Læknablaðið - 01.08.1977, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ
143
áfengisneysla á mann á ári minni á íslandi
en á nok'kru hinna Norðurlandanna og
raunar minni heldur en í nokkru öðru
Evrópulandi.2 í Danmörku er hins vegar
mest áfengisneysla á Norðurlöndum og þá
í Svíþjóð.
í rannsókn Achté og samverkamanna
hans1 virðist hlutfallið á milli delirium
tremens og hallucinosis alcoholica vera
svipað og meðal þeirra sjúklinga, sem lagst
hafa inn á Kleppsspítalann vegna þessara
sjúkdóma. Hins vegar eru hlutfallslega
fleiri í rannsókn Salums,14 sem eru með
sjúkdómsgreininguna hallucinosis alcohol-
ica. í þeirri rannsókn eru einnig ihlutfalls-
lega margir með delirium tremens incipi-
ens, eða 2 sjúklingar á móti hverjum 3 með
delirium tremens. I rannsókn Nielsens12 í
Danmörku voru álíka margir sjúklingar,
sem fengu sjúkdómsgreininguna delirium
tremens incipiens og fengu greininguna
delirium tremens. Hér hafa aftur á móti
tiltölulega fáir sjúklingar fengið greining-
una delirium tremens incipiens. Væru þess-
ar tvær sjúkdómsgreiningar lagðar saman
hefðu danir liklega „vinninginn“.
Ámark17 fann, að 5% drykkjusjúklinga
fengu delirium tremens. Bratfos,11 sem
fylgdi drykkjusjúklingum, sem voru lagð-
ir inn á ýmsar stofnanir í Noregi, eftir í
10 ár, komst að svipaðri niðurstöðu. Hins
vegar eru delirium tremens sjúklingar, sem
lagðir eru inn á geðsjúkrahús í Finnlandi1
og Noregi15 miklu fleiri í hlutfalli við
fjölda innlagðra drykkjusjúklinga. I Sví-
þjóð7 er hins vegar hlutfallið á milli deliri-
um tremens sjúklinga og annarra áfengis-
sjúklinga 8—17%. Svarar það nokkuð vel
til þess hlutfalls, sem hér hefur fundist og
virðist kannski standa í sambandi við, að á
íslandi og í Svíþjóð er hlutur drykkju-
sjúklinga í heildarfjölda innlagninga á geð-
deildir og geðspítala meiri en í hinum
löndunum.
Aldursdreifing delirium tremens sjúk-
linga hér virðist vera svipuð og Salum14 og
Nielsen12 fundu, en þó ívið fleiri undir fer-
tugu. U.þ.b. helmingur sjúklinga hér hefur
neytt áfengis í óhófi í meira en 20 ár þegar
þeir fá delirium tremens. Nielsen12 fann
hlutfallslega fleiri, sem fengu delirium tre-
mens innan 20 ára óhóflegrar áfengisneyslu
og Salum14 fann, að 85% sjúklinga höfðu
neytt áfengis óhóflega í minna en 20 ár.
Hann fann hins vegar, að rúmlega helm-
ingur sjúklinganna hafði drukkið samfleytt
í meira en 2 mánuði þegar óráðið braust
út.
Tíminn frá því sjúklingarnir hættu
drykkju og þangað til óráðið braust út var
hér allt upp í 7 daga, en oftast 2—3 dagar.
I rannsóknum þeirra Salums14 og Nielsens12
braust óráðið oftast út innan fjögurra daga
og stóð að meðaltali í 2.9 og 3.7 daga, sam-
anborðið við 2.2 daga hér hjá okkur.
Dánartala ómeðhöndlaðra delirium trem-
ens sjúklinga er mjög há, en með viðeig-
andi meðferð til þess að stöðva óráðið hef-
ur tekist að lækka hana verulega. Á síðasta
aldarfjórðungi dóu 2 af 80 körlum í óráð-
inu á Kleppsspítala. Er það svipað og t.d.
í Finnlandi, þar sem 2% sjúklinga með
psychosis alcoholica dóu. Svipaða sögu er
einnig að segja frá Svíþjóð,14 þar sem 2.6%
sjúklinga með delirium tremens dóu í óráð-
inu. Þó að dánartala hafi þannig lækkað
mjög með fullnægjandi meðferð á hinu
bráða sjúkdómsástandi, virðast langtíma-
horfur sjúklinga, sem fengið hafa delirium
tremens hins vegar lítið 'hafa batnað. Þetta
kemur m.a. fram hjá Achté og samverka-
mönnum hans.1 Þeir fundu, að í Finnlandi
dóu 20% þeirra sjúklinga, sem fengu psy-
chosis alcoholica, annað hvort í sjúkrahúsi,
eða á fyrstu 5 árunum eftir innlögninia, en
1960 dóu 23% á fyrstu 5 árunum eftir að
þeir fengu psyehosis alcoholica.
í Stokkhólmi fann Salum,14 að 27% sjúk-
linga dóu á fyrstu 5 árunum eftir óráðið.
Hér dóu hins vegar rúmlega 16% sjúk-
linga, sem voru innlagðir á Kleppsspítal-
ann 1950 til 1969 á fyrstu 5 árunum eftir
óráðið. Lífslíkur karla, sem fengið hafa
delirium tremens hér á landi virðast ekki
hafa aukist frá því sem var. í þeirri rann-
sókn, sem hér hefur verið greint frá eru
þær aðeins 55% af lífslíkum jafnaldra
karla almennt. Áður hefur verið fundið,
að lífslíkur þeirra, sem höfðu fengið ýmsa
andlega eða líkamlega fylgikvilla drykkju-
sýki, væru tæplega 65%.4 í rannsókn
Salum14 létust fjórum sinnum fleiri sjúk-
lingar á fyrstu 10 árunum eftir óráðið
heldur en búast mátti við skv. sænskum
dánartölum. Úr hópi íslenskra karla, sem
fengið hafa delirium tremens á síðasta ald-