Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 60

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 60
138 LÆKNABLAÐIÐ lega. Ef athugaðar eru erlendar rannsóknir, sýnir bandarísk könnun á vegum The Ambulatory Medical Care Survey,22 að af 634 milljón sjúklingum, sem leituðu til lækna á stofu árið 1974, höfðu 6.9% kvart- anir frá húð. Landlæknisembættið hefur einnig gert athuganir á lyfjanotkun á Reykjavíkur- svæðinu.15 Þar kemur fram að í nóvember 1972 var heildarnotkun húðstera 44.1 kg, en í nóvember 1976 80.4 kg og hafði þannig næstum tvöfaldast á 4 árum. ÁBENDINGAR Helstu ástæður fyrir notkun húðstera eru psoriasis og eczema.719 Einnig eru þessi lyf notuð við sjaldgæfari sjúkdóma, svo sem lupus erytematosus disseminatus, pustulosis palmoplantaris og lichen ruber planus. Sterar eru einnig oft notaðir til reynslu, án þess að sjúkdómsgreining liggi fyrir, eða til að draga úr einkennum, t.d. kláða.7 Notkun stera í augu og eyru telst einnig til útvortis meðferðar, en verður ekki rædd í þessari grein. NOKKUR LYFJAFRÆÐILEG ATRIÐI a. Gegndræpi og frásogun Til þess að útvortis sterameðferð komi að gagni, þarf lyfið að komast inn í hinn sjúka hluta húðarinnar (penetratio). Frá- sogun þess (absorptio) inn í blóð og sog- æðar er ekki æskileg, en á sér þó alltaf stað að einhverju marki.25 Gegndræpið er háð mörgum þáttum, t.d. efnabyggingu lyfsins, rernmu þess (concentration), burðarefni (vehicle), ástandi húðarinnar og ekki síst mismunandi eiginleikum hennar eftir svæðum.11 12 13 25 Ef til vill hafa læknar ekki gefið því síðastnefnda nægilegan gaum og verður vikið nánar að því síðar. Með því að bæta fluor atomi við predni- solon kjarna eykst gegndræpi til muna og virkni einnig. Aukin virkni halogen stera skýrist þó ekki eingöngu af auknu gegn- dræpi.11 Auk þess á sér stað meiri frásogun og þar með fleiri óæskileg áhrif. Á síðustu árum hafa auk halogen stera komið fram ný afbrigði stera, þar sem smjörsýru er bætt við hydrocortison kjarnann.16 í fyrstu var talið, að hér væri fundið „Hið fyrir- heitna“ lyf, sem hefði sömu virkni og hinir kröftugu sterar, en mun minni aukaverk- anir. Mikið hefur því verið skrifað um þetta nýja afbrigði, en hingað til hefur ekkert komið fram, sem sannar ótvírætt kosti þess umfram hin lyfin.21 Hydrokorti- son-17-butyrat hefur ekki enn verið skráð hér á landi. Eiginleikar burðarefna hafa þýðingu. Sum eru að mestu leyti óvirk, en önnur auka gegndræpi steranna. Lyfjaformið er einnig mikilvægt, t.d. eykur smyrsl gegn- dræpið meira en krem, þar sem útgufun húðarinnar minnkar. Þegar um ofnæmi gegn húðsterum er að ræða, er það oftast burðarefnið sem veldur.25 Með því að auka remmu sterans í burðarefninu má auka gegndræpi, en aðeins upp að vissu marki.10 b. Verkunarmáti Hingað til hefur verið talið, að aðaláhrif húðstera séu bólgueyðandi. Vitað er að sterar hafa þar m.a. áhrif á losun hista- mins, ýmsar tegundir kinina, prostaglandin og hemjandi áhrif á frumuskiftingu.411 Nefna má, að hjá psoriasis sjúklingum er endurnýjun hornlags húðarinnar 4—8 sinn- um hraðari en hjá heilbrigðri húð.4 Líklegt er talið, að hin eftirsóttu áhrif stera í þess- um sjúkdómi séu að einhverju leyti fplgin í því að draga úr þessari öru frumufjölgun, annað hvort með beinum áhrifum á DNA framleiðslu þeirra eða óbeint vegna sam- dráttaráhrifa á æðar. c. Hjúpun í erfiðum tilfellum má auka virkni ster- anna allt að 10 sinnum með svonefndri hjúpun (occlusion).5 10 12 Aðferðin byggist á því að hjúpa hið sjúka svæði með loft- þéttum umbúðum, venjulega plasthimnu, eftir að steranum hefur verið smurt á. Með þessum hætti minnkar hin náttúrulega út- gufun húðarinnar (perspiratio insensibilis), svo að hún verður heitari, rakari og þar með gegndræpari. Hafa verður í huga, að þessi aðferð eykur að sjálfsögðu hættuna á aukaverkunum. Hún er því að jafnaði not- uð í skamman tíma og krefst venjulegast sjúkrahúsvistar. d. Svæðamunur (regional variation) Mikilvægt er, að frásogun stera er mjög breytileg eftir líkamssvæðum. Feldmann og samstarfsmenn hans3 10 sýndu, að geysi-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.