Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1977, Síða 7

Læknablaðið - 01.08.1977, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 127 Sigurður Björnsson og Þórarinn Stefánsson ÞÖGLÍR GALLSTEINAR FORSPJALL Meðferð þögulla eða einkennalausra gall- steina Oiefur löngum verið ágreiningsefni. Enn eru skoðanir skiptar og segja má, að ekki finnist neitt fullnægjandi svar, sem á við alla sjúklinga af þessu tagi. Meðal á- stæðna fyrir þessum ágreiningi er s'kortur á vitneskju um eðlilegan sjúkdómsgang þögulla gallsteina („the natural history of the silent gallstone"), þótt fáeinar athug- anir hafi verið gerðar í því efni til þessa.:i 8 !> 33 Ef til vill kann ný aðferð seinni ára að breyta viðhorfum í þessu efni, þar sem komið hefur í ljós, að viss gallsölt, þ.e. chenodeoxycholicacid, leysa upp gallsteina, séu þau gefin til inntöku í nógu langan tíma. 10 30 31 Aðferð þessi er þó enn á til- raunastigi og er e.t.v. ekki alveg hættulaus og því óvíst, hvort hún leysir eldri aðferðir af hólmi. Verður þetta ekki gert að frekara umræðuefni að sinni, en bent á, að svo langt sé enn í land með þessa nýju aðferð, að hún hafi ekki úrslitaþýðingu um með- ferð þögulla gallsteina á næstu áratugum. Tilgangur þessarar greinar er að skýra frá eigin könnun höfunda á afdrifum sjúk- linga með þögla gallsteina á 3 ára tímabili, þ.e. frá 1960 til 1962 á Cleveland Clinic Foundation í Ohio, Bandaríkjunum, sem fylgt var eftir í allt að 10 ár. Raktar verða helztu niðurstöður og síðan fjallað um nið- urstöður annarra. Að endingu verður drep- ið á viss atriði mikilvæg við ákvörðun með- ferðar. EFNIVIÐUR Athugunin var byggð á sjúkraskýrslum og spurningalistum, sem sendir voru til viðkomandi sjúklinga eða lækna þeirra og var þess vegna „retrospectiv". Greiningin á gallsteinum var byggð á röntgenmyndum af gallblöðru. 965 sjúklingar með gallsteina fundust á þessu 3 ára tímabili og voru sjúkraskýrsl- ur þessara sjúklinga allra kannaðar ræki- lega. 155 sjúklingar eða 16% höfðu þögla steina, þ.e. engin einkenni um gallsteina eða aðra meltingarkvilla. Allir þessir síð- astnefndu sjúklingar höfðu vel starfhæfa gallblöðru skv. röntgenmynd og nær und- antekningarlaust voru þeir allir skoðaðir og metnir af lyflæknum, meltingarfræð- ingum og skurðlæknum varðandi gall- steinaeinkenni, af þeim taldir einkenna- lausir og því ekki ráðlögð aðgerð. Hin síðastnefnda íhaldsstefna var um þessar mundir almennt ríkjandi á Cleveland Clinic varðandi meðferð þögulla gallsteina. Aldur — og kyndreifing sjúklinganna kernur fram á töflu I. TABLE I. The age and sex distribution of 155 patients with silent gallstones. Age Men Women 11—60 41 51 61 years 23 40 61 + 23 40 Upplýsingar og eftirmeðferð (follow up) fengust frá 127 sjúklingum alls, eða rúm- lega 80%, 56 karlmönnum (af 64) og 71 konu (af 91), langflestum frá 8—10 árum síðar, þ.e. eftir greiningu. Til þess að átta sig betur á einkennum þeim, er sumir þess- ara sjúklinga fengu á tímabilinu, þótti hagkvæmt að skipta einkennum í 3 flokka, sem nú skal lýst nánar: Flokkur I.: Einkenni dæmigerð um gall- steina, þ.e. colicverkur, gula, hiti. Flokkur II.: Einkenni ekki dæmigerð um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.