Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 68
84 LÆKNABLAÐIÐ Samþykkt var tillaga um að hækka ár- gjald félagsins úr kr. 24.000,- í kr. 30.000. Á fundinum komu fram 2 tillögur til ályktunar, var þeim báðum vísað til fram- haldsaðalfundar, sem haldinn var í Domus Mediea þann 23. marz 1976 og þar sam- þykktar með nokkrum breytingum. Fyrri tillagan, borin fram af Olafi G. Guðmundssyni og Lúðvík Ólafssyni, var á þessa leið: Aðalfundur L.R. 1976 ályktar: Fundur- inn fagnar tilkomu sérstaks hagsmuna- félags ungra lækna og telur eðlilegt að Félag ungra lækna sinni sérhagsmuna- málum ungra lækna á Islandi. Fundur- inn beinir þeirri áskorun til stjórnar L.R. að hagsmunir ungra lækna séu ekki fyrir borð bornir þegar skipað er í helztu nefnd- ir og ráð félagsins og fulltrúar L.R. á aðal- fund L.í. tilnefndir. Fundurinn leggur áherzlu á, að félag, eins og Félag ungra lækna, verður ekki rekið án fjármagns, þar eð félagið tekur að sér ákveðin verk efni, sem önnur læknafélög hefðu ella átt að sinna. Leggur fundurinn til að F.U.L. verði m. a. fjármagnað með ákveðnum hluta árgjalds ungra lækna til L.R. Seinni tillagan, borin fram af Margréti Gfeorgsdóttur og Reyni T. Geirssyni, var samþykkt á þessa leið: Aðalfundur L.R. 1976 ályktar: Fundur- inn lítur alvarlegum augum þá stöðu, sem upp er komin varðandi atvinnumál yngri lækna. Tillögur nefndar, sem vann að þessu á s.l. hausti, hafa nú verið lagðar fram. Gert var ráð fyrir að komið yrði á svonefndu blokkakerfi. Virðist þar vera um að ræða raunhæfustu lausn þessara mála. Fundurinn skorar á heilbrigðisyfir- völd, yfirlækna og aðra fastráðna spítala- lækna að láta ekki dragast lengur að taka afstöðu til þessara tillagna og beinir þvi til stjórnar L.R. að hún fylgi þessu máli eftir af festu. Hafi hún um það samvinnu við F.U.L. og starfshóp þess félags, sem nú vinnur að könnun á atvinnuhorfum næstu mánuði. AÐALFUNDUR L.R. 1977 var haldinn 9. marz í Domus Medica. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundar- störf og kosning 6 meðstjórnarmanna og 2ja varamanna. Þorvaldur Veigar Guð- mundsson, formaður L.R., flutti skýrslu formanns yfir starfsárið 1976-1977. Tveir félagar létust á árinu, þeir Ásbjörn Stefánsson, þann 21.4. ’76, og Oddur Ólafs- son, þann 4.1. ’77. Á árinu gengu 19 læknar formlega i félagið. Fullt árgjald greiddu 292 og hálft árgjald 78, en 17 starfandi læknar eldri en 70 ára voru gjaldfríir. Tíðir fundir voru haldnir á árinu, bæði í stjórn og meðstjórn L.R. og sameigin- legir fundir L.R. og L.í. Almennir fundir voru 7. Á vegum fræðslunefndar voru haldin námskeið um sýkingar í sept. ’76, symposium um ónæmisfræði 2. apríl 1976, almennur félagsfundur um hópvinnu í nóv. ’76, námskeið í læknisfræðilegum rannsóknaraðferðum og tölfræði í febr. ’77 og mánaðarlegir fræðslufundir ætlaðir heimilislæknum. Fræðslunefnd hefur i samráði við stjórn L.í. ákveðið að bjóða svæðafélögunum að greiða fargjöld allt að 5 fyrirlesara á ári til fræðslustarfsemi úti á landsbyggðinni. Á stjórnarfundi 12. ágúst ’76 var Berg sveinn Ólafsson, augnlæknir, kjörinn heiðursfélagi. Samningur sérfræðinga utan sjúkra- húsa við Sjúkrasamlag Reykjavíkur rann út 1. júlí ’76 og nýr samningur hefur ekki verið fullunninn ennþá. Samningur heimilislækna við S.R. og T.R. rann út 30. júní ’76 og hefur ekki að fullu verið gengið frá þeim samningum. L.R. átti 9 fulltrúa á aðalfundi L.í. í júní ’76. Viðræður stjórna L.í. og L.R. annars vegar og stjórnar F.U.L. hins vegar lauk með samkomulagi, sem undirritað var 3. nóv. ’76. Árshátíð félagsins var haldin þann 12. febr. ’77 og þótti takast óvenju vel. Reikningar félagsins voru lagðir fram á fundinum og ræddir af gjaldkera þess, Eyjólfi Haraldssyni, og síðan samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. Fram kom að erfiðlega gengur að fá tímarit greidd, sem pöntuð eru í gegnum skrifstofu læknafélaganna. Ræddur var efnahagsreikningur Styrkt- arsjóðs lækna og flutt skýrsla stjórnar Domus Medica og reikningar þess ræddir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.