Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 153 haldandi 4-0 silki. Þegar klemmur voru teknar af blæddi lítið og hætti fljótt, en blóðþrýstingur féll strax úr 220/120 niður í 180/100. Blóðmissir meðan á aðgerð stóð var áætlaður 1000 ml. og var sjúklingnum gefið sama magn af blóði. Tveim kerum (drains) var komið fyrir í brjóstholi áður en lokað var. Uppskurðurinn tók alls 4 klst. og 25 mín. Fyrsta sólarhringinn komu 300 ml. af blóðugum vökva út um kera, en vökvi fór síðan dagminnkandi og voru kerar fjar- lægðir á 4. og 5. degi. Blóðþrýstingur lækk- aði smám saman og var orðinn eðlilegur þegar sjúklingurinn fluttist af gjörgæzlu- deild þann 26.7. Sjúklingurinn útskrifaðist, af spítalanum á 14. degi eftir uppskurð. Við útskrift var blóðþrýstingur 130/80 og púlsar í fótum voru af 4. gráðu (4/4). Blásturshljóð mátti enn greina yfir hjart- anu (precordium) en var ekki talið hafa þýðingu. Hjartamynd á 13. degi eftir upp- skurð sýndi að hjartað 'hafði minnkað og línurit hafði færzt í eðlilegra horf. Skoðun og rannsóknir voru óbreyttar bæði þrernur mánuðum (mynd 3) og einu ári eftir út- skrift og mældist hjartarúmmál nú aðeins 440 ml./m-. Líðan var síðan góð þar til 5V2 ári eftir A uppskurð, en þá var hann tekinn í rann- sókn þar sem hann var farinn að finna töluvert fyrir þungum og hægum hjart- slætti, einkum á kvöldin. Við skoðun var óhljóð óbreytt. Púls var mjög hægur eða um 40/mín. og með nokkurri óreglu. Blóð- þrýstingur í báðum handleggjum og gang- limum var 135/65. Púlsar voru ágætir í ganglimum sem fyrr. Hjartað, þ.e. vinstri slegill, hafði stækkað verulega aftur sam- kvæmt röntgenmyndum. Línurit sýndi mikla óreglu (sinus arrest cum inodal escape). Gerð var vinstri hjartaþræðing sem var eðlileg. Enginn þrýstingsmunur var fyrir ofan og neðan æðatengslin þar sem ósæðarþrengslin höfðu verið. Æða- mynd (aortography) sýndi góð æðatengsl með góðu rennsli. Niðurstaða var sú að ágætur árangur hefði orðið af ósæðarað- gerðinni, en sjúklingur hefði leiðslutrufl- un og sennilega eitthvað skemmdan leiðslu- hnút (sinus node). Hjartað var talið hafa stækkað aftur vegna 'hægs sláttar (brady- cardia). Meðferð var ekki álitin nauðsyn- leg, enda sjúklingur einkennalítill. 2. 10 ára drengur var lagður inn á Borgarspítalann þann 18.6 1972 til aðgerð- ar vegna ósæðarþrengsla. Sjúkdómurinn B Mynd 3. — A. Mynd tekin fyrir uppskurðhjá fyrsta sjúklingnum. Hjartað er stækkað og mældist rúmmál þess 580 ml./m2. Átur sjást úr rifjum. B. Mynd tekin 3 mánuðum eftir uppskurð. Hjartað hefur minnkað og rúmmál þess mælist nú 440 ml./m2 líkams- yfirborðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.