Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 24
58
LÆKNABLAÐIÐ
TABLE XII
Mental disorders among persons who commit suicide.
Reference and place of study Source of data Size of sample
Asuni, 1962 Coroners’ records,
(Western Nigeria) 1957-1960 221
Gorceix & Zimbacca, 1945 (Seine, France) Medico-legally verified cases, 1962 (of 869 recorded) 148
McCarty & Walsh 1966 (Dublin, Ireland) Coroners’ records, 1954-63 (31 incom- plete records excluded) 284
Prokupek, 1967 (Czechoslovakia) National statistics, 1963-66 2335
Sainsbury, 1955 (London, England) Coroners’ and medical records, 5 boroughs, 1936-38 390
Seager & Flood, 1965 (Bristol, England) Coroners’ records, 1957-61 325
Stengel & Cook, 1958 (London, England) Coroners’ records, 1953 117
Jónsdóttir, G., 1975 (Iceland) Medico-legally verified cases, 1962-73 261
tíðni áfengissjúklinga í Noregi væri lægri
en víðast annars staðar.
Hærri tölur um áfengisneyslu sjálfs-
morðingja er þó að finna.26
Við könnun í Gautaborg12 á sjálfsmorð-
um árið 1968 var 54% kvenna og 63%
karla á skrá geðsjúkrahúsa eða stofnana.
Niðurstaða þessarar könnunar er því í
góðu samræmi við algengustu skoðanir,
þ. e. að um 1/3 þeirra, sem fremja sjálfs-
morð, séu geðveikir (hér 36.8%) og um
fimmti hluti séu áfengissjúklingar (hér
20.3%).
í þessu sambandi er fróðlegt að athuga
yfirlit um „Mental disorder among per-
sons who committed suicide“ úr riti
WHO30 og bæta þar við niðurstöðum þess-
arar könnunar, sjá töflu XII.
9. Aðferð við sjálfsmorð.
Athugað var, hvaða aðferð var beitt
við sjálfsmorð og flokkað eftir skráningar-
flokkun WHO.32 Einnig voru könnuð sér-
staklega þau 67 tilvik, þar sem sjálfsmorð
voru framin með lyfi eða eiturefni.
Augljóst er, að mikill munur er á að-
ferð karla og kvenna. Tvær aðferðir eru
nær jafnalgengar hjá konum, drekking
32.7% og lyfjaát 30.8%. Þriðja algengasta
aðferðin er henging, 23.1%.
Þessar aðferðir voru notaðar af 86.6%
kvenna.
Hjá körlum er aftur á móti sjálfsmorð
með skotvopni algengast eða í 35.9% til-
vika, henging næst í 21.0% og lyfjaát og
drekking jafn algeng með 14.4% tilvika
hvor.