Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 43

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 151 Gunnar H. Gunnlaugsson, læknir MEÐFÆDD ÓSÆÐAÞRENGSLI FYRSTU ÞRÍR UPPSKURBIRNIR Á ÍSLANDI INNGANGUR I október 1944 heppnaðist sænska skurð- lækninum Crafoord,n fyrstum manna, að nema á brott ósæðarþrenigsli (coarctation) og tengja æðina á ný. Um svipað leyti byrj- aði Blalock:! að lækna bláu börnin (Failots tetralogy) með því að tengja viðbeinsslag- æð í lungnaslagæð, en fimm árum áður hafði barnaskurðlæknirinn Gross7 í Boston fyrstur undirbundið opna slagpípu (patent ductus arteriosus). Með þessum atburðum hófst ný sókn í skurðlækningum, sem stefndi að því marki að finna leiðir til að lækna sem flesta hjartasjúkdóma með uppskurði. Uppskurð- irnir, sérstaklega við ósæðarþrengslum, leiddu einnig fljótt til framfara í æða- skurðlækningum almennt. Tækni batnaði við tengingu æða (anastomosis), og árið 1948 skar Gross8 upp níu sjúklinga með ósæðarþrengsli og ósæðargúl (aneurysm) þar sem tekinn var alllangur bútur úr æð- inni og bilið brúað með aðfluttri æð (aor- tic homograft). Þar með var brautin rudd fyrir uppskurði við ósæðargúlum yfirleitt, og leit hófst að heppilegum varaæðum (vascular substitutes). Upp úr 1950 voru uppskurðir við ósæð- arþrengslum almennt framkvæmdir á stór- um sjúkrahúsum á vesturlöndum. Upp- skurðurinn var þá orðinn „klassik“ og skurðtækni hefur í aðalatriðum ekki breytzt síðan. Þannig voru aðgerðir við ósæðarþrengslum komnar á fastan grund- völl löngu áður en hjarta-lungna vélin kom til sögunnar, en notkun vélarinnar varð ekki almenn fyrr en á árunum 1955—1960. Hér á eftir verður stuttlega lýst þremur fyrstu uppskurðunum við meðfæddum ós- æðarþrengslum, sem gerðir voru á Islandi, en þeir voru framkvæmdir á Borgarspítal- anum á tímabilinu 20.7. 1971 til 6.11. 1973. Þessu næst verða rifjuð upp og rædd nokk- ur atriði varðandi þennan áhugaverða og sérstæða kvilla. SJÚKRASÖGUR 1. 17 ára menntaskólapiltur var lagður inn á Borgarspítalann þann 15.7. 1971. Ós- æðariþrengsli höfðu uppgötvazt haustið áð- ur, er hann lá á spítalanum vegna háls- kirtlatöku. Hjartaþræðing var gerð á Landspítalanum í apríl 1971. Vitað var að systir sjúklingsins hafði meiri háttar með- fæddan hjartagalla. Sjúklingurinn var einkennalítill en kvaðst þó þreytast fljótt og fá verki í fæt- ur við áreymslu. Hann var hraustlegur út- lits og þrekvaxinn. Bláæðaþrýstingur var eðlilegur. Blóðþrýstingur mældist 230/90 í báðum handleggjum. Augnbotnar voru eðlilegir. Broddsláttur var aukinn og fannst 3 sm. utan við miðviðbeinslínu í 5. rifjabili. Yfir öllu hjartanu (precordium) heyrðist 3. gráðu (%) blásandi óhljóð (systolic murmur), hæst við vinstri bringu- beinsbrún, og einnig heyrðist það á baki. Púlsar voru þreifanlegir á brjóstkassa og þytur (thrill) yfir æðum, einkum undir höndum og á baki. Fætur voru kaldir með bláleitum blæ (peripher cyanosis). Púlsar fundust naumlega í nárum en alls ekki á fótum. A hjartalínuriti sást ofvöxtur (hyper- trophy) á vinstra slegli (ventricle) og hjartamynd sýndi stækkun á vinstra slegli og átur úr rifjum. Hjartarúmmál mældist 580 ml./m- líkamsyfirborðs (mynd 3). Við hjartaþræðingu voru þrýstingur og súrefn- ismælingar eðlilegar í hægra helmingi hjartans, en háþrýstingur mældist vinstra megin. Ósæðarmynd (aortography) sýndi mikil þrengsli 2 sm. neðan við vinstri viðbeins- slagæð og talsverða víkkun á æðinni þar fyrir neðan (poststenotic dilatation), þann-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.