Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 81 sér stöðu á þeirri stofnun, sem þeir helst æskja. Sumar stofnanir gera þá kröfu að um sækjendur komi til viðtals og verða út- lendingar sjálfir að bera kostnaðinn af þeirri ferð, að því undanskildu að reglu- gerð N.H.S. gerir ráð fyrir því, að menn geti fengið greiddan ferðakostnað innan Bretlands. Stöður eru að jafnaði auglýstar í fag- tímaritum, t. d. „British Medical Journal“ eða „The Lancet“. Að stöðu fenginni mega menn svo sækja um takmarkaða skrán- ingu til G.M.C. og gildir það lækninga- leyfi einungis fyrir viðkomandi stöðu. (Skráningargjald fyrstu 12 mánuðina er £20). Að lokum þarf svo að kaupa sér tryggingu hjá einhverri þeirra stofnana, sem það annast.a (Ársiðgjald £40). Það er litlum erfiðleikum háð fyrir Is- lendinga að flytjast til Bretlands með fjölskyldur sínar. Ef menn eru í starfi er að öllu jöfnu nægilegt að sækja um framlengingu á dvalarleyfi til „Home Office“ á ársfresti. Minniháttar byrjunar- vandamál við að komast inn í þjóðfélags kerfið, svo sem skattar, tryggingar o. fl. eru yfirleitt auðveld viðfangs. Varðandi fjárhagsafkomu og aðbúnað er að sjálfsögðu erfitt að alhæfa. Framfærslu- kostnaður er misjafn og er t. d. húsnæðis- kostnaður mismunandi eftir landshlutum. Hins vegar má fullyrða að breskir læknar eru hlutfallslega illa launaðir í samanburði við kollega í Norður- og Vestur-Evrópu. Mér þykir líklegt að margir Islendingar eigi erfitt með að sætta sig við lifnaðar- hætti og nægjusemi Breta, en þetta fer auðvitað eftir hverjum og einum. T.R.A.B.-PRÓFIÐ Eins og segir hér að framan hefur T.R.A.B.-prófið (Temporary Registration Assessment Board) verið í gildi frá 1. júní 1975. Skilyrði til próftöku voru enn hert nokkuð 1. janúar 1976 með því að umsókn um próftöku er nú ekki tekin gild, nema viðkomandi sendi gögn, sem sanni, að hann hafi lokið a. m. k. 12 mánaða kandidatsári eða sambærilegri reynslu. Prófið er að jafnaði haldið einu sinni í mánuði til skiptis í London, Edinborg og Glasgow. (Próftökugjald £38). Ferða- kostnað og uppihald verða menn að greiða sjálfir. Prófið þykir nokkuð erfitt ef dæma má af fallprósentunni, sem er 60-70%. Þessar tölur segja þó lítið þar eð bakgrunnur og undirbúningur manna er mjög misjafn og ættu ísl. læknar að standa tiltölulega vel að vígi. Prófið stendur í 2 daga og er skipt í skriflegan og munnlegan hluta. Fyrri dagurinn hefst á ,,Multiple Choice“ prófi. 60 spurningar á IY2 klst. Úrlausnum skilað á ,,computer“ kort. Prófinu svipar til E.C.F.M.G., að því undanskildu að 5 möguleikar eru fyrir hverja spurningu og allir, enginn, og allt þar á milli, geta verið réttir. Ef eitthvert svaranna við spurningunni er rangt er dreg- ið frá eitt stig. Fyrir rétt svar er gefið eitt stig. Núll fyrir þær spurningar, sem ekki er svarað. Það, sem einna helst ber að varast í þessu prófi eru ágiskanir, nema menn séu allvissir í sinni sök. Efni spurninganna er yfirleitt almenns eðlis og vel viðráðan],egt. Próf númer tvö er lesið upp af segul- bandi og er ætlað að prófa skilning manna á talaðri ensku. Það inniheldur 80 spurn- ingar á 30 mínútum og virðist all erfitt þeim, er búa yfir lélegri enskukunnáttu. Úrlausnum þessa prófs er einnig skilað á „computer“ kortum. Þriðja prófið hefst síðan eftir hádegi fyrri daginn og stendur í IV2 klst. Því er ætlað að prófa faglega þekkingu. Oftast eru gefin 8 klínísk tilfelli og þarf að skrifa um 5 þeirra. Hverju tilfelli fylgja að jafn- aði 2-3 spurningar og er þeim svarað í stuttum ritgerðum. Aðalatriðið í þessu prófi virðist vera að menn séu stuttorðir og gagnorðir og fari ekki út fyrir efnið. Fjórða og síðasta prófið fyrri daginn stendur í eina klst. og er aðallega ætlað að prófa skilning manna á skrifaðri ensku cg færni í að skrifa ensku, oftast í faglegu sambandi. Venjulega eru gefnar ákveðnar upplýsingar um sjúkratilfelli og menn beðnir að skila skriflegu mati, gera grein fyrir nauðsynlegum rannsóknum, skrifa „consultations“-beiðnir og skrifa lækna- bréf. í þessu prófi kemur það einnig fyrir að menn eru beðnir að skrifa orðaskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.