Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 83 AÐALFUNDIR LÆKNAFÉLAGS Í^S REYKJAVÍKUR 1976 OG 1977 [P? Aðalfundur L.R. 1976 var haldinn 10. marz í Domus Medica. Efni fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf og kosning aðal- stjórnar, 3ja manna í meðstjórn og 3ja manna í varastjórn. í skýrslu formanns kom m. a. fram að 4 félagar höfðu látizt á starfsárinu: Bjarni Bjarnason þann 23.12. ’75, Halldór Hansen þann 18.5. ’75, Pétur H. J. Jakobsson þann 8.3. ’75 og Þórður Möller þann 2.8. ’75. Á árinu gengu 15 lasknar formlega í félagið. Tíðir fundir voru haldnir í stjórn og miðstjórn L.R. og haldnir sameiginlegir fundir L.R. og L.í. Almennir fræðslufundir voru 7 og fræðslufundir ætlaðir heimilis- læknum 4. Námskeið fyrir héraðslækna og almenna lækna var haldið í sept. ’75 og ráðstefna um heilbrigðismál á vegum L.R. í maí ’75. Verulegar tafir urðu á útgáfu Lækna- blaðsins á árinu og fjárhagsörðugleikar. Launanefndir L.R. og L.f. undirrituðu samninga fyrir hönd sjúkrahúslækna við borg og ríki þann 14.12. ’75 og voru þeir samningar fyrir tímabilið 1.7. ’76 til 30.6. ’78. Á árinu fékkst fram hækkun á fasta- gjaldi fyrir heimilislækna, hækkun á greiðslu fyrir kvöld- og næturvaktir og númeragjöld hækkuðu í Reykjavík. Fram fóru viðræður milli stjórna L.R. og L.í. annars vegar og stjórnar F.U.L. hins vegar, um stöðu félagsins innan læknasamtakanna, verksvið þess og fjár- hagsgrundvöll, en ekki varð komizt að endanlegri niðurstöðu. Læknafélag Reykjavíkur átti 9 fulltrúa á aðalfundi Læknafélags íslands í Reykja- vík í sept. ’75 og bar þar fram 2 tillögur til ályktunar, sem voru samþykktar. Var önnur tillagan áskorun til ríkisstjórnar og borgaryfirvalda um að hefja þegar bygg- ingu sjúkradeilda langlegusjúklinga við sjúkrahúsin i Reykjavík, en hin var áskor- un á heilbrigðisyfirvöld að hefja hið bráð- asta rekstur heilsugæzlustöðva á höfuð- borgarsvæðinu. Reikningar félagsins voru lagðir fram á fundinum og ræddir af Sigurði Sigurðs- syni, gjaldkera L.R., en síðan samþykktir. Bergsveinn Ólafsson flutti skýrslu Domus Medica, en þar kom fram að starfsemi hafði verið með líkum hætti og áður og ágóði nokkur. Lokið var byggingu félags- heimilis og ýmsum minni framkvæmdum. Einnig voru ræddir reikningar Domus Medica og reikningar Styrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna. Til stjórnarkjörs kom aðeins einn listi fram, þ. e. tillögur stjórnar L.R. og voru þessir menn því sjálfkjömir: Aðalstjórn: Þorvaldur Veigar Guð- mundsson, formaður, Kristinn Guðmunds- son, ritari, Eyjólfur Haraldsson, gjaldksri. Meðstjórn til 2ja ára: Magnús Karl Pétursson, Ólafur Þ. Jónsson, Ólafur Örn Arnarson. Til eins árs: Reynir Tómas Geirsson. Varamenn: Birgir Guðjónsson, Guðmundur H. Þórðarson, Tryggvi Ás- mundsson. Þá voru kosnir fulltrúar á aðalfund Læknafélags íslands og komu fram 2 list- ar, frá stjórn L.R. og frá Pétri Skarp- héðinssyni og fleirum. Þessir menn voru kjörnir: Lúðvík Ólafsson, Tómas Á. Jón- asson, Eyjólfur Haraldsson, Þorvaldur V. Guðmundsson, Snorri P. Snorrason, Sig- urður Guðmundsson, Sigurður Árnason, Ólafur G. Guðmundsson og Árni T. Ragn- arsson. Varamenn voru kosnir: Reynir T. Geirsson, Gestur Þorgeirsson, Sveinn Már Gunnarsson, Ólafur Örn Arnarson, Friðrik Ingvarsson, Stefán Þórarinsson, Anna B. Halldórsdóttir, Kristinn Guðmundsson og Stefán Erlendsson. í stjórn Styrktarsjóðs ekkna og munað- arlausra barna íslenzkra lækna var kjör- inn Lárus Helgason í stað Bergsveins Ól- afssonar, sem sagði af sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.