Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 15

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 131 þar til á gamals aldri og fylgikvillar hafa komið fram.!' Á móti aukinni áhættu vegur sú staðreynd, að sé aðgerð dregin, kunni aðgerðar aldrei að verða þörf.9 Aðrir greina frá um 1,1% allsherjar dánartölu við gall- blöðruaðgerð.35 Hjá sjúklingum yfir 60 ára aldri með steina í aðalgallgangi (chole- dochus), var aðgerðardánartala um 5,5% samanborið við 0,3% dánartölu sjúklinga undir 60 ára aldri, sem undirgengust val- aðgerð án fylgikvilla.33 Enn aðrir ihöfundar greina aðeins frá einu dauðsfalli vegna kransæðasjúkdóms eftir valaðgerð meðal 134 sjúklinga með þögla steina.8 í rannsókn frá Norðurlöndum urðu engin aðgerðar- dauðsföll meðal 95 sjúklinga, sem undir- gengust aðgerð vegna þögulla gallsteina og gallsteina með væg, en dæmigerð ein- kenni.20 í síðastnefndri rannsókn reyndist aðgerðardánartala a.m.k. 2,7% og mikið aukin tíðni dauðsfalla kom fram með hækkandi aldri eða allt að 7,2% meðal sjúklinga yfir 60 ára aldri.20 Líftryggingarfélagið „The Metropolitan Life Insurance Company" telur meðalár- legan dauða af gallblöðrusjúkdómum 3,8 á hverja 100.000 hvíta menn og konur á aldr- inum 35—-74 ára á tímabilinu 1960—1962.23 Dauðsföll við gallblöðrutöku aukast með hækkandi aldri, einkum eftir 65 ára aldur- inn, og fylgikvillar svo s.em bráð gall- blöðrubólga, briskirtilbólga og gula orsak- ar margfalda áhættu jafnvel í höndum beztu skurðlækna.23 í okkar rannsókn kom fram að aðeins einn sjúklingur af 127 dó af völdum gall- blöðruaðgerðar eða 0,7%. Þessi sjúklingur var 72 ára karlmaður, undirgekkst gall- blöðruaðgerð vegna bráðrar gallblöðru- bólgu og lézt á 3. degi eftir aðgerðina af aðgerðarfylgikvilla. Á sama tímabili dóu aðrir 26 sjúklingar, sem fengu ekki ein- kenni frá sínum þöglu gallsteinum og lét- ust af óskyldum orsökum öðrum en gall- blöðrusj úkdómi. Mcðferð Nú verður drepið á hinar mismunandi skoðanir varðandi meðferð á þöglum gall- steinum. Þrátt fyrir þá staðreynd, að rúmlega 50% af sjúklingum með þögla gallsteina fá aldrei einkenni og þrátt fyrir mjög lága dánartölu þeirra, sem fá einkenni og gang- ast undir aðgerð eftir það, telja margir, að skera eigi alla með slíka steina. Fjöl- margir, einkum skurðlæknar, svo sem Col- cock, Dawson, Glenn, Lund og Wenkert mæla allir með valaðgerð snemma við þöglum gallsteinum til að fyrirbyggja framtíðarkrankleika (morbiditas) og bera við lágri dánartölu við slíka valaðgerð.8 11 14 15 20 35 pessir höfundar halda því fram, að fyrirbyggjandi aðgerðir hafi í för með sér lægri dánartölu en íhaldsmeðferð. Com- fort og Wilson mæla með valaðgerð.9 Hin- ir siðastnefndu telja áhættuna við valað- gerð a.m.k. 0,5% samanborið við 3%, ef aðgerðin er gerð eftir að fylgikvillar gera vart við sig eða ellihrumleiki er kominn í spilið, en gegn þessari áhættu kemur á vogarskálina sá möguleiki, að sé valaðgerð frestað, kunni aðgerð aldrei að verða þörf, þ.e. í rúmlega helming sjúklinga.9 Elmslie telur, að ekki sé unnt að beita almennri reglu gagnvart öllum gömlum sjúklingum með þögla gallsteina, sem eru að öðru leyti sæmilega hraustir.12 Sami höfundur veltir því fyrir sér, að ef ætti að skera alla slíka sjúklinga, ættu áhangendur þess að láta fara fram árlega gallmyndatö'ku hjá öllu öldruðu fólki í leit að gallsteinum.12 Krabbamein og gallsteinar Krabbamein í gallblöðru hefur verið tekið sem gild ástæða til fyrirbyggj andi gallblöðrutöku úr sjúklingum með gall- steina. Tíðni krabbameins í gallblöðru hjá sjúklingum með gallsteina Ihefur ver- ið talin um 1%.13 32 Aðrir telja, að fyr- ir aldurs'hópinn 40—49 ára séu líkurn- ar á gallblöðrukrabbameini hjá sjúk- lingum með gallsteina um 1,4% og áhætt- an við valaðgerð í sama aldurshópi sé minni en 1%.21 í hærri aldursflokki eykst hins vegar aðgerðaráhættan um leið og líkurnar á krabbameini réna.21 Af þessu virðist, að líkurnar á gallblöðrukrabba- meini séu svo litlar, að þær réttlæti ekki einar sér valaðgerð fyrir alla aldursflokka. Á hinn bóginn ýtir sú áhætta ásamt öðrum undir valaðgerð í aldursflokknum 40—49 ára.710 21 í okkar hópi hafði enginn sjúklingur gall- blöðrukrabbamein. Ralston og Smith telja, að fjarlægja ætti gallblöðru með þögla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.