Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 141 dvöl á spítalanum og fluttur aftur á þann spítala, sem 'hann kom frá, en þar lést hann 14 dögum síðar vegna infarctus myocardii cum arteriosclerosis arteriae coronariae cordis. Aðaldánarmein sjúklinganna sem létust á athugunartímaþilinu voru: hjartasjúkdóm- ar 7, illkynja æxli 5, eitranir 3, drukknun 2, sjálfsmorð 2, annað 7. Þeir sem létust úr eitrunum, höfðu tekið barbiturlyf og önnur efni í viðbót við á- fengi, og þeir, sem drukknuðu voru senni- lega báðir undir áhrifum áfengis. Önnur dánarmein, sem sennilega má rekja til á- fengisneyslunnar eru: haemorraghia sub- duralis eftir áverka; pancretitis acuta; em- bolia pulmonalis et alcholismus acutus; bronchopneumonia cum steatosis hepatis, dilatio et hypertrophia cordis cum steatos- is hepatis m. gr. Þannig má rekja dánar- orsök 11 sjúklinga beint eða óbeint til áfengisneyslu. Þeir sem dóu vegna illkynja æxla höfðu canser ventriculi (2), cancer pulmonis (2) og adenocarcinoma hepatis (1). Gerður hefur verið samanburður á þeim árafjölda, sem hver einstakur sjúklingur hefur lifað eftir að hafa fengið delirium tremens. og árafjölda, sem hann heíði átt að lifa samkvæmt íslenskum eftirlifenda- töflum með aðferð Larsons og Sjögrens. Samkvæmt þessum útreikningum hefðu sjúklingarnir átt að lifa í 998 ár samtals, en lifðu. raunverulega í 550 ár. Lífslíkur þeirra eru því ekki nema 55% af lífslíkum íslenskra karla á sama aldri á þessu 25 ára tímabili. Tafla 7 sýnir að dánartala þeirra, sem fengið hafa delirium tremens er þrisvar sinnum hærri heldur en dánartala ís- lenskra karla á sama aldri. Loks hefur verið athugað til samanburð- ar við erlendar rannsóknir hve margir lét- ust á fyrstu fimm árunum eftir að þeir voru lagðir inn á Kleppsspítala. Af þeim 61 sjúklingi, sem komu í fyrsta sinn vegna delirium tremens á árunum 1950—1969 dóu 10, eða 16.4% innan fimm ára. UMRÆÐA Við öflun gagna hefur að líkindum tek- ist að fá nokkuð öruggar upplýsingar um tíðni delirium tremens á íslandi sérstak- TAFLA 7 Fjöldi látinna og fjöldi lifandi sjúklinga í lok athugunartímabilsins borinn saman við það sem vera ætti skv. íslenskum dánartölum 1950-74. Skv. rannsókninni Skv. líkum Dánir 25 8,2 Lifandi 55 71,8 Samtals: 80 80 chi square = 38.14 df. = 1 p < 0.001 lega á árabilinu 1960 til 1974, Fyrir 1960 hafa sennilega einstöku delirium tremens sjúklingar verið meðhöndlaðir á öðrum sjúkrastofnunum en Kleppsspítalanum, en varla svo margir að no'kkru muni þegar áætla skal nýgengi sjúkdómsins, miðað við reynsluna 1960—1969. Á árabilinu 1960— 1969 eru tiltölulega fá tilfelli skráð ein- göngu frá öðrum stofnunum en Klepps- spítalanum. En eftir 1970 fjölgar þeim sjúklingum, sem eru meðhöndlaðir vegna delirium tremens á öðrum spítölum. Skýr- ingim á þessu er sennilega tvíþætt. Annars vegar aukin þekking á. hvernig skuli fara með sjúklinga með delirium tremens, og hins vegar auknir möguleikar á geðlæknis- þjónustu við hina almennu spítala og til- koma geðdeildar Borgarspítalans í Reykja- vík. Fram til 1963 hefur árlegur fjöldi inn- lagðra áfengissjúklinga verið lítill og far- ið hægt vaxandi. Aðeins örfáar konur komu til meðferðar á Kleppsspítalann á þessum árum, sérstaklega framan af. Áber- andi breyting á sér stað árin 1963 og 1964 og mun Skýringin aðallega vera fólgin í því, að á árinu 1963 yfirtók Kleppsspítal- inn hjúkrunarheimili fyrir drykkjusjúk- linga, sem áður hafði verið rekið é vegum Bláa bandsins í Reykjavík. í þessu sam- bandi má benda á, að árið 1953 voru inn- lagnir áfengissjúklinga á Kleppsspítalann aðeins 28 af 114 innlögnum alls. Árið 1955, þegar vistheimilið Akurhóll tók til starfa fyrir áfengissjúklinga, urðu innlagnir vegna drykkjusýki helmingur allra inn- lagna á spítalann, eða 82 af 160 alls. Árið 1963 voru 147 áfengissjúklingar af 381 innlögn alls, eða 38,5%, en 1974 voru 399
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.