Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 31

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 143 áfengisneysla á mann á ári minni á íslandi en á nok'kru hinna Norðurlandanna og raunar minni heldur en í nokkru öðru Evrópulandi.2 í Danmörku er hins vegar mest áfengisneysla á Norðurlöndum og þá í Svíþjóð. í rannsókn Achté og samverkamanna hans1 virðist hlutfallið á milli delirium tremens og hallucinosis alcoholica vera svipað og meðal þeirra sjúklinga, sem lagst hafa inn á Kleppsspítalann vegna þessara sjúkdóma. Hins vegar eru hlutfallslega fleiri í rannsókn Salums,14 sem eru með sjúkdómsgreininguna hallucinosis alcohol- ica. í þeirri rannsókn eru einnig ihlutfalls- lega margir með delirium tremens incipi- ens, eða 2 sjúklingar á móti hverjum 3 með delirium tremens. I rannsókn Nielsens12 í Danmörku voru álíka margir sjúklingar, sem fengu sjúkdómsgreininguna delirium tremens incipiens og fengu greininguna delirium tremens. Hér hafa aftur á móti tiltölulega fáir sjúklingar fengið greining- una delirium tremens incipiens. Væru þess- ar tvær sjúkdómsgreiningar lagðar saman hefðu danir liklega „vinninginn“. Ámark17 fann, að 5% drykkjusjúklinga fengu delirium tremens. Bratfos,11 sem fylgdi drykkjusjúklingum, sem voru lagð- ir inn á ýmsar stofnanir í Noregi, eftir í 10 ár, komst að svipaðri niðurstöðu. Hins vegar eru delirium tremens sjúklingar, sem lagðir eru inn á geðsjúkrahús í Finnlandi1 og Noregi15 miklu fleiri í hlutfalli við fjölda innlagðra drykkjusjúklinga. I Sví- þjóð7 er hins vegar hlutfallið á milli deliri- um tremens sjúklinga og annarra áfengis- sjúklinga 8—17%. Svarar það nokkuð vel til þess hlutfalls, sem hér hefur fundist og virðist kannski standa í sambandi við, að á íslandi og í Svíþjóð er hlutur drykkju- sjúklinga í heildarfjölda innlagninga á geð- deildir og geðspítala meiri en í hinum löndunum. Aldursdreifing delirium tremens sjúk- linga hér virðist vera svipuð og Salum14 og Nielsen12 fundu, en þó ívið fleiri undir fer- tugu. U.þ.b. helmingur sjúklinga hér hefur neytt áfengis í óhófi í meira en 20 ár þegar þeir fá delirium tremens. Nielsen12 fann hlutfallslega fleiri, sem fengu delirium tre- mens innan 20 ára óhóflegrar áfengisneyslu og Salum14 fann, að 85% sjúklinga höfðu neytt áfengis óhóflega í minna en 20 ár. Hann fann hins vegar, að rúmlega helm- ingur sjúklinganna hafði drukkið samfleytt í meira en 2 mánuði þegar óráðið braust út. Tíminn frá því sjúklingarnir hættu drykkju og þangað til óráðið braust út var hér allt upp í 7 daga, en oftast 2—3 dagar. I rannsóknum þeirra Salums14 og Nielsens12 braust óráðið oftast út innan fjögurra daga og stóð að meðaltali í 2.9 og 3.7 daga, sam- anborðið við 2.2 daga hér hjá okkur. Dánartala ómeðhöndlaðra delirium trem- ens sjúklinga er mjög há, en með viðeig- andi meðferð til þess að stöðva óráðið hef- ur tekist að lækka hana verulega. Á síðasta aldarfjórðungi dóu 2 af 80 körlum í óráð- inu á Kleppsspítala. Er það svipað og t.d. í Finnlandi, þar sem 2% sjúklinga með psychosis alcoholica dóu. Svipaða sögu er einnig að segja frá Svíþjóð,14 þar sem 2.6% sjúklinga með delirium tremens dóu í óráð- inu. Þó að dánartala hafi þannig lækkað mjög með fullnægjandi meðferð á hinu bráða sjúkdómsástandi, virðast langtíma- horfur sjúklinga, sem fengið hafa delirium tremens hins vegar lítið 'hafa batnað. Þetta kemur m.a. fram hjá Achté og samverka- mönnum hans.1 Þeir fundu, að í Finnlandi dóu 20% þeirra sjúklinga, sem fengu psy- chosis alcoholica, annað hvort í sjúkrahúsi, eða á fyrstu 5 árunum eftir innlögninia, en 1960 dóu 23% á fyrstu 5 árunum eftir að þeir fengu psyehosis alcoholica. í Stokkhólmi fann Salum,14 að 27% sjúk- linga dóu á fyrstu 5 árunum eftir óráðið. Hér dóu hins vegar rúmlega 16% sjúk- linga, sem voru innlagðir á Kleppsspítal- ann 1950 til 1969 á fyrstu 5 árunum eftir óráðið. Lífslíkur karla, sem fengið hafa delirium tremens hér á landi virðast ekki hafa aukist frá því sem var. í þeirri rann- sókn, sem hér hefur verið greint frá eru þær aðeins 55% af lífslíkum jafnaldra karla almennt. Áður hefur verið fundið, að lífslíkur þeirra, sem höfðu fengið ýmsa andlega eða líkamlega fylgikvilla drykkju- sýki, væru tæplega 65%.4 í rannsókn Salum14 létust fjórum sinnum fleiri sjúk- lingar á fyrstu 10 árunum eftir óráðið heldur en búast mátti við skv. sænskum dánartölum. Úr hópi íslenskra karla, sem fengið hafa delirium tremens á síðasta ald-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.