Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 34

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 34
146 LÆKNABLAÐIÐ voru barkaþræddir (intuberaðir) þar af fengu 35 succinyloholin og 2 pancuronium til að auðvelda barkaþræðingu. Ellefu var gefið pencuronium eftir barkaþræðingu. Þrjátíu önduðu af sjálfsdáðum, með nokk- urri en reglulegri aðstoð. Öndun 20 sjúk- linga var stjórnað með öndunarvél eða hendi. Ringer’s Laktate lausn og blóð var gefið eftir þörfum. Athugað var hversu fljótt sjúklingarnir vöknuðu eftir aðgerð, hvort þeir hefðu skjálfta, ógleði, uppköst eða höfuðverk. Árangur Svæfing var fullnægjandi hjá öllum sjúklingunum. Þeir 5, sem svæfðir voru með enfluran (-j-N20/02 ) eingöngu, þoldu lyfið vel og varð ekki vart hósta eða radd- bandakrampa (laryngospasm). Þéttni var aukin jafnt og þétt upp í 3’—4% og sjúk- lingarnir barkaþræddir 6—9 mínútum frá upphafi svæfingar, 3 ám succinylcholins. Hámark byrjunarskammts þeirra, sem fengið höfðu thiopental eða ketamín var breytilegt frá 1-—4%, þó flestir þyrftu 2—3%. Viðhaldsskammtur var svo eðlilega ákveðinn eftir dýpt svæfingar og var oft- ast 1—2%. Enginn sjúklinganna sýndi merki um krampa af neinu tagi. Nokkurt blóðþrýstingsfall varð á fyrstu 10 mínútum svæfingar í 4 tilvikum sem hér segir: 1) Efri mörk blóðþrýstings lækk- uðu úr 140 mm Hg í 105. 2) 110 í 80. 3) 130 í 100 og 4) 150 í 120 mm Hg. Við minnkaða enflurangjöf, aukinn vökva og/ eða upphaf aðgerðar hækkaði blóðþrýsting- urinn fljótlega. Púlshraði hélst mjög stöð- ugur hjá nær öllum sjúklingunum. Hjart- sláttaróreglu fengu 2. Þrem var gefið adrenalín í slímhúð (nef, munn) án þess að hjartsláttaróreglu yrði vart. Enfluran hafði letjandi áhrif á öndun. Öndunarhraði jókst nokkuð, öndunarrúm- mál minnkaði, svo og mínútu rúmmál. Ekki bar á aukinni munnvatnsmyndun. Vöðvaafslöppun þeirra 39, sem ekki var gefið vöðvaafslappandi lyf eftir barka- þræðingu var nægileg í öllum aðgerðum. Líkamshiti lækkaði smávægilega hjá öll- um, mest 1,2°C. Áberandi var hversu sjúklingamir vökn- uðu fljótt eftir svæfingu. Fjörutíu og einn taldist vaknaður innan 10 mínútna frá lokum svæfingar, fimm milli 10 og 15 mín- útna, tveir eftir 15—20 mínútur og tveir þurftu 25—30 mínútur til að vakna, en báðir höfðu fengið ketamín. Fimm höfðu skjálfta eftir aðgerð, fimm kvörtuðu um ógleði, einn kastaði upp. UMRÆÐA Rannsóknir benda til að enfluran stand- ist þær kröfur, sem gera verður til svæf- ingarlyfs4 12 (tafla 1). TABLE 1 Enflurane compared with criteria for an ideal anesthetic agent Criteria Enflurane 1. Nonflammable 2. Chemically stable 3. Potent -þ 4. Allows adequate oxygenation -f- 5. Gives wide margin; between anesfhesia and cardiac arrest -j- 6. Signs of anesthesia guide depth -f- 7. Smooth, rapid induction and recovery - (- 8. No cardiac irritability ± 9. Provides good muscular relaxation + 10. Provides adequate analgesia ± 11. Minimal disturbance of vital function ± 12. Compatible with other drugs in anesthesia ± Það, sem hinsvegar hefur valdið mönn- um mestum heilabrotum, eru hin örvandi áhrif lyfsins á miðtaugakerfi. í djúpri en- fluran svæfingu koma fram verulegar breytingar á heilariti (mynd 2), og jafn- framt hafa komið fram merki um ertingu á heilaberki (kippir í neðri kjálka, hálsi eða útlimum) hjá örfáum sjúklingum. Þessi verkun enflurans er óþekkt hjá öðrum svæfingalyfjum, sem nú eru notúð til innöndunar. EEG sjúklinga í grunnri enfluran-, metoxyfluran og halotan svæf- ingu er hraðara (high-frequency activity) en gerist í eter og cyclopropan svæfingu.9 3 Sé t.d. metoxyfluran þéttnin aukin sést meiri hraði í heilaritinu, eni ekki þeir toppar (spikes), sem koma fram á sam- svarandi stigi enflurangjafar. Neigh og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.