Læknablaðið - 01.07.1978, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ
115
Hrafnkell Helgason*
MEÐFERÐ BERKLAVEIKI
INNGANGUR
Hér verður skýrt frá árangri af lyfja-
meðferð við berklaveiki á Vífilsstaðaspítala
árin 1972—1976. Þetta 5 ára tímabil er val-
ið vegna þess, að árið 1972 var berklameð-
ferð breytt. Fyrir þann tíma var venjuleg
lyfjagjöf Streptomycin (SM), Paraamino-
salicylsýra (PAS) og Isoniazid (INH), en
frá árinu 1972 hefur Ethambutol (EMB)
verið notað í stað PAS. Að vísu hafði bæði
EMB og Rifampicin (RMP) verið notuð
með góðum árangri hjá sjúklingum með
langvarandi berklaveiki. Þeir sjúklingar
höfðu dvalið árum saman á berklahælum
og voru stöðugt með berklasýkla í hráka
við smásjárskoðun og sýklar þessir voru
ónæmir fyrir SM, PAS og INH. Með EMB
og RMP tókst að gera alla þessa sjúklinga
neikvæða í ræktun og hefur svo haldist
síðan. PAS hefur óþægilegar aukaverkanir,
sérlega frá meltingarvegum, auk þess sem
sjúklingar þurfa að taka allt að 24 töflur
á dag af þessu lyfi. Það hefur lengi verið
vitað, að stór hluti þessara sjúklinga hættir
að taka lyfið að lokinni útskrift frá sjúkra-
húsi og Maddock-5 sýndi fram á það þegar
árið 1967, að næstum helmingur sjúklinga
hættir við lyfið eftir heimferð. Wiant41
fann aftur á móti, að hjá 143 göngudeild-
arsjúklingum, sem voru á EMB-gjöf þá
fundust einkenni um EMB notkun í 85%
af þvagrannsóknum. EMB var tekið fram
yfir RMP fyrst og fremst af kostnaðar-
ástæðum, en árið 1973 var það mjög á
reiki, hvort lyfið menn vildu heldur nota.
Þetta ár kostaði dagskammtur af RMP
260—340 krónur en samsvarandi kostnaður
fyrir EMB var 70—115 krónur. (Ólafur E.
Ólafsson, lyfjafræðingur).29 Þar eð ætlun-
in var, að sjúklingar tækju lyfin í 2 ár var
ljóst, að þarna var um mikinn kostnaðar-
* Vífilsstaðaspítala.
Greinin barst ritstjórn 6/3 1978.
mun að ræða. Nokkuð skorti á, að þessi
lyfjameðferð uppfyllti ströngustu skilyrði
á þeim tíma. Ekki var hægt að fá gert
næmispróf á berklasýklum fyrir RMP eða
EMB hérlendis. Lítið var vitað um ónæmi
(primer resistence) hjá berklasýklum gegn
þessum lyfjum. Hitt var vitað, að naum-
ast mundi nokkur þessara sjúklinga hafa
fengið þessi lyf áður. Því var samið við
sýkladeild erlendis, að þangað mætti senda
sýkla í næmispróf, ef ástæða þætti til, en
til þess hefur ekki komið. Önnur breyting
árið 1972 var sú, að eftirlit meðferðar að
lokinni sjúkrahúsdvöl var flutt frá berkla-
varnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur til Vífilsstaðaspítala. Eðlilegra þótti,
að þeir læknar, sem fylgst höfðu með með-
ferð sjúklings héldu henni áfram. Á þann
hátt skapaðist nánara samband milli sjúk-
lings og læknis og auðveldara var að gera
sér grein fyrir, hvaða einstaklingar væru
líklegir til að vanrækja lyfjatöku og herða
eftirlit með þeim. Öll gögn varðandi þessa
sjúklinga voru og til staðar á göngudeild-
inni.
Ástæða þykir til að minna á, að berkla-
veiki er ekki fágætur sjúkdómur. Nýir
sjúklingar voru um 20 á ári og ekki eru
allir berklasjúklingar vistaðir á Vífilsstaða-
spítala. Berklar eru vissulega ekki lengur
neitt þjóðfélagslegt vandamál, hitt hlýtur
aftur á móti að valda nokkrum óróa, að
læknar virðast hafa gleymt þessum sjúk-
dómi og alveg sérstaklega, ef um er að
ræða berkla í öðrum líffærum en lungum.
Sjúklingur gekk í 6 ár með útferð frá ígerð
í bringubeini án þess að nokkrum lækni
dytti í hug berklaveiki. Eins og hjá öðrum
þjóðum hlýtur umsjá með berklasjúkling-
um fljótlega að flytjast frá sérfræðingum
til almennra lækna. Berklasjúklingar hafa
svo lengi verið stundaðir á sérstökum stofn-
unum, að það er eðlilegt, að almennum
læknum sé lítt kunn meðferð sjúkdómsins.