Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 67 2) Frá Bandaríkjamönnum, er starfa á Keflavíkurflugvelli. 3) Með íslenzkum sjómönnum, er sig'la m. a. á þýzkar hafnarborgir. Með samvinnu hlutaðeigandi íslenzkra yfirvalda og bandariskrar lögreglu hefur komið í ljós, að magn amfetamíns og kannabis, sem náðst hefur af bandarískum starfsmönninn, er margfalt meira, en náðst hefur af íslenskum ferðamönnum.4 Landlæknisembættið og Lyfjaeftirlit rík- isins hafa því í samráði við heilbrigðis-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið átt fund með yfirmönnum bandaríska hersins og laeknum á Keflavíkurflugvelli um þessi mál. Á þessum fundi kom í ljós, að banda- ríkjamenn hafa mjög gott eftirlit með starfsmönnum, er ferðast á vegum þeirra. I ljós kom þó, að mestur hluti þess magns, sem smyglað hefur verið, berst með starfs- mönnum hersins, er ferðast með venjuleg- um farþegavélum, auk þess sem eftirlit með póstsendingum innan flugvallar hefur ekki verið sem skyldi. Fulltrúar hersins buðust til þess að veita íslenskum yfir- völdum nánari upplýsingar um ferðir starfsmanna þeirra með farþegavélum og koma á öflugra pósteftirliti. Þessar ráð- stafanir hafa síðan verið staðfestar með bréfum,5 auk þess er yfirlæknum sjúkra- hússins nú sendar reglulega skýrslur um útlát eftirritunarskyldra lyfja. Þess ber að geta, að reglur bandarískra lækna um ávísanir á eftirritunarskyld lyf eru nánast þær sömu og gilda hér á landi. Það kann að valda erfiðleikum, að í sumum ríkjum Bandaríkjanna gilda ekki jafnstrangar reglur um meðferð kannabis. Ákveðið var að halda frekari fundi um þetta efni. Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum hefur sent heilbrigðisyfirvöldum Ijósrit af lyfjaávísunum, er íslenskir sjómenn hafa fengið ávísað af þýskum læknum í hafnar- borgum Vestur-Þýskalands. Landlæknis- embættið hefur sent þýskum heilbrigðis- yfirvöldum þær ávísanir og óskað eftir aðgerðum.fi Nýlega var haldinn fundur landlæknis íslands með landlækni Vestur- þjóðverja í Bonn og þessi mál ítarlega rædd. Þýsk heilbrigðisyfirvöld munu gera eftirfarandi ráðstafanir: 1) Eftirlit verður aukið með ávísunum þýskra lækna og afgreiðslu lyfjabúða á ávana- og fíknilyfjum. 2) Ávana- og fíknilyfjadeild þýsku ríkis- lögreglunnar mun auka eftirlit með ís- lenskum skipum, er koma við í höfn- um þar. Vonir eru bundnar við, að þær aðgerðir, er hér hefur verið lýst, eigi eftir að bera einhvern árangur. Ef til vill sýnist sumum afskipti heil- brigðisyfirvalda af ólöglegri fiknilyfja- dreifingu óviðeigandi. í raun eru þó sterk rök fyrir slíkum afskiptum. Af skýrslum frá nágrannalöndum er Ijóst, að fíknilyfja- neyzla unglinga, sem að verulegu leyti stafar af smygli, er orðin verulegt heil- brigðisvandamál. Á Grænlandi eru áfengis- og fíkniefnavandamál orðin að þvílíku böli að jafna má við faraldur. Heilbrigðisyfir- völdum ber að sjá þeim, sem orðnir eru sjúklingar vegna neyzlu ávana- og fíkni- efna, fyrir þjónustu. íslenzk heilbrigðis- yfirvöld hafa því valið þann kostinn að líta ekki á fíkniefnasmygl eingöngu sem tollsvika- og lögreglumál, heldur reyna einnig með öllum tiltækum ráðum að hamla gegn slíkum faraldri. SUMMARY The activities of Icelandic Health Author- ities, to elueidate and analyse sales and pre- scriptions of psychoactive drugs are described. The Director General of Public Health and the State Drug Control have induced statistical research on drug sales and doctors prescrip- tions. Certain administrative measures have followed, such as limiting the allowed amount of drugs on each prescription. Afore-mentioned authorities have established contacts with other authorities, both domestic and foreign, involved in cases concerning illicit drug traffic to and within Iceland. These authorities are: The Icelandic Ministries of Justice, of Health and Social Security and of Foreign Affairs, the Special Court for cases related to dependence producing drugs and the Drug Division of the police authorities in Reykjavik. Furthermore contacts have been established with the authorities of the NATO Defence Force at Keflavík Airport and the health authorities of the Federal Republic of Germany. The channels of illieit traffic of drugs to Ice- land are especially: 1. Civil air traffic passengers. 2. U.S. military personnel and civilians, Kefla- vik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.