Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 69 Almar Grimsson, Ólafur Ólafsson LYFJANOTKUN í REYKJAVÍK í þessari grein er skýrt frá niðurstöðum lyfjakannana í Reykjavík í nóv. 1972 og nóv. 1974. INNGANGUR Allt frá 1940 hafa sterk deyfilyf (morfín, ópíum, heróín o. fl.) verið eftirlitsskyld á íslandi. Síðan hefur verið bætt við þann flokk: amfetamini og skyldum lyfjum (1950), barbitúrötum og mepróbamati (1974). Vilmundur Jónsson fyrrv. landlæknir var frumkvöðull að þeirri gerð, en Sig- urður Sigurðsson eftirmaður hans hélt því starfi áfram. Frá 1972 hefur eftirlitið verið aukið verulega, m. a. á eftirfarandi hátt: 1) Allt frá því ári hafa verið gerðar reglu- bundnar kannanir á lyfjaávísanafjölda lækna á allflest lyf, á Reykjavíkursvæð- inu og einnig víðar um land. Aðallega hafa verið kannaðar ávísanir á svefn- og róandi lyf, fúkalyf og geðlyf. Alls hafa verið kannaðar um 150.000 ávísan- ir á þessum árum.2 4 2) ítarlegar athuganir hafa verið gerðar á lyfjanotkun á sjúkrahúsum og ákveðn- ari reglur settar um meðferð og geymslu lyfja á slíkum stofnunum.5 3) Til þess að auðvelda eftirlit eru lækn- ar skyldaðir til þess að nota staðlað lyfjaávísanablað (1974).° 4) Takmarkaðar hafa verið stærðir skammta á díazepami. Sú ákvörðun var tekin eftir að niðurstöður könn- unar bentu til þess að þau lyf séu ávanabindandi (1974).23 8 5) Gefin hefur verið út auglýsing, sem takmarkar mjög ávísanir lækna á amfetamín og skyld efni, sem hafa verið tekin af skrá (1976). MARKMIÐ KANNANANNA Markmið kannananna var fyrst og fremst að afla nánari upplýsinga um lyfja- notkun og þá einkum fúkalyfja og geð- lyfja og ganga úr skugga um hvort um misnotkun væri að ræða. I öðru lagi gera slíkar kannanir heil- brigðisyfirvöldum kleyft að hafa náið eftirlit með lyfjagjöfum lækna. Meira hefur verið gert af því að kynna læknum árangur eftirlitsins. Mánaðarlegir hámarksskammtar varðandi svefn- og róandi lyf hafa verið ákveðnir,3 og í lok hverrar könnunar hefur landlæknisemb- ættið og síðar borgarlæknisembættið skrif- að hverjum þeim lækni, er ávísað hefur umframmagni, og óskað eftir betri vinnu- brögðum. Þetta hefur m. a. orðið til þess, að sjúklingar ferðast nú mun minna milli lækna í lyfjaleit (sjá grein Skúla G. John- sen borgarlæknis í þessu blaði). Auk þess hafa verið haldnir fundir með læknum og lyfjafræðingum til að kynna þeim niður- stöður kannana og á hvern hátt eftirlitið starfar. VINNUAÐFERÐ Lyfseðlum í Reykjavík fyrir tímabilin, er kannanirnar náðu til, var safnað sam- an í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Eftirfarandi upplýsingar eru skráðar á hvern lyfseðil: 1. Nafnnúmer þess, er lyfseðilinn fékk. 2. Læknir (kóda-númer). 3. Lyf. 4. Verð. Lyfseðlarnir voru flokkaðir og skráðir á sérstök eyðublöð. Upplýsingunum var komið á gataspjöld og niðurstöður fengnar með tölvuúrvinnslu. NIÐURSTÖÐUR í töflum þeim, sem hér fylgja á eftir, er fjöldi ávísaðra skammta í hverjum lyfjaflokki mældur í stöðluðum dag- skömmtum, DDD (Defined daily dose) á hverja 1000 íbúa á dag. Þetta er sú saman- burðareining, sem vinnuhópur Alþjóða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.