Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 83

Læknablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 83
LÆKNABLAÐIÐ 175 ÚRDRÁTTUR ÚR ERINDUM, SEM FLUTT VORU Á III. ÞINGI FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA, HÖFN, HORNAFIRÐI 3.-5. JÚNÍ 1977 Athugun á glycoproteinum og blóðfitu í blóði sykursjúkra Höfundar: Ársæll Jónsson og J.K. Wales (Department of Medicine, University of Leeds) Fimm glycoprotein (haptoglobulin, fibrino- gen, (3-lipoprotein, caeruloplasmin og cp2- macroglobulin) og blóðfita (þriglycerid og cholesterol) voru mæld í blóði 145 sjúklinga á göngudeild sykursjúkra. Meðalgildi mældust innan eðlilegra marka. Af 145 sjúklingum notuðu 52 insulin og af þeim höfðu 24 fundið nýlega til einkenna um lágan blóðsykur. Reyndust þeir hafa marktækt lægri glycoprotein og blóðfitugildi en sá sjúk- lingahópur sem neitaði slikum einkennum. Ails reyndust 64 sjúklingar hafa einkenni um fylgikvilla sykursýkinnar. Hjá þeim fundust hærri gildi á haptoglobulin, fibrinogen og cp^- macroglobulini borið saman við 81 sjúkling, sem höfðu engin slík einkenni. Hjá þessum tveim hópum var enginn marktækur munur á blóðsykri eða blóðfitu. Ályktað er, að mæling á giycoproteinum í blóði sykursjúkra geti gefið gleggri mynd á horfum (prognosis) sjúkdómsins og jafnframt verið mælikvarði á gæði meðferðarinnar. Ref.: Diabetologia, 1976, 72, 245-250. Hyperplasia adrenalis congenita á íslandi 1945—1877 Sigurður Þ. Guðmundsson Meðfædd nýrnahettubarkarstækkun með of- framleiðslu karlkennandi steraafbrigða og und- irmálsframleiðslu cortisols er sjaldgæfur kviili. Ástæðan er þurrð eða skortur einhvers þeirra efnahvata sem þurfa til framvindu þeirrar líf- efnakeðjubreytingar hverrar endapunktur er cortisolmyndun, sem við þessar aðstæður verð- ur alltaf ófullnægjandi með þar af leiðandi of- framleiðslu ACTH (NHB-SH) og óhjákvæmi- legs ofvaxtar nýrnahettubarkarins. Þetta sjúkdómsástand hefur verið greint með vissu 16 sinnum hérlendis á s.l. 32 árum. Gerð verður grein fyrir, hvaða efnahvata- gallar voru að verki, og hvernig að greiningu ástandsins var staðið. Árangur skurðaðgerða við Graves sjúkdómi: Samanburður á sjúklingum í Aberdeen og á Islandi Höfundar: Bjarni Þjóðieifsson, A.J. Hedley, Matthias Kjeld, D. Donald, M.I. Chester, W. Michie, J.S. Beck, J. Crooks, R. Hali. Inngangur Það er vel þekkt að margir þættir hafa áhrif á árangur skurðaðgerða við Graves sjúk- dómi. Til þess að kanna nánar áhrif einstakra þátta var gerð samanburðarrannsókn á 146 sjúklingum í Aberdeen og 137 á íslandi, sem höfðu fengið þessa meðferð. Niðurstööur Á Islandi fengu 24% sj. aftur ofstarfsemi eftir aðgerð, en aðeins 4% í Aberdeen. Aftur á móti fengu 36% sj. vanstarfsemi eftir aðgerð í Aberdeen, en aðeins 8% á Islandi. Meðalald- ur við aðgerð var marktækt hærri í Aberdeen (39,9 ár) en á Islandi (33,2 ár) og var það talið stafa af því að sjúkdómurinn kom fyrr fram á Islandi. Mat skurðlæknis á stærð skjaldkirtils var skráð og reyndist ekki marktækur munur milli landa. Tíðni skjaldkirtilsmótefna i blóði (thyroglobulin og cytoplasmic mótefni) var marktækt hærri hjá sj. í Aberdeen. Ólífrænt joð í blóði var marktækt hærra hjá sj. á Is- landi. Mælingar á starfsgetu skjaldkirtilsrestar- innar (thyrotropin i blóði, joðuppt-aka skjald- kirtils fyrir og eftir thyrotropin gjöf) bentu til meiri starfsgetu hjá íslenskum sj. á öllum stig- um eftir aðgerð. Svipað hlutfall sj. sýndi eðli- lega bælingu á joðupptöku skjaldkirtils við T:. gjöf á báðum stöðum. Ályktanir Hin háa tíðni vanstarfsemi eftir aðgerð í Aberdeen samanborið við Island stafar af: 1) Mismunandi náttúrlegur gangur sjúkdómsins leiðir til að sj. koma eldri til aðgerðar í Aberdeen. 2) Mun hærri tiðni skjaldkirtilsmót- efna hjá sj.í Aberdeen. Hvorutveggja leiðir til skjaldkirtilsbólgu og skertrar starfs- og endur- nýjunarhæfni skjaldkirtils. Á Islandi stafar hin háa tíðni ofstarfsemi eftir aðgerð af heilbrigðri kirtilrest, sem auk þess er hlaðin af joði og skjaldkirtilshormónum. Sennilegt er að hið mikla magn joðs í fæðu Islendinga eigi þátt í að sjúkdómurinn kemur fyrr fram hér en í Aberdeen. Þetta sýnir að umhverfisþættir geta ráðið miklu um útkomu skurðaðgerða við Graves sjúkdómi og að nauðsynlegt er að að- laga meðferð aðstæðum á hverjum stað. Um orsök nýrnahettubarkarvana (NHBV) á íslandi 1943—1975 Sigurður Þ. Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.