Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 62

Læknablaðið - 01.07.1978, Síða 62
140 LÆKNABLAÐIÐ ferð kröftugra stera. Talið er, að þessar breytingar geti minnkað eftir að lyfjameð- ferð lýkur.8 Viðnám húðarinnar gegn sýkl- um minnkar við útvortis sterameðferð. Það er því aukin hækka á sýkingu (super- infectio). Oftast er um að ræða pyococca eða candida sýkingu. Ef sjúkdómsgrein- ing er röng eða sterameðferð hafin of fljótt, t.d. við sveppasýkingar, breytist sjúkdómsmyndin algjörlega eða verður HULIN (masking). í nára er þekkt TINEA INCOGNITA, þ.e. rákir sem geisla niður eftir lærunum eða uppá kvið, ásamt æðagúlum og húðrýrnun. Þessi sjúk- dómsmynd stafar venjulega af sveppasýk- ingu á þessu svæði, sem ranglega er með- höndluð með sterum. Útvortis meðferð með kröftugum sterum í andliti getur leitt til ástands sem nefnt hefur verið „STEROID ROSACAE1'.6 23 26 Kemur þetta fram sem roði (erythema) í andlitinu, sem síðar get- ur orðið að fingerðum nöbbum (papulae). Einnig geta komið fyrir grófgerðari útbrot, graftrarnabbar (papulopustulae) eða graftrarbólur (pustulae). Þetta eru reynd- ar sömu einkenni og í „PERIORAL DER- MATTIS (PD) og öðru ástandi sem nefn- ist ROSACEA LIKE DERMATITIS (RLD) og var fyrst lýst um 19 7 0.23 Or- sök PD og RLD er óþekkt, en margir eru þeirrar skoðunar, að þessar 3 sjúk- dómsmyndir séu allar fylgikvillar húð- sterameðferðar, og að RLD sé aðeins út- breitt form af PD.8 26 ACNE og HYPER- TRICHOSIS eða aukinn hárvöxtur í andliti eru einnig vel þekkt aukaáhrif sterameð- ferðar i andliti. Acne útbrotin geta komið í ljós eftir 7 til 14 daga meðferð og fylgir þeim að jafnaði mikið af fílapenslum (komedons). Sem betur fer geta þessar breytingar horfið nokkru eftir að meðferð lýkur.6 Ofnæmi gegn burðarefnum lyfjanna hafa lengi verið þekkt. Hins vegar hefur á síð- ustu árum einnig verið lýst ofnæmi fyrir sjálfum sterunum.118 Alltaf verður einhver frásogun á sterum við útvortis meðferð. Hormonin geta því haft áhrif á samspil undirstúku, heilading- uls og nýrnahettu. Hjá fullorðnum skiftir þetta sjaldan máli, en Munro14 sýndi fram á alvarlegar afleiðingar við húðstera með- ferð hjá börnum. Þessi börn voru með- höndluð vegna mjög útbreiddra eczema eða psoriasis með betametason valerat (flokk- ur III), mest 7.5 g tvisvar á dag. Meðferðin stóð yfir í 10 daga. Tveim dögum síðar var gert próf til að meta starfsemi nýrnahettu- barkarins (Synacten próf). Hún reyndist skert hjá tólf af sextán börnum. Samskon- ar meðferð með hydrokortisoni hafði aftur á móti ekki í för með sér neinar breytingar á hormónastarfseminni tveim dögum eftir meðferð. Þessar rannsóknir verða vart end- urteknar, en ljóst þykir, að notkun kröft- ugra stera á útbreidd húðsvæði hjá börnum getur leitt til varanlegrar röskunar á hor- mónastarfsemi þeirra. Einkennum Cushing’s hefur einnig verið lýst, sykursýki, háþrýstingi, bjúg o.fl., en mu þó vera sjaldgæft.18 Ef notkun húðstera er hætt skyndilega eftir langtíma notkun, geta fyrri einkenni, eða ný útbrot, blossað upp að nýju (RE- BOUND PHENOMENON). Þetta á sér oft stað í andliti. Það er því mjög erfitt að fá fólk til að hætta notkuninni nema með mjög nákvæmum útskýringum á eðli sjúk- dómsins og væntanlegum gangi meðferðar. SJÚKRATILFELLI Hér á eftir er lýst sjúkrasögu 5 sjúk- linga, er leituðu til húðdeildar Sahlgrénska sjúkrahússins í Gautaborg haustið 1977, vegna aukaverkana húðstera. Mynd 2. — Útbrot kringum augu. 46 ára karlm. Finnskumælandi innflytjandi. 1 fyrstu talinn hafa snertiofnæmi. Fékk bví Kenacort A krem á útbrotin. Síðar kom í ljós að hann hafði um sex ára skeið notað Betnovat og Celeston krem í andlitið vegna „þurrar húð- ar“. Fékk því pasta zinci og tetracyclin með- ferð. Ári síðar var hann laus við útbrotin og húðin orðin nær eðlileg. Mynd 3. — HúÖrákir (Cushing’s einkenni). 14 ára stúlka, talin hafa eczema atopicum frá 3ja mánaða aldri. Hefur þurra og hreistrandi húð. Framan á ganglimum má sjá samfelldar rauðar upphleyptar skellur (hyperkeratosis), með skarpri rönd innanvert. Áður haft sams- konar útbrot í andliti og á handleggjum. Útbrotin voru mjög sérkennileg og er hugs- anlegt að þetta sé ekki eczema atopicum, held- ur sjaldgæfur sjúkdómur, sem nefnist Erythro- keratodermia variabilis. Telpan hefur frá barnsaldri fengið húðstera að staðaldri. Frá 1971 verið meðhöndluð með meðalsterkum húðsterum (Kenacort A) og antihistaminlyfj-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.