Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
69
Almar Grimsson, Ólafur Ólafsson
LYFJANOTKUN í REYKJAVÍK
í þessari grein er skýrt frá niðurstöðum
lyfjakannana í Reykjavík í nóv. 1972 og
nóv. 1974.
INNGANGUR
Allt frá 1940 hafa sterk deyfilyf (morfín,
ópíum, heróín o. fl.) verið eftirlitsskyld á
íslandi. Síðan hefur verið bætt við þann
flokk: amfetamini og skyldum lyfjum
(1950), barbitúrötum og mepróbamati
(1974).
Vilmundur Jónsson fyrrv. landlæknir
var frumkvöðull að þeirri gerð, en Sig-
urður Sigurðsson eftirmaður hans hélt því
starfi áfram.
Frá 1972 hefur eftirlitið verið aukið
verulega, m. a. á eftirfarandi hátt:
1) Allt frá því ári hafa verið gerðar reglu-
bundnar kannanir á lyfjaávísanafjölda
lækna á allflest lyf, á Reykjavíkursvæð-
inu og einnig víðar um land. Aðallega
hafa verið kannaðar ávísanir á svefn-
og róandi lyf, fúkalyf og geðlyf. Alls
hafa verið kannaðar um 150.000 ávísan-
ir á þessum árum.2 4
2) ítarlegar athuganir hafa verið gerðar á
lyfjanotkun á sjúkrahúsum og ákveðn-
ari reglur settar um meðferð og
geymslu lyfja á slíkum stofnunum.5
3) Til þess að auðvelda eftirlit eru lækn-
ar skyldaðir til þess að nota staðlað
lyfjaávísanablað (1974).°
4) Takmarkaðar hafa verið stærðir
skammta á díazepami. Sú ákvörðun
var tekin eftir að niðurstöður könn-
unar bentu til þess að þau lyf séu
ávanabindandi (1974).23 8
5) Gefin hefur verið út auglýsing, sem
takmarkar mjög ávísanir lækna á
amfetamín og skyld efni, sem hafa
verið tekin af skrá (1976).
MARKMIÐ KANNANANNA
Markmið kannananna var fyrst og
fremst að afla nánari upplýsinga um lyfja-
notkun og þá einkum fúkalyfja og geð-
lyfja og ganga úr skugga um hvort um
misnotkun væri að ræða.
I öðru lagi gera slíkar kannanir heil-
brigðisyfirvöldum kleyft að hafa náið
eftirlit með lyfjagjöfum lækna.
Meira hefur verið gert af því að kynna
læknum árangur eftirlitsins. Mánaðarlegir
hámarksskammtar varðandi svefn- og
róandi lyf hafa verið ákveðnir,3 og í lok
hverrar könnunar hefur landlæknisemb-
ættið og síðar borgarlæknisembættið skrif-
að hverjum þeim lækni, er ávísað hefur
umframmagni, og óskað eftir betri vinnu-
brögðum. Þetta hefur m. a. orðið til þess,
að sjúklingar ferðast nú mun minna milli
lækna í lyfjaleit (sjá grein Skúla G. John-
sen borgarlæknis í þessu blaði). Auk þess
hafa verið haldnir fundir með læknum og
lyfjafræðingum til að kynna þeim niður-
stöður kannana og á hvern hátt eftirlitið
starfar.
VINNUAÐFERÐ
Lyfseðlum í Reykjavík fyrir tímabilin,
er kannanirnar náðu til, var safnað sam-
an í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur.
Eftirfarandi upplýsingar eru skráðar á
hvern lyfseðil:
1. Nafnnúmer þess, er lyfseðilinn fékk.
2. Læknir (kóda-númer).
3. Lyf.
4. Verð.
Lyfseðlarnir voru flokkaðir og skráðir
á sérstök eyðublöð. Upplýsingunum var
komið á gataspjöld og niðurstöður fengnar
með tölvuúrvinnslu.
NIÐURSTÖÐUR
í töflum þeim, sem hér fylgja á eftir,
er fjöldi ávísaðra skammta í hverjum
lyfjaflokki mældur í stöðluðum dag-
skömmtum, DDD (Defined daily dose) á
hverja 1000 íbúa á dag. Þetta er sú saman-
burðareining, sem vinnuhópur Alþjóða-