Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 13

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 113 fyrir 43 skurðaðgerðum á innri hálsslagæð. Öllum skurðaðgerðum fylgja vissir fylgi- kvillar, og þegar um er að ræða fyrirbyggj- andi aðgerð verður að gera enn strangari kröfur um þann ávinning, sem vænta má af aðgerðinni miðað við lyfjameðferð eða enga meðferð. Einnig verður að taka tillit til fylgi- kvilla lyfjameðferðar, sem ekki er með öllu hættulaus. Fjölmargar skýrslur hafa verið birtar um árangur skurðaðgerða og lyfjameðferðar á sjúklingum með einkenni skyndislags eða skyndiblindu, en það er æði erfitt að bera saman árangur þeirra, þar sem val sjúklinga er mjög mismunandi, og góðar samanburðar- rannsóknir eru fáar. í þeim skýrslum, sem ég hef komist yfir,1 er þó langtímaárangri skurðaðgerða oftast lýst betri en af blóð- þynningarlyfjum. Ef tekinn er sá kostur að bera saman skýrslur þeirra, sem bestum árangri lýsa af hvorri meðferð fyrir sig, verður hlutur skurð- aðgerða enn betri. Muller og Olsson7 í Lundi í Svíþjóð hafa nýlega lýst tiltölulega góðum árangri af lyfjameðferð. Þeir gáfu 99 sjúk- lingum dicoumarol í að meðaltali tvö ár. Meðan á meðferð stóð, fengu 11 sjúklingar skyndislag og 4 fullkomið slag. Af þeim, sem fengu fullkomið slag, létust tveir. Á fyrstu 30 mánuðunum eftir að meðferð lauk, fengu 11 sjúklingar til viðbótar fullkomið slag. Thompsson8 í Dallas í Texas lýsti 1973 árangri skurðaðgerða á 537 sjúklingum með einkenni skyndislags og skyndiblindu. Skurð- dauði var 0.7%. Hann fylgdi síðan hópnum eftir í 1—15 ár, og samanlögð tíðni slags í hópnum var 5%, sem er sjö sinnum minna en vænta má án meðferðar. Blóðþynningarmeðferð á sjúklingum með skyndislag er tiltölulega erfið vegna hins háa aldurs flestra sjúklinganna. Léleg blóðþynn- ingarmeðferð er sennilega verri en engin. Blóðþynningarlyf hafa sannað ágæti sitt til að minnka tíðni skyndislags, og sennilega minnkar sú meðferð einnig tíðni á fullkomnu slagi, þótt það sé varla fullsannað enn.2 Sama gildir um þau lyf, sem minnka viðloðun blóðflagna, fyrst og fremst acetýlsalicylsýra, sem virðist minnka tíðni skyndislaga, en ó- sannað er enn, hvort sú meðferð minnkar líkurnar á fullkomnu slagi.:t Ég vil Ijúka þessum vangaveltum með orð- um varkárs leiðarahöfundar í British Medical Journal 197410: When a remedial lesion has been demonstrated surgical treatment by an experienced operator can be confidently re- commended and the results to be expected are excellent.... Operative risks can never be completely eliminated but there is no longer any doubt about the value of success- ful surgery. Hörður Alfreðsson. HEIMILDIR 1. Bauer, R.B., Meyer, J.S., Fields, W.S., Remington, R., MacDonald, M.C. & Callen, P.: Joint Study of Extracranical Occlusion. JAMA 208:509, 1969. 2. Brust, J.C.M.: Transient ischemic attacks: Natural history and anticoagulation. Neu- rology 27:701, 1977. 3. Fields, W.S., Lemak, N.A., Frankowski, R.F., Hardy, R.J.: Controlled trial of aspirin in cerebral ischemia. Stroke 8:301, 1977. 4. Goldner, J.C., Whisnant, J.P. & Taylor, W.F.: Long term prognosis of transient cerebral ischemic attacks, Stroke 2:160, 1971. 5. Hass, W.K., Fields, W.S., North, R.R. et al.: Joint Study of extracranical occlusion II. Arteriography, techniques, sites and compli- cations. JAMA 203:961, 1968. 6. Marshall, J.: The natural history of transi- ent ischemic cerebrovascular attacks. Quart. J. Med. 33:309, 1964. 7. Miiller, R. & Olsson, J.E.: Lángtidsbehandl- ing med antikoagulantia vid TIA och TIA- IR. Lákartidningen 45:3973, 1977. 8. Thompsson, J.E.: The development of caro- tid artery surgery. Arch. Surg., 107:643, 1973. 9. Whisnant, J.P., Fitzgibbon, J.P., Kurland, L.T. & Sayre, G.P.: Natural history of stroke in Rochester, Minnesota 1945 through 1954, Stroke 2:105, 1971. 10. Leiðari: Internal carotid stenosis. Br. Med. J. 1:258, 1974.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.