Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 91

Læknablaðið - 01.07.1978, Page 91
LÆKNABLAÐIÐ 159 staðreynd, að jafnvel þeir, sem eru sérhæfðir í þessari grein, eiga fullt í fangi með að fylgj- ast með þeim nýjungum, sem stöðugt eru að koma fram á þessu sviði. Virðist því ekki vera forsenda fyrir þessum breytingum, ef ekki á að slaka verulega á þeim kröfum, sem gerðar eru í dag. Hins vegar er hugsanlegt, að með f jölgun sér- fræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og fjölgun hæfs starfsliðs verði unnt að dreifa mæðraeftirliti á Reykjavíkursvæðinu, en því aðeins, að það verði undir yfirumsjón fæðing- arlækna, sem hefðu aðstöðu á fæðingardeild- um, jafnvel þótt eftirlitið yrði að einhverju leyti unnið af sérmenntuðum heilsugæslulækn- um og ljósmæðrum. Þessi besti valkostur yrði þó ekki nema að takmörkuðu leyti framkvæmanlegur á lands- byggðinni. Að okkar mati ætti að hafa sömu sjónarmið í huga á Iandsbyggðinni og á Stór- Reykjavíkursvæðinu, þ.e.a.s. að við sjúkrahús landsins skapist aðstaða til að veita sambæri- lega þjónustu við mæðravernd og fæðingar- hjálp. Vegna fjölgunar lækna í þessari grein er fyrirsjáanlegt að þessu muni verða unnt að fullnægja innan tiltölulega fárra ára. Æski- legt væri að skipuleggja heilsuvernd í hinum ýmsu heilsugæsluumdæmum þannig, að hún væri undir umsjón sérfræðings, sem hefði að- stöðu á sjúkrahúsi. Þýðingarmikill þáttur til að ná takmarkinu verður samvinna einstakra heilsugæsluumdæma við þessar stofnanir og jafnframt tengsl stofnana við Landspítalann. Á það skal bent, að nú þegar er góð samvinna milli Kvennadeildar Landspítalans og hinna ýmsu heilsugæslustöðva úti á landsbyggðinni, bæði að því er varðar fæðingarhjálp og hina ýmsu kvensjúkdóma. KVEN S JÚKDÓMAR Hvað kvensjúkdóma varðar, þá vill svo til, að frá 1968 hafa 80% íslenskra kvenna á aldrinum 25—75 ára átt kost á sérfræðiþjónustu í kven- sjúkdómum annað hvort ár í gegnum hóp- skoðanir krabbameinsfélaganna og í mörgum héruðum mun oftar. Enda þótt þessi starfsemi hafi það megin markmið að uppgötva krabba- mein í legi, þá hefur hún haft margháttaða þýðingu er varðar greiningu og meðferð ann- arra kvensjúkdóma. Að auki hefur upplýsing- um verið safnað á einn stað, sem gefur okkur yfirsýn yfir ástand í kvensjúkdómum á Islandi og einnig tryggt þessum konum þá meðferð, sem talin hefur verið nauðsynleg. Hafa hóp- skoðanir krabbameinsfélaganna veitt okkur heildaryfirsýn yfir þau vandamál, sem við er að etja og heilsugæslulæknirinn hefur fengið ákveðnar hugmyndir um samstarf og skipu- lagningu sérfræðiþjónustunnar á heilsugæslu- stöðvum landsbyggðarinnar. Sennilega' hafa augnlæknar haft svipaða reynslu. Að fenginni þessari reynslu verður að telja rétt, að sér- fræðingar í kvensjúkdómum hafi sérstaka mót- tökudaga á heilsugæslustöðinni á þeim stöðum, sem því verður við komið. Nokkrir læknar Kvennadeildarinnar hafa haft reglubundnar skoðanir á heilsugæslustöðvum i nágrenni Reykjavíkur og hafa þar aðgang að dagálum heilsugæslulækna og annarra þeirra er við heilsugæslustöðina starfa. Hafa þeir haft af þessu ómetanlegt gagn og reynslu af samskipt- um við kollega á staðnum. Slíkt samstarf er mjög mikilvægt og færsla dagála verður að lokum mikilvægt heimildargagn um sögu sjúk- lingsins. Þar eru færðar upplýsingar um fyrri sjúkrahúslegur, aðgerðir og lyfjagjafir og geta slíkar færslur sparað endurteknar rannsóknir og jafnvel sjúkrahúsvist. Jafnframt hefur reynslan sýnt, að slíkt samstarf getur stuðlað að viðhaldsmenntun og jafnvel framhalds- menntun heilsugæslulækna. Að því er varðar leitarstarf krabbameinsfélaganna tel ég, að það eigi að vera hér eftir sem hingað til miðstýrt frá Leitarstöð krabbameinsfélaganna að Suð- urgötu 22. Grundvallaratriði fyrir góðum ár- angri er góð samvinna og samstarf sérfræðinga og heilsugæslulækna. Að sjálfsögðu erum við fæðinga- og kvensjúkdómalæknar reiðubúnir að taka hvaða ábendingum sem er, ef tryggt er að það leiði til betri árangurs, en ég vil minna á tvennt: í fyrsta lagi, að cervix cancer hefur verið nánast útrýmt á Islandi með skipu- lagðri, miðstýrðri leit um alla landsbyggð og í öðru iagi, að í fyrra var Island með lægsta burðarmálsdauða, sem skráður hefur verið í heiminum. Ingvar Kristjánsson UM HLUTVERK GEÐLÆKNA Reynsla mín í geðlækningum er eingöngu bundin við sjúkrahúsvinnu. Eru Því hugmyndir mínar um hugsanlegt starf geðlækna á heilsu- gæzlustöðvum fengnar úr fræðum „Community psychiatry". Niðurstöður hinna ýmsu rann- sókna á geðveikum utan sjúkrahúsa benda til þess að 10—40% ibúanna hafi geðveiki eða ein- hverja alvarlega truflun á tilfinningalífi. Hins- vegar liggur það fyrir úr rannsókn Lárusar Helgasonar hér á landi, að 0.6% Islendinga leita geðlæknis á ári hverju. Það má því ætla, að talsvert af fólki sé í umsjá heimilislækna, beint eða óbeint með geðkvilla sína. Hér er því um að ræða allstóran hóp, sem ætla má að sé krefjandi á tíma og sérþjálfun heimilislæknis- ins. Ekki veit ég hversu ánægðir íslenzkir heimilislæknar eru með þetta ástand, en mér er kunnugt um að víða erlendis hefur verið farin sú leið að dreifa sérþekkingu geðlækna meðal heimilis- eða heilsugæzlulækna og ann- arra starfshópa, er sýsla með andlega velferð almennings í formi svonefndra „mental health consultations". Slíkar samráðskvaðningar voru upprunalega skipulagðar af Kaplan í Banda- ríkjunum og Balint í Bretlandi, en þeir unnu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.