Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 67

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ 83 AÐALFUNDIR LÆKNAFÉLAGS Í^S REYKJAVÍKUR 1976 OG 1977 [P? Aðalfundur L.R. 1976 var haldinn 10. marz í Domus Medica. Efni fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf og kosning aðal- stjórnar, 3ja manna í meðstjórn og 3ja manna í varastjórn. í skýrslu formanns kom m. a. fram að 4 félagar höfðu látizt á starfsárinu: Bjarni Bjarnason þann 23.12. ’75, Halldór Hansen þann 18.5. ’75, Pétur H. J. Jakobsson þann 8.3. ’75 og Þórður Möller þann 2.8. ’75. Á árinu gengu 15 lasknar formlega í félagið. Tíðir fundir voru haldnir í stjórn og miðstjórn L.R. og haldnir sameiginlegir fundir L.R. og L.í. Almennir fræðslufundir voru 7 og fræðslufundir ætlaðir heimilis- læknum 4. Námskeið fyrir héraðslækna og almenna lækna var haldið í sept. ’75 og ráðstefna um heilbrigðismál á vegum L.R. í maí ’75. Verulegar tafir urðu á útgáfu Lækna- blaðsins á árinu og fjárhagsörðugleikar. Launanefndir L.R. og L.f. undirrituðu samninga fyrir hönd sjúkrahúslækna við borg og ríki þann 14.12. ’75 og voru þeir samningar fyrir tímabilið 1.7. ’76 til 30.6. ’78. Á árinu fékkst fram hækkun á fasta- gjaldi fyrir heimilislækna, hækkun á greiðslu fyrir kvöld- og næturvaktir og númeragjöld hækkuðu í Reykjavík. Fram fóru viðræður milli stjórna L.R. og L.í. annars vegar og stjórnar F.U.L. hins vegar, um stöðu félagsins innan læknasamtakanna, verksvið þess og fjár- hagsgrundvöll, en ekki varð komizt að endanlegri niðurstöðu. Læknafélag Reykjavíkur átti 9 fulltrúa á aðalfundi Læknafélags íslands í Reykja- vík í sept. ’75 og bar þar fram 2 tillögur til ályktunar, sem voru samþykktar. Var önnur tillagan áskorun til ríkisstjórnar og borgaryfirvalda um að hefja þegar bygg- ingu sjúkradeilda langlegusjúklinga við sjúkrahúsin i Reykjavík, en hin var áskor- un á heilbrigðisyfirvöld að hefja hið bráð- asta rekstur heilsugæzlustöðva á höfuð- borgarsvæðinu. Reikningar félagsins voru lagðir fram á fundinum og ræddir af Sigurði Sigurðs- syni, gjaldkera L.R., en síðan samþykktir. Bergsveinn Ólafsson flutti skýrslu Domus Medica, en þar kom fram að starfsemi hafði verið með líkum hætti og áður og ágóði nokkur. Lokið var byggingu félags- heimilis og ýmsum minni framkvæmdum. Einnig voru ræddir reikningar Domus Medica og reikningar Styrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna. Til stjórnarkjörs kom aðeins einn listi fram, þ. e. tillögur stjórnar L.R. og voru þessir menn því sjálfkjömir: Aðalstjórn: Þorvaldur Veigar Guð- mundsson, formaður, Kristinn Guðmunds- son, ritari, Eyjólfur Haraldsson, gjaldksri. Meðstjórn til 2ja ára: Magnús Karl Pétursson, Ólafur Þ. Jónsson, Ólafur Örn Arnarson. Til eins árs: Reynir Tómas Geirsson. Varamenn: Birgir Guðjónsson, Guðmundur H. Þórðarson, Tryggvi Ás- mundsson. Þá voru kosnir fulltrúar á aðalfund Læknafélags íslands og komu fram 2 list- ar, frá stjórn L.R. og frá Pétri Skarp- héðinssyni og fleirum. Þessir menn voru kjörnir: Lúðvík Ólafsson, Tómas Á. Jón- asson, Eyjólfur Haraldsson, Þorvaldur V. Guðmundsson, Snorri P. Snorrason, Sig- urður Guðmundsson, Sigurður Árnason, Ólafur G. Guðmundsson og Árni T. Ragn- arsson. Varamenn voru kosnir: Reynir T. Geirsson, Gestur Þorgeirsson, Sveinn Már Gunnarsson, Ólafur Örn Arnarson, Friðrik Ingvarsson, Stefán Þórarinsson, Anna B. Halldórsdóttir, Kristinn Guðmundsson og Stefán Erlendsson. í stjórn Styrktarsjóðs ekkna og munað- arlausra barna íslenzkra lækna var kjör- inn Lárus Helgason í stað Bergsveins Ól- afssonar, sem sagði af sér.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.