Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Síða 54

Læknablaðið - 01.04.1977, Síða 54
76 LÆKNABLAÐIÐ TABLE 1 Drug use compared to prescription rules. Proportional Number of Taken as Not taken average of extended drugs prescribed as prescribed duration of drug intake 1. Antibiotics and chemotherapeutics 23 6 17 2.1 2. Digitalis glycosides 27 5 22 2.13 3.:;Centyl, Hygroton, Apresolin, Ismelin, Brinaldix, Lasix 44 14 30 2.28 4. Hypnotics and sedatives 87 24 63 2.48 5. Potassium chloride and other electrolytes 31 13 18 2.08 fólk fylgir fyrirskrifaðri reglu um töku um. Það er athyglisvert, jafnvel í þessum og reiknað út eftir upplýsingum í 4. lið spurnareyðublaðsins, hver meðaltalsútkom- an er varðandi það, hvernig fólk fylgir notkunarreglum. Hlutfallslegt meðaltal er miðað við 1. Sé útkoman hærri en 1, er notkunin minni en ráðlagt var og því eðlilega meiri, sé meðalatalið meira en 1. A.thyglisvert er, að í öllum lyfjaflokkunum er notkun lyfjanna meiri en helmingi hærri (minni) en fyrirskrifað er. Það er að sjálfsögðu þekkt, að sjúkling- ar sinna mjög misjafnlega vel reglum lækna um lyfjatökur, viss lyf hefur fólk tilhneigingu til að taka meira af en óskað er, en önnur minna. Þá ber og að taka tillit til þess, að við fyrirskrift læknis á vissa lyfjaflokka, svo sem róandi lyf og svefn- lyf, er fólki oft gefið visst sjálfræði um nctkun lyfjanna, lyfin tekin þegar þörf er á, en hámarksskammta getið. Þá hefur og þótt mjög áberandi, að fólk fylgir slæ- lega ávísunum lækna á fúkalyf. Óneitanlega vekur það nokkra furðu, að fólk fer ekki að ósk lækna varðandi lyfjaflokka 2, 3 og 5, þ. e. hjartalyf, há- þrýstingslyf og „electrolyta-supplement“. f þessum tilfellum eru fyrir hendi mjög ákveðin tilmæli læknis um töku lyfsins og árangur meðferðar mjög undir því kom- inn, hvernig sjúklingur fylgir þeim regl- hóp, sem allur er undir handarjaðri heima- hjúkrunar og hefur væntanlega flest all- gott samband við heimilislækna sína, er árangur þó ekki betri en svo, að yfirleitt tekur fólkið ávísað lyfjamagn á helmingi lengri tíma en til er ætlazt. Vaknar þá sú spurning, hvort veikindi þess eru þá ekki að einhverju leyti háð hinni slælegu töku lyfjanna. UMRÆÐA Könnun þessi er frumkönnun, og er ekki sízt ætluð til að læknarnir fái vitn- eskju um það, hvernig sú aðferð reynist, sem hér hefur verið lýst. Auðséð er, að það fást góðar undirtektir frá fólki þar sem hjúkrunarfólk á annað erindi á stað- inn og er því möguleiki að gera frekari kannanir, er væru áreiðanlegar, meðal fólks, sem heimahjúkrunin stundar og hjá fólki með ungaböm, er hjúkrunarkonur heimsækja. Gerð var tilraun til sams konar könnunar meðal hinna síðarnefndu, en ekki tókst að ná saman nægjanlegu efni til að mögulegt væri að birta. Heildarupplýsingum um lyfjanotkun fólks er illmögulegt að halda saman, jafn- vel þótt upplýsingar væru reglulega færð- ar á lyfjaseðil (sbr. t. d. heilsufarsdagbók á Heilsugæzlustöðinni á Egilsstöðum) eða

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.