Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 47

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 155 UMRÆÐA Þrengslin Einfaldast er að miða staðsetningu þrengslanna við slagpípuna eða slagpípu- bandið (ligamentum arteriosum). í stórum sjúklingahópi (Cooley11) voru þrengslin ofan við bandið (preductal) í 11,3% til- fella, neðan við (postductal) í 12,5% og á móts við bandið (juxtaductal) í 76,2%. Venjuleg ósæðarþrengsli (classic coarcta- tion, coarctatio vera) eru þó aldrei langt frá slagpípubandinu. I þeim þremur til- fellum, sem lýst er hér að framan, kom slagpípubandið í ósæðina aðeins fyrir ofan þrengslin, en þó svo nálægt, að réttast er vafalaust að skipa þeim í þriðja flokkinn (juxtaductal). í langflestum tilfellum eru þrengslin mjög stutt, þó að undantekningar séu frá því. í stórum hópi sjúklinga, tveggja ára og eldri, var stykkið, sem taka þurfti, 1 sm. að lengd eða minna í 80% tilfella (Shu- macker).1- Hjá tveimur sjúklinganna, sem greint er frá hér, var tekinn um það bil 1 sm. af æðinni, en hjá einum þurfti að taka 2 sm. bút (mynd 2). Þrengslin eru. miklu meiri en virðist utan frá, því að inn í æð- ina gengur loka eða blaðka (diaphragm), oftast með aðeins 1—3 mm. gati og stund- um er æðin alveg lokuð (S'humacker).11 Hjá sjúklingunum þrernur, sem hér er skýrt frá, var aðeins um 1—2 mm. gat að ræða (mynd 2). Æðin fyrir rsðan þrengsl- in er oft víkkuð (poststenotic dilaiation) og getur verið orðin þunn og slitin og stundum er kominn greinilegur æðagúll (aneurysm) á hana. Fyleiæðar (collate- rals) eru. yfirleitt geysilega víkkaðar, þunn- veggja og hlykkjóttar og æðagúlar geta einnig verið á þeim. Gangur sjúkdómsins og horfur Sjúklingum með meðfædd ósæðar- þrengsli (coartatio aortae) má skipta í tvo nokkuð ólíka hópa. í öðrum eru smábörn með hjartabilun, en í hinum sjúklingar, sem geta komizt á bernsku- eða jafnvel unglingsár án verulegra einkenna. A) Smábörn: Sjúklingar, sem fá ein- kenni um hjartabilun strax á fyrsta ári verða verst úti. Reynist lyfjameðferð ár- angurslaus, nálgast dánartalan hjá þeim 100% án uppskurðar (Spittell).13 Dánar- tala eftir uppskurð hjá slíkum sjúklingum, undir 6 mánaða aldri, er einnig mjög há eða 25—50% á beztu stöðum (Spittell).13 Þessir sjúklingar hafa flestir aðra með- fædda galla auk ósæðaúþrengslanna, og er það skýringin á hve þeim vegnar illa. Hjá mörgum eru þrengslin ofan við slagpípuna (preductal). Af 157 sjúklingum, sem komu til uppskurðar innan 6 mánaða aldurs, höfðu 94% aðra galla. Flestir höfðu opna slagpípu, en 63% höfðu einnig eiginlega hjartagalla (intracardiac lesions). Helm- ingur þeirra, sem skornir voru upp undir eins árs aldri, höfðu þrengslin ofan við slagpípu (Tawes).14 B) Eldri sjúklingar: Þeir, sem komast klakklaust yfir fyrstu tvö árin eru oft eir.- kennalitlir í allmörg ár til viðbótar, jafn- vel frarn á unglingsár. Þó að 25—60% þeirra (Spittell)13 hafi tvíblaða ósæðar- loku (bicuspid aortic valve), hafa þeir yfir- irleitt ekki aðra meiri háttar galla. Af þeim þremur sjúklingum, sem lýst er hér að framan, hefur einn örugglega þríblaða loku, en ekki er fullljóst af röntgenmynd- um hvort lokan er tví- eða þríblsða hjá hinum tveimur. Gangur sjúkdómsins er mjög vel þekkt- ur af ritgerð Abbots1 frá 1928, sem byggist á krufningaskýrslum yfir tvö hundruð sjúklinga, tveggja ára og eldri, og af rit- gerð Reiíensteins10 frá 1947, er byggir á 104 krufningaskýrslum til viðbótar. Cam- bell4 hefur nýlega birt línurit yfir ævi- skeið sjúklinga með ósæðahprengsli og borið saman við eðlilegt æviskeið. Línu- ritin eru gerð eftir hinum 3C4 krufninga- skýrslum hjá Abbot og Reifenstein, en byggjast þar að auki á 161 sjúklingi, sem fylgt hefur verið eftir í samtals 716 sjúk- lingaár (patient years). Línuritin sýna betur en orð fá lýst, hve horfur þessara sjúklinga eru í raun og veru slæmar án uppskurðar. Af þeim sem lifa fyrstu 1—2 árin eru 25% dánir innan 20 ára, 50% innan 32 ára, 75% innan 46 ára og 90% innan 58 ára aldurs (myndir 4 og 5). Dánarorsakir hjá þeim 304 sjúklingum, sem voru krufnir, voru hjartabilun 25,5%, ósæðarsprunga (aortic rupture) 21%, hjarta- og æðaþelsbólga (endocarditis)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.