Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 55

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 133 Hrafn Tulinius, Helgi Sigvaldason ALDURSSTÖÐLUN YFIRLIT í grein þessari verSur gerð grein fyrir hvernig bera má saman aldursbundnar hlutfallstölur (age specific rates) og hvers vegna stuðst er við aldursstöðlun (age standardization) á slíkum tölum. Stungið er upp á íslensku viðmiðunarþýði (standard population) sem gert er með hliðsjón af meðalmannfjölda íslendinga á árunum 1956—1975. Sýnt er með dæmum hvernig slík viðmiðunarþýði eru notuð og hvernig aldursstaðlaðar hlutfallstölur eru reiknaðar út. INNGANGUR Ef gera skal sér grein fyrir gangi sjúk- dóms, og faraldsfræði hans athuguð, verður oft fyrst fyrir að kanna tíðni sjúkdómsins. Einföld talning á fjölda tilfella gefur mikl- ar upplýsingar og eru slíkar upplýsingar oft nægilegar, en það fer eftir viðfangsefni því sem leysa skal. Ef til dæmis verið er að gera áætlun um sjúkrahússrúmaþörf eða fæð- ingarrúmaþörf er nægilegt að geta gert sér grein fyrir áætluðum fjölda þeirra, sem þurfa að nota slík sjúkrahússrúm eða fæð- ingarrúm. Það skiptir þá ekki öllu máli, á hvaða aldri þeir einstaklingar eru, sem eiga að nota rúmin eða af hvaða kyni. Oft er miðað við ákveðna stærð hóps og talað um sjúklingafjölda sem ákveðið hlut- fall af þjóðinni eða hópnum, þ.e-a.s. deilt í tilfellafjöldann með mannfjöldanum og síðan margfaldað með einhverri þægilegri stærð t.d. 100, 1000 eða 100.000. Þá er tal- að um %, %c, per 100.000 (per 105). Stund- um er þetta gert fyrir alla í hópnum, en oftar fyrir konur og karla sérstaklega. Hvort heldur sem gert er, og ekki er tekið tillit til aldursdreifingar innan hópsins, er talað um hráar hlutfallstölur (crude rates). Tíðni (algengi, nýgengi, dánartíðni) flestra sjúkdóma hefur aldursdreifingu, sem 1955-59 1960-64 1965-69 1970-74 1975-76 85. 5616 6778 6121 5733 4911 80-84 3093 4134 3522 3505 2848 75-79 1673 1927 2004 2037 2182 70-74 1016 1096 1343 1760 1586 65-69 671 745 1131 1172 1046 60-64 389 560 689 735 742 55-59 313 396 455 523 519 50-54 169 238 313 347 242 45-49 127 158 155 148 183 40-44 64 50 57 71 79 35-39 11 21 26 14 36 30-34 3 0 17 17 0 Fig. 1. Legend. Age specific mortality rates due to coronary heart disease and myocardial degeneration for Icelandic males for five time periods. See Table II- er einkennandi fyrir sjúkdóminn, t.d. smit- sjúkdómar í börnum eingöngu, „barnasjúk- dómar“. Tíðni flestra illkynja æxla eykst með aldri, þó koma sum illkynja æxli nær eingöngu fyrir í börnum t.d. Wilm’s tumor. Ef bera skal saman tíðni sjúkdóma hjá tveim þjóðum, verður að hafa það í huga,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.