Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 73 Skúli G. Johnsen borgarlæknir OFNOTKUN RÓANDI LYFJA OG SVEFNLYFJA — TILRAUN TIL AÐ FÆKKA ÁVÍSUNUM Á SLÍK LYF SKÝRT ER FRÁ LYFJAKÖNNUN í REYKJAVÍK í NÓVEMBER 1974 OG UPPLÝSINGAMIÐLUN TIL LÆKNA í FRAMHALDI AF HENNI. Allt frá árinu 1972 hafa á vegum land- læknis og lyfjamáladeildar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins verið gerðar athuganir á lyfjaávísunum lækna á róandi lyf og svefnlyf. Ein þeirra var gerð í Reykjavík í nóvember 1974 (sjá greinina Lyfjanotkun í Reykjavík í þessu tölu- blaði). Við athugun á ávísunum á róandi lyf og svefnlyf kom í ljós, að flestir þeirra, sem höfðu fengið ávísað stórum skömmt- um af lyfjum þessum, höfðu í umræddum mánuði fengið lyfin hjá fleiri en einum lækni, sumir hjá mörgum læknum. Þar sem talið var víst, að læknar, er ávísuðu þessum lyfjum, hefðu ekki haft möguleika á að fá vitneskju um, hvort viðkomandi einstaklingar hefðu jafnframt fengið ávísað lyfjunum hjá öðrum lækn- um, var ákveðið að senda öllum viðkom- andi læknum upplýsingar um nöfn þeirra, er hefðu fengið þessum lyfjum ávísað hjá tveimur eða fleiri læknum í þessum mán- uði. Varð að ráði, að borgarlæknir tæki að sér í þetta sinn þessa upplýsingamiðlun, en fram að því hafði landlæknir annast þetta. SKILGREININGU OFNOTKUNAR er að finna í bréfi því, sem læknunum var sent og er það birt hér í heild. Þess ber að sjálfsögðu að geta, að noti sjúklingur tvö eða fleiri lyf af þessu tagi lækka hámarksskammtarnir verulega. í ljós kom, að 140 einstaklingar höfðu fengið ávísað meira magni en nam áður- nefndum hámarksskömmtum, þar af 44 tvö eða fleiri lyf í óeðlilega háum skömmtum. Ýmislegt annað vekur athygli af þeim upplýsingum, sem fram koma við úr- vinnslu þessara gagna. Þess eru allmörg dæmi, að sjúklingar fái ávísað hjá sama lækni ótrúlega háum skömmtum af einhverju lyfjanna, allt að sex- til sjöföldum hámarksskömmtum. Þá kemur og fram, að fáeinir læknar virðast áberandi gjöfulir á lyfin í háum skömmt- um til sjúklinga, sem höfðu aðra heimilis- lækna. Sá, sem lengst gekk í þessu, ávís- aði lyfin í óeðlilega háum skömmtum 21 sjúklingi. Þetta fólk var á skrá hjá 16 heimilislæknum. UPPLÝSINGAMIÐLUNIN Svo sem áður segir, var heimilislæknum allra þeirra, er fengið höfðu óeðlilega háa skammta, sendur listi yfir þá sjúklinga ásamt bréfi því, er fylgir greininni. Þar komu og fram upplýsingar um, hvaða aðrir læknar höfðu gefið sjúklingi þeirra lyfin. í mjög mörgum tilfellum höfðu heimilislæknar sjálfir ekki gefið neinum sinna sjúklinga óeðlilega háa skammta, en það höfðu hins vegar aðrir læknar gert. Ljósrit þessara bréfa voru síðan send þeim læknum, er höfðu gef- ið sjúklingum viðkomandi heimilislækna þessi lyf. UMRÆÐA í því skipulagi læknisþjónustu, er við búum við, er ekki að vænta annars en að veruleg brögð séu að því, að margir lækn- ar ávísi lyfjum af þessu tagi til sömu einstaklinganna. Það hlýtur hms vegar að vera grundvöllur þess, að draga úr neyzlu lyfja, sem teljast ávanabindandi, að sami læknirinn hafi vitneskju um neyzlu sjúkl- inga sinna á viðkomandi lyfjum og geti þannig stemmt stigu við ofneyzlu. Nauðsynlegt er að taka tillit til þess, að greiðslufyrirkomulag sjúkratrygginga fyrir lyf hefur þau áhrif, að læknar hafa tilhneigingu til að ávísa fremur stórum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.