Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 52
74 LÆKNABLAÐIÐ skömmtum en litlum í hvert sinn, til að spara sjúklingunum fé. Þá er það og ljóst, að nokkur brögð geta verið að því, að sjúklingar noti lyf, sem gefin eru út á nöfn annarra. Það verður að telja næsta ólíklegt ann- að, en að allir læknar vilji stemma stigu við, að sjúklingar þeirra verði ofneytend- ur ávanalyfja. Lyfjakort sjúklinga1 2 eru vissulega eitt tiltækt ráð, en þá þyrfti að skylda þá, er nota lyf, sem ávanahætta stafar af, til að bera slíkt kort. Hvort þessi tilraun, sem hér hefur verið lýst, hefur borið einhvern árangur, mun væntanlega sjást, er unnið hefur verið úr gögnum, sem þegar liggja fyrir, þar sem sams konar athugun útgefinna lyf- seðla átti sér stað nokkru eftir að læknar höfðu fengið þær upplýsingar í hendur, sem hér er lýst. HEIMILDIR 1. Baldvinsson, K. Lyfjakort sjúklinga. Lœkna- blaðiÖ 57, 276. 1971. 2. Árnason, G. Upplýsingamiðlun i heilbrigðis- kerfinu. LceknablaðiÖ 61, 29. 197? Bréf heilbrigðisyíirvalda Hr. læknir. Með kerfisbundinni könnun, sem gerð var á lyfjaávísunum lækna, á helztu tegundir svefnlyfja og róandi lyfja I nóvember 1974, hefur fengizt gott yfirlit um ávísanir til ein- stakra aðila á lyfjum þessum, I þeim mánuði. Að sjálfsögðu er öllum læknum Ijóst, hver hætta er fyrir hendi á ofneyzlu þessara lyfja og hverjar afleiðingar hún getur haft. Það hefur þvi orðið að ráði af hálfu land- læknis og lyfjamáladeildar Heilbrigðisráðu- neytisins að setja ákveðin mörk við það, sem kallað er eðlilegur, mánaðarlegur há- marksskammtur fyrir hvern einstakling af þeim lyfjum, sem hér um ræðir. Til þess að kannanir sem þessar geti orð- ið að gagni, er nauðsynlegt að dreifa þeim upplýsingum, sem fengizt hafa, til heimilis- lækna viðkomandi, svo og til annarra lækna, er gefa hinum sama lyf af umræddu tagi. Með tilliti til þeirrar ávanahættu, sem lyfjunum fylgir, hlýtur að vera æskilegt, að einungis heimilislæknir og sérfræðingur, sem hefur sjúkling hans til tímabundinnar meðferðar, ávísi á lyf þessi, en sérstök hætta er á því, að ávanabundnir aðilar gangi milli lækna til að fá ávísanir á lyf þessi. Hinir eðlilegu, mánaðarlegu hámarks- skammtar eru sem hér segir: 1. Tablettae mebumalnatrii og tabl. mebally- mali, 60 töflur @100 mg = 6 g. 2. Tablettae diazepami (Valium, Stesolid) @ 10 mg, 100 stk. = 1 g. 3. Tablettae Mogadon (nitrazepam) @ 5 mg, 100 stk. = 500 mg. 4. Tablettae mebrobamati @ 400 mg, 100 töflur = 40 g. 5. Tablettae chlordiazepoxidi (Librium) @ 10 mg, 200 stk. = 2 g. 6. Caps. Nobrium @ 10 mg, 100 caps. — 1 g. Þess má geta, að á undanförnum árum hafa 10-12 einstaklingar látizt árlega vegna ofnotkunar lyfja þessara, svo og vegna sam■ verkandi áhrifa lyfjanna og áfengis, og sér- staklega ætti að vara þá, er lyf þessi hafa undir höndum, við notkun lyfjanna og áfeng■ is samtímis. Hér á eftir fylgja upplýsingar um sjúkl- inga yðar, er hafa fengið hærri skammta i mánuðinum en áður um ræðir, eða hafa fengið fleiri en tvær tegundir lyfjanna, svo og nöfn þeirra lækna, er hafa ávisað þeim. Borgarlæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.