Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 95

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 95
LÆKNABLAÐIÐ 163 munandi þarfa, ella gæti reglugerð hér að lútandi orðið málinu meira til trafala en fram- dráttar. Mér þykir rétt að vikja hér nokkrum orðum að hugmyndum mínum um skipulag og rekstur heilsugæslustöðvar hér á Reykjavíkursvæðinu. Á stöðinni starfa þrír til sex læknar, stærri stöðvar eru óhentugar, þar sem fjöldi starfs- fólks þar hlýtur að leiða til útvötnunar á þeirn nánu persónulegu tengslum sem þurfa að ríkja á milli starfsfólksins. Vaktþjónusta krefst þess að stöð hafi eigi færri en þrjá lækna. Af mörgum ástæðum er vaktþjónusta algjör nauð- syn jafnt í þéttbýli sem í dreifbýli. Því er mjög aðkallandi að aflétta því ófremdarástandi, sem nú ríkir í Reykjavík, að ekki fáist nein þjón- usta heimilislækna eftir kl. 17.00 eða kl. 18.00 og að vaktskyldu heimilislækna við þeirra sjúk- linga sé að mestu sinnt af spítalalæknum. Heilsugæslustöðin á að vera staðsett utan sjúkrahúss, þar sem því verður við komið, í hverfinu sem hún á að þjóna og koma 1000— 1500 sjúklingar í hlut hvers læknis á stöðinni. Fjögurra lækna stöð mundi þannig mest geta þjónað 6000 manna hverfi. Þessir fjórir læknar hafa aðskilda sjúklingahópa, en að sjálfsögðu aðgang að öllum spjaldskrám og leita þvi sjúk- lingar ávallt til síns læknis, nema ef vera skyldi i bráðatilfellum, eða þegar læknirinn er veikur eða í frii. Sjúklingarnir eiga því ekki frjálsan aðgang að öllum læknum stöðvarinnar, heldur er hér raunverulega verið að flytja gamla heimilislæknakerfið inn á stöðina. Samgangur milli læknanna yrði að sjálfsögðu mikill og tíðar consultationir á alla vegu. Vinna á stöð- inni er fullt starf, sem þýðir að ég þarf að vera við frá 8.00 eða 9.00—17.00 og eftir það er ég annað hvort sjálfur á vakt eða einhver félaga minna á stöðinni. Hálft starf i praxis er ekki til og í mínum huga ber tilvist hug- taksins vott um minnkandi vitund lækna fyrir þjónustukvöð þeirri sem á þeim hvilir. Mikill hluti frumheilsugæslu (primary care) á Reykjavíkursvæðinu hefur til þessa verið sinnt af sérfræðingum í hinum ýmsu klínisku greinum. Þannig er mikið af tilvísunum fengið með simtali við heimilislækni án þess að hann fjalli sjálfur nánar um málið, t.d. til kven- sjúkdómalækna, barnalækna og háls-, nef- og eyrnalækna. Vafalaust eru margir orsakaþætt- ir hér að verki. Þyngst á metunum vegur þó sennilega aðstöðuleysi og tímaskortur heimilis- lækna, en einnig fæð þeirra, svo og skortur á fjárhagslegri umbun fyrir aukavinnu. Því er það mín bjargföst sannfæring, að fjölgun heimilislækna og bætt starfsaðstaða þeirra ásamt breyttu greiðslufyrirkomulagi myndu stórfækka sérfræðitilvísunum og þá um leið stuðla að því að sérfræðingar ynnu meira í samræmi við sína menntun, það er sem consult- antar. Þar með yrði aðalástæða sérfræðitilvis- unar að heimilislæknir þyrfti aðstoð við að leysa greiningar- eða meðferðarvandamál. Reyndar tel ég, þótt engar tölur liggi fyrir, að þessi þróun sýni sig nú þegar við heilsugæslu- stöðina í Árbæ. Fækkun tilvísana er þó að sjálfsögðu ekkert markmið í sjálfu sér, þar sem slæm læknisþjónusta getur eins einkennst af mjög fáum tilvísunum eins og fjölmörgum. Torvelt hefur þó reynst að finna meðalhóf í þessum efnum. Hvar á þjónusta sérfræðinganna að fara fram? Margir kostir fylgja staðsetningu þess- arar þjónustu á heilsugæslustöðinni sjálfri. Fyrst og fremst yrði það sjúkiingum til þæg- indaauka og tímasparnaðar að hætta að þurfa að leita til sérfræðinga úti í bæ Þó að sá þæg- indaauki sé ekki eins mikill og fyrir dreifbýlis- fólk, sem sparar sér borgarferð. Þetta hefur marga kosti fyrir heilsugæslulækninn sem gæti þá fylgst með störfum sérfræðingsins sér til menntunarauka og um leið tryggt ,,fol!ow-up“. Heimilislæknum hafa stundum fundist tilvísan- ir til sumra sérfræðinga þýða að þeir sjái ekki skjólstæðing sinn aftur fyrr en eftir mörg ár og væntanlega myndu þessar áhyggjur eyðast með því að þjónustan færi fram á stöðinni. Síðast en ekki síst yrðu tengslin við frum- heilsugæslu og kynni af þankagangi heimilis- lækna sérfræðingum til einhvers gagns og gam- ans. Tegund sérfræðiþjónustu skiptir einnig hér nokkru máli, þannig virðist mér mun mikilvægara að halda nánum tengslum við þá sérfræðinga sem einkum fést við langvarandi sjúkdóma og er þá einkum átt við medicinskar sérgreinar. Eftirlit með t.d. asthmasjúklingum, hjartabilun, undirmigu og þroskavandamálum barna krefst nánari tengsla heilsugæslulæknis og sérfræðings, en t.d. kviðslits- eða gall- blöðruaðgerðir og kirtlatökur. Galli þessa fyr- irkomulags er einkum hættan á ofnotkun sér- fræðigreina. I stað þess að blása rykið af eigin fræðum myndi heilsugæslulækni, sem fyndi sig t.d. vanmáttugan i vandamálum barna, hætta til að vísa til sérfræðings án þess að takast á við vandann sjálfur í upphafi. Að samanlögðu virð- ast kostir þessa fyrirkomulags meiri en gallar. En hversu mikið þarf tilvísunarflæði að vera til að raunhæft geti talist að fá sérfræðinga í reglubundnar heimsóknir? Þetta verður að skoðast í ljósi þess sem að framan er getið, þ.e. að með tilkomu heilsu- gæslustöðva fækkar tilvísunum vegna bættrar aðstöðu heilsugæslulæknanna, svo og þess að æskilegast er að heilsugæslustöðvar séu litlar, mest fyrir sex lækna. Reynslan fram að þessu sýnir að tveggja til fjögurra lækna stöðvar bjóða ekki uppá nóg tilvísanaflæði til að raun- hæft sé að standa fyrir reglubundnum sérfræð- ingaheimsóknum. Á hinn bóginn er ég þess fullviss að sex lækna stöð mundi þurfa á sér- fræðingum að halda með reglubundnu millibili, mætti hugsa sér að fyrst yrði ráðinn barna- læknir, síðan háls-, nef- og eyrnalæknir, kven- sjúkdómalæknir o.s.frv. Niðurstaðan er sú að ekki er tímabært að ráða sérfræðinga í störf við heilsugæslustöðvar fyrr en stöðvar fyrir fjóra til sex lækna hafa tekið til starfa. Þvi þarf að halda við og um leið betrumbæta það tilvísanakerfi sem nú er við lýði, og er það ekki slæmur kostur sé þess gætt að upplýsingaflæði sé fullnægjandi í báðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.