Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 13

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 113 fyrir 43 skurðaðgerðum á innri hálsslagæð. Öllum skurðaðgerðum fylgja vissir fylgi- kvillar, og þegar um er að ræða fyrirbyggj- andi aðgerð verður að gera enn strangari kröfur um þann ávinning, sem vænta má af aðgerðinni miðað við lyfjameðferð eða enga meðferð. Einnig verður að taka tillit til fylgi- kvilla lyfjameðferðar, sem ekki er með öllu hættulaus. Fjölmargar skýrslur hafa verið birtar um árangur skurðaðgerða og lyfjameðferðar á sjúklingum með einkenni skyndislags eða skyndiblindu, en það er æði erfitt að bera saman árangur þeirra, þar sem val sjúklinga er mjög mismunandi, og góðar samanburðar- rannsóknir eru fáar. í þeim skýrslum, sem ég hef komist yfir,1 er þó langtímaárangri skurðaðgerða oftast lýst betri en af blóð- þynningarlyfjum. Ef tekinn er sá kostur að bera saman skýrslur þeirra, sem bestum árangri lýsa af hvorri meðferð fyrir sig, verður hlutur skurð- aðgerða enn betri. Muller og Olsson7 í Lundi í Svíþjóð hafa nýlega lýst tiltölulega góðum árangri af lyfjameðferð. Þeir gáfu 99 sjúk- lingum dicoumarol í að meðaltali tvö ár. Meðan á meðferð stóð, fengu 11 sjúklingar skyndislag og 4 fullkomið slag. Af þeim, sem fengu fullkomið slag, létust tveir. Á fyrstu 30 mánuðunum eftir að meðferð lauk, fengu 11 sjúklingar til viðbótar fullkomið slag. Thompsson8 í Dallas í Texas lýsti 1973 árangri skurðaðgerða á 537 sjúklingum með einkenni skyndislags og skyndiblindu. Skurð- dauði var 0.7%. Hann fylgdi síðan hópnum eftir í 1—15 ár, og samanlögð tíðni slags í hópnum var 5%, sem er sjö sinnum minna en vænta má án meðferðar. Blóðþynningarmeðferð á sjúklingum með skyndislag er tiltölulega erfið vegna hins háa aldurs flestra sjúklinganna. Léleg blóðþynn- ingarmeðferð er sennilega verri en engin. Blóðþynningarlyf hafa sannað ágæti sitt til að minnka tíðni skyndislags, og sennilega minnkar sú meðferð einnig tíðni á fullkomnu slagi, þótt það sé varla fullsannað enn.2 Sama gildir um þau lyf, sem minnka viðloðun blóðflagna, fyrst og fremst acetýlsalicylsýra, sem virðist minnka tíðni skyndislaga, en ó- sannað er enn, hvort sú meðferð minnkar líkurnar á fullkomnu slagi.:t Ég vil Ijúka þessum vangaveltum með orð- um varkárs leiðarahöfundar í British Medical Journal 197410: When a remedial lesion has been demonstrated surgical treatment by an experienced operator can be confidently re- commended and the results to be expected are excellent.... Operative risks can never be completely eliminated but there is no longer any doubt about the value of success- ful surgery. Hörður Alfreðsson. HEIMILDIR 1. Bauer, R.B., Meyer, J.S., Fields, W.S., Remington, R., MacDonald, M.C. & Callen, P.: Joint Study of Extracranical Occlusion. JAMA 208:509, 1969. 2. Brust, J.C.M.: Transient ischemic attacks: Natural history and anticoagulation. Neu- rology 27:701, 1977. 3. Fields, W.S., Lemak, N.A., Frankowski, R.F., Hardy, R.J.: Controlled trial of aspirin in cerebral ischemia. Stroke 8:301, 1977. 4. Goldner, J.C., Whisnant, J.P. & Taylor, W.F.: Long term prognosis of transient cerebral ischemic attacks, Stroke 2:160, 1971. 5. Hass, W.K., Fields, W.S., North, R.R. et al.: Joint Study of extracranical occlusion II. Arteriography, techniques, sites and compli- cations. JAMA 203:961, 1968. 6. Marshall, J.: The natural history of transi- ent ischemic cerebrovascular attacks. Quart. J. Med. 33:309, 1964. 7. Miiller, R. & Olsson, J.E.: Lángtidsbehandl- ing med antikoagulantia vid TIA och TIA- IR. Lákartidningen 45:3973, 1977. 8. Thompsson, J.E.: The development of caro- tid artery surgery. Arch. Surg., 107:643, 1973. 9. Whisnant, J.P., Fitzgibbon, J.P., Kurland, L.T. & Sayre, G.P.: Natural history of stroke in Rochester, Minnesota 1945 through 1954, Stroke 2:105, 1971. 10. Leiðari: Internal carotid stenosis. Br. Med. J. 1:258, 1974.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.