Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 66
82 LÆKNABLAÐIÐ sín við sjúklinginH eðá aðstandendur hans og gildir þá að nota mál, sem almenningur skilur og forðast hvers kyns læknisfræðiieg heiti. Munnlega prófið er svo haldið seinni daginn og varir nákvæmlega 20 mínútur. Það fer þannig fram að tveir sérfræðingar (úr hyaða sérgrein læknisfræðinnar sem er) fá' hvor um sig að spyrja menn í 10 mínútur. Þeir mega að sögn spyrja um hvað sem er, en oftast er efnið viðráðan- legt sjúkratilfelli. Að auki er viðstaddur þriðji aðilinn, sem dæmir um enskukunn- áttu manna. Það er erfitt að geta sér til um innbyrðis gildi prófhluta, en maður skildi ætla miðað við fyrirhöfn, að munn- lega prófið gilti talsvert mikið. Auk fag- legrar þekkingar og enskukunnáttu er næstum öruggt að framkoma, litarháttur og fleira hlýtur að hafa áhrif. Niðurstöður prófanna eru svo venjulega kunnar einni viku síðar. Ég hef hér að framan að mestu sleppt að geta þeirra gagna, sem senda þarf á hverju stigi. Þetta skýrir sig sjálft af þeim umsóknareyðublöðum, sem fylla þarf út, meðal annars fyrir T.R.A.B.-prófið, um- sókn um takmarkað lækningaleyfi og ileira. GEÐSJÚKDÓMAFRÆÐI Sérnám í geðsjúkdómafræðum í Bret- landi hefur tekið nokkrum breytingum undanfarin ár. Gerðar hafa verið auknar kröfur um gæði og strangara aðhald á þeim sjúkrahúsum, sem bjóða upp á sér- nám í greininni. The Royal College of Psychiatrists4 birtir reglulega skrá um öll geðsjúkrahús í Bretlandi og flokkar þau eftir kostum og göllum. Félagið er ábyrgt fyrir skipulagi allrar „postgraduate“ þjálf- unar í greininni. Námið er að jafnaði talið spanna 3-4 ár, en er misjafnt eftir því hvað menn leggja helst fyrir sig. Félagið býður upp á svokallað „membership“ próf og er því að jafnaði lokið eftir 3ja ára formlega þjálfun. (Upphafspróf er oftast tekið í lok fyrsta ársins). Önnur próf og gráður, sem hægt er að vinna að eru m. a.: D.P.M., M. Phil., Ph. D., M.D. Kennslusjúkrahúsin í London eru eftir- sótt og ber þar helst að nefna The Mauds- ley Hospital og The Bethlem Royal Hos- pital, sem eru tengd The Institute of Psychiatry (University of London). Ásókn í launuð störf á þessum tveim stöðum er jafnan mikil og hefur umsækjandi að því er talið er um 2% líkur á að hljóta slíka stöðu. Á hinum 9 kennslusjúkrahúsunum í London, þar sem er deild og prófessor í geðsjúkdómafræðum, eru líkur umsækj- enda taldar um 10%. Auk þessara launuðu starfa er svo jafnan nokkur fjöldi „Clinical Assistants" staða, sem eru ólaunaðar og klínísk vinnuskylda mjög takmörkuð. Þessir aðilar þurfa auk kennslugjalda að bera sjálfir allan kostnað af framfærslu sinni. Um eðli námsins er að sjálfsögðu afar erfitt að alhæfa þar eð geðsjúkdómafræðin spannar yfir svo mörg ólík áhugasvið. Hins vegar held ég að það sé ekki langt frá sanni að segja að bresk geðsjúkdómafræði styðjist aðallega við „medisinska módelið". PÓSTÁRITANIR: 1 The General Medical Council (Overseas Registration Division), 25 Gosfield Street, London, WIP 8BP. 2 Attachment Scheme for Overseas Doctors, Department of Health, Alexander Fleming House, Elephant and Castle, London, S.E. 1. 3 Medical Defence Union, Tavistock House South, Tavistock Square, London, W.C. 1. 4 The Royal College of Psychiatrists, 17 Belgrave Square, London, SWIX 8PG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.