Læknablaðið - 01.08.1977, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ
141
dvöl á spítalanum og fluttur aftur á þann
spítala, sem 'hann kom frá, en þar lést
hann 14 dögum síðar vegna infarctus
myocardii cum arteriosclerosis arteriae
coronariae cordis.
Aðaldánarmein sjúklinganna sem létust á
athugunartímaþilinu voru: hjartasjúkdóm-
ar 7, illkynja æxli 5, eitranir 3, drukknun
2, sjálfsmorð 2, annað 7.
Þeir sem létust úr eitrunum, höfðu tekið
barbiturlyf og önnur efni í viðbót við á-
fengi, og þeir, sem drukknuðu voru senni-
lega báðir undir áhrifum áfengis. Önnur
dánarmein, sem sennilega má rekja til á-
fengisneyslunnar eru: haemorraghia sub-
duralis eftir áverka; pancretitis acuta; em-
bolia pulmonalis et alcholismus acutus;
bronchopneumonia cum steatosis hepatis,
dilatio et hypertrophia cordis cum steatos-
is hepatis m. gr. Þannig má rekja dánar-
orsök 11 sjúklinga beint eða óbeint til
áfengisneyslu.
Þeir sem dóu vegna illkynja æxla höfðu
canser ventriculi (2), cancer pulmonis (2)
og adenocarcinoma hepatis (1).
Gerður hefur verið samanburður á þeim
árafjölda, sem hver einstakur sjúklingur
hefur lifað eftir að hafa fengið delirium
tremens. og árafjölda, sem hann heíði átt
að lifa samkvæmt íslenskum eftirlifenda-
töflum með aðferð Larsons og Sjögrens.
Samkvæmt þessum útreikningum hefðu
sjúklingarnir átt að lifa í 998 ár samtals,
en lifðu. raunverulega í 550 ár. Lífslíkur
þeirra eru því ekki nema 55% af lífslíkum
íslenskra karla á sama aldri á þessu 25 ára
tímabili.
Tafla 7 sýnir að dánartala þeirra, sem
fengið hafa delirium tremens er þrisvar
sinnum hærri heldur en dánartala ís-
lenskra karla á sama aldri.
Loks hefur verið athugað til samanburð-
ar við erlendar rannsóknir hve margir lét-
ust á fyrstu fimm árunum eftir að þeir
voru lagðir inn á Kleppsspítala. Af þeim
61 sjúklingi, sem komu í fyrsta sinn vegna
delirium tremens á árunum 1950—1969
dóu 10, eða 16.4% innan fimm ára.
UMRÆÐA
Við öflun gagna hefur að líkindum tek-
ist að fá nokkuð öruggar upplýsingar um
tíðni delirium tremens á íslandi sérstak-
TAFLA 7
Fjöldi látinna og fjöldi lifandi sjúklinga í
lok athugunartímabilsins borinn saman
við það sem vera ætti skv. íslenskum
dánartölum 1950-74.
Skv. rannsókninni Skv. líkum
Dánir 25 8,2
Lifandi 55 71,8
Samtals: 80 80
chi square = 38.14
df. = 1
p < 0.001
lega á árabilinu 1960 til 1974, Fyrir 1960
hafa sennilega einstöku delirium tremens
sjúklingar verið meðhöndlaðir á öðrum
sjúkrastofnunum en Kleppsspítalanum, en
varla svo margir að no'kkru muni þegar
áætla skal nýgengi sjúkdómsins, miðað við
reynsluna 1960—1969. Á árabilinu 1960—
1969 eru tiltölulega fá tilfelli skráð ein-
göngu frá öðrum stofnunum en Klepps-
spítalanum. En eftir 1970 fjölgar þeim
sjúklingum, sem eru meðhöndlaðir vegna
delirium tremens á öðrum spítölum. Skýr-
ingim á þessu er sennilega tvíþætt. Annars
vegar aukin þekking á. hvernig skuli fara
með sjúklinga með delirium tremens, og
hins vegar auknir möguleikar á geðlæknis-
þjónustu við hina almennu spítala og til-
koma geðdeildar Borgarspítalans í Reykja-
vík.
Fram til 1963 hefur árlegur fjöldi inn-
lagðra áfengissjúklinga verið lítill og far-
ið hægt vaxandi. Aðeins örfáar konur
komu til meðferðar á Kleppsspítalann á
þessum árum, sérstaklega framan af. Áber-
andi breyting á sér stað árin 1963 og 1964
og mun Skýringin aðallega vera fólgin í
því, að á árinu 1963 yfirtók Kleppsspítal-
inn hjúkrunarheimili fyrir drykkjusjúk-
linga, sem áður hafði verið rekið é vegum
Bláa bandsins í Reykjavík. í þessu sam-
bandi má benda á, að árið 1953 voru inn-
lagnir áfengissjúklinga á Kleppsspítalann
aðeins 28 af 114 innlögnum alls. Árið 1955,
þegar vistheimilið Akurhóll tók til starfa
fyrir áfengissjúklinga, urðu innlagnir
vegna drykkjusýki helmingur allra inn-
lagna á spítalann, eða 82 af 160 alls. Árið
1963 voru 147 áfengissjúklingar af 381
innlögn alls, eða 38,5%, en 1974 voru 399