Læknablaðið - 01.08.1977, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ
171
skóli og hófst kennsla þar 1971. Námið
skiptist í þrjá hluta:
1. iFyrsta til þriðja ár:
Líffræði, félagsvísindi, samband við
sjúklimga, grundvallaraðferð í klínískri
læknisfræði, almenn meinafræði, líf-
færafræði, lyfjafræði, faraldsfræði.
Námskeið um líffærakerfi.
Á fyrsta ári sér stúdent sjúkling, í fylgd
með heimilislækni. Á þriðja ári fer u.þ.b.
helmingur tímans í klíníska vinnu, sem
skiptist milli: lyflæknisfræði, handlækn-
isfræði, fæðingar- og kvensjúkdómafræði,
öldrunarlæknisfræði, geðlæ-knisfræði og
barnalæknisfræði.
2. A fjórða ári nemur stúdentinn til hlítar
efni að eigin vali. Er þar um að ræða
verkefni, sem unnið er undir hand-
leiðslu háskólakennara.
3. Á fimmta ári fer eingöngu fram klínísk
vinna, þar af 2 vikur til heimilislækn-
inga.
Á fyrstu 6 vikum læknaskólans er stúd-
entinn kynntur fyrir 4 völdum sjúklingum
og talar ihann við þá og skoðar í heimahús-
um í fylgd með heimilislækni. Á þriðja ári
fer 15% af kennslunni fram hjá heimilis-
læknum. Á fimmta ári eru 2 vikur í heim-
ilislækningum.
Osló
í Osló hefst kennsla í heimilislækningum
þegar á fyrsta degi námsins.
1. Termin:
A. Fylgst er með heimilislækni hálfan
dag.
B. Haldnir yfirlitsfyrirlestrar um
■heilsugæslu.
C. Klínísk- meinafræðilegir fundir.
3. Termin:
A. Tvær klíníkur í lyflæknisfræði í
heilsugæslustarfi.
B. „Seminar“ ( geðlæknisfræði (10x2
klst.).
C. Ekið með vaktlækni.
5. 'Termin:
A. Sex fyrirlestrar um heimilislækning-
ar, bæði um klíník og stjórnun.
B. Ken-nsla í 5 vikur fyrir 10—12 stúd-
enta í einu (10 daga).
C. Seminar um heilsugæslu í samráði
við „Institute for Social Medicin“.
D. Seminar í geðlæknisfræði í heimilis-
lækningum (10x2 klst. með 5—6
stúdenta).
I flestum læknaskólum er kennslunni í
heimilislækningum skipt niður í nokkur
námsár og hefst kennslan snemma í nám-
inu.
TÍMASETNING KENNSLU í HEIMILIS-
LÆKNINGUM
Það álit er almennt, að árangursríkast
sé að byrja kennslu í heimilislækningum
snemma í læknanáminu, enda er svo gert
við flesta þá læknaskóla er nefndin hefur
kynnt sér og er hún sammála um að þess-
ari stefnu skuli fylgt hér. Við læknadeild
Háskóla íslands er þó ekki líiklegt til ár-
angurs að hefja kennslu í heimilislækning-
um á fyrsta námsári, vegna hins mikla
fjölda stúdenta á því ári. Kennslan þarf
hins vegar að hefjast á öðru námsári. Á
þeim tíma eru stúdentar m.a. við nám í
sálarfræði og tölfræði og nefndin telur
æskilegt að kennsla í félagslæknisfræði og
heilbrigðisfræði hefjist á þessu stigi náms-
ins, ásamt kennslu í heimilislækninigum.
Kennslan á öðru námsári færi fyrst og
fremst fram í fyrirlestrum og umræðu-
hópum. Að vísu kemur til greina, að um
einhverja klíníska kennslu verði að ræða
á þessum tíma, en þó varla nema námið í
deildinni verði jafnframt endurskipulagt
nokkuð, þannig að jafnframt verði byrjað
að kenna undirstöðuatriði klínískrar skoð-
unar og viðtalstækni á öðru ári. Eins og nú
er, fer þessi kennsla fram á þriðja náms-
ári, sem verklegt nám í handlæknis- og
lyflæknisfræði. Telur nefndin, að iheppi-
legast verði að undirbúningskennsla í verk-
legum heimilislækningum hefjist samhliða
þessu verklega námi, hvar sem það er
tímasett.
Nefndin leggur til að verklegt nám í
heilsugæslustöð haldi áfram á 4., 5. og 6.
ári. Verði verklegt nám í heilsugæslustöð
alls a.m.k. 6 vikur auk kennslu í fyrir-
lestrum og umræðuhópum, alls 20 kennslu-
stundir.