Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 46

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 46
128 LÆKNABLAÐIÐ lágan bakþrýsting eða misstu meðvitund eða hreyfigetu, þegar innri hálsslagæð var lokað. Einn sjúklingur missti meðvitund þótt bakþrýstingur mældist 70 mmHg, og Connolly dregur því þá ályktun, að ekki sé óhætt að treysta bakþrýstingi einum sam- an til að ákveða, hvaða sjúklingar þola langa lokun á innri hálsslagæð. Hann vill því mæla með, að allar aðgerðir á innri hálsslagæð séu gerðar í staðdeyfingu og með hliðarstreymi hjá þeim, sem ekki þola lokun á æðinni og telur það einu öruggu aðferðina. Sennilega verða menn seint á eitt sáttir um bestu aðferðir til að koma í veg fyrir slag við aðgerð. Það er, eins og svo oft í skurðlækningum, erfitt að bera saman hin- ar ýmsu skýrslur mismunandi höfunda um árangur aðgerða og draga ályktanir af þeim. Það veldur verulegum erfiðleikum, ef meta skal tíðni á slagi eftir aðgerð við mismunandi aðferðir, að ákaflega erfitt er að greina, hvort slag hefur orðið vegna blóðþurrðar í heila (ischemi), þegar æð var lokað, eða hvort blóðtappi (embolus) hefur losnað frá æðinni við aðgerð og valdið slagi. Áreiðanlega er það síðari orsökin í mörgum tilvikum, og best er að reyna að koma í veg fyrir slíkt með ná- kvæmri og varlegri tækni við aðgerð. Varla verða dregnar beinar ályktanir um þetta efni af árangri aðgerða á þeim 43 sjúklingum, sem hér hefur verið lýst. Þó er það e.t.v. íhugunarvert, að báðir þeir Mynd 1: — Æðamynd af hálsslagæðum 62ja ára karlmanns með einkenni skyndi- slags og skyndiblindu. Myndin sýnir stutt, en veruleg þrengsli á innri hálsslagæð. Mynd 2: — Sami sjúklingur og mynd 1. Myndin sýnir innanþekju, sem numin hef- ur verið brott úr innri hálsslagæð og sam- hálsslagæð. Ferskir segar í æðinni. sjúklingar, sem fengu slag við aðgerð, höfðu ferska sega í æðinni. Sá sjúklingur, sem fékk fullkomið slag, fékk einnig blóð- þrýstingsfall, sem eitt sér nægir sem skýr- ing á slaginu. Hinn sjúklingurinn, sem hafði minnkaðan mátt í handlegg og gang- lim í nokkra tíma eftir aðgerð, er sá sami og mynd 1 og 2 sýna. Ef litið er á mynd 2, er tiltölulega auðvelt að ímynda sér, að segi kunni að hafa losnað frá æðaveggnum við aðgerð, þótt ekkert verði fullyrt um það. Aðrir fylgikvillar, sem sjá má í töflu 3, skipta minna máli. Æðagúlar eru vei þekktur fylgikvilli við æðaskurðlækningar, en frekar sjaldgæfur þó. í flestum tilfellum á að vera hægt að komast hjá að skaða heilataugar við að- gerðir á innri hálsslagæð með nákvæmri tækni við aðgerð og kunnáttu um, hvar taugarnar er venjulegast að finna. Aftur-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.