svipta menn lífslöngun. Fyrst minnzt var á vopnaskak, má varpa fram til íhugunar þeirri skrítnu staðreynd, sem fram kemur í grein Guðrúnar, að íslendingar, ein- ir Norður-Evrópuþjóða, nota oftast byssu ef þeir svipta sig lífi, en eru hin einasta þess- ara þjóða, sem ekki hlýtur þjálfun í vopna- burði. Svo sem vænta má, er vitað um geðræn vandamál og drykkjusýki hjá obba þess fólks, sem sviptir sig lífi. Margir ákveða þó einn góðan veðurdag að lífið sé óbæri- legt eða ekki þess virði að lifa því án þess nokkurn renni grun í slíkar hugrenningar þeirra. Flest teljum við að sjálfsmorð sé örþrifaráð og beri að forða fólki frá slíku með öllum tiltækum ráðum. Pó mætti varpa fram þeirri spurningu, hvort frelsi til að deyja heyri ekki til mannréttinda eins og frelsið til að lifa. Geðvernd og geðlækningar eru sjálfsagt líklegastar til að hjálpa þeim einstaklingum, sem hætta er á að stytti sér aldur og ná enn ekki til nógu margra. Sé á hinn bóginn litið á þær lítt skýrðu sveiflur, sem verða á sjálfsmorðstíðni með einstökum þjóðum eða á dreifingu sjálfsmorða á aldurshópa eða aðra þjóðfélagshópa, vakna áleitnar og víðtækar hugrenningar. Má t. d. hugsa sér sjálfsmorðstíðni sem grófan mælikvarða á ,,hamingju“ þjóðar á hverjum tíma? Sé svo mætti hugsa sér, að náin skoðun þeirra þjóðfélagsaðstæðna, er fjölga sjálfsmorðum, gæti leitt til fyrirbyggj- andi aðgerða í víðtækum skilningi. Slíkar aðgerðir ættu þá ekki einasta að fækka sjálfsmorðum, heldur stuðla að aukinni lífs- hamingju þegnanna í heild. Á einföldu máli héti slíkt að þjóðin lærði að sjá hvað henni er fyrir beztu og sumum þætti sjálfsagt von- lítið að svo yrði í bráð. Páll Ásmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.