Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 7
DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 7 Níu bæði á lauNum og eftirlauNum Engin áform eru uppi um að breyta lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna áður en kjörtímabilið er úti. Umdeild lagasetning í árslok 2003 gerði að verkum að fyrrverandi kjörnir fulltrúar gátu við 55 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að þeir væru enn í fullu starfi, hvort sem er hjá hinu opinbera eða annars staðar. Tvö ár eru síðan þáverandi forsætisráðherra sagðist ætla að nema heimildina úr gildi. Þrátt fyrir tveggja ára gömul fyrirheit eru engin áform uppi um að afnema heimild fyrrverandi ráðherra og þingmanna til að taka eftirlaun sam- hliða því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög sem voru sett í desember 2003 höfðu í för með sér að fyrrverandi ráðherrar og þing- menn geta nú tekið eftirlaun þrátt fyrir að vera enn í launuðu starfi og það frá 55 ára aldri. Áður gátu þing- menn og ráðherrar ekki hafið töku eftirlauna fyrr en þeir náðu 65 ára aldri. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sagðist í janúar 2005 ætla að beita sér fyrir að lög- unum yrði breytt þannig að fyrrver- andi ráðherrar og þingmenn gætu ekki þegið eftirlaun meðan þeir væru í launuðum störfum. Fulltrúar flokk- anna lögðust yfir málið næstu mán- uði og var stefnt að því að kynna nýtt frumvarp fyrir lok þings þá um vorið. Ekkert varð af því þar sem engin sam- staða náðist um það. Vinstri grænir sögðu á sínum tíma að það væri eðli- legt Samkvæmt upplýsingum DV úr forsætisráðuneytinu er ekki unnið að því að breyta lögunum á þessu kjörtímabili. Litlar líkur eru því á að lögunum verði breytt og tekið fyr- ir möguleika fyrrverandi kjörinna fulltrúa til að þiggja eftirlaun með- an þeir eru enn í annarri launaðri vinnu. Níu á tvöföldum launum Fimm af þeim þrjátíu fyrrverandi ráðherrum sem þáðu eftirlaun fyrir ráðherrastörf sín á síðasta ári voru í störfum á vegum hins opinbera samhliða því að þiggja eftirlaun. Þetta kemur fram í svari Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins við fyrirspurn DV. Ekki kemur þó fram hvort ein- hverjir fyrrverandi ráðherrar á eft- irlaunum voru í launaðri vinnu hjá öðrum en ríkinu þar sem sjóðurinn hefur engar upplýsingar þar um. Í ársbyrjun 2005, ári eftir að lögin voru samþykkt, voru sjö fyrrverandi ráðherrar bæði á launum frá ríkinu og eftirlaunum. Þeim hefur fækkað og kann þar að spila inn í að nokkr- ir sendiherrar hafa hætt störfum síð- ustu misseri. Auk ráðherranna fimm þiggja níu fyrrverandi þingmenn eftirlaun samhliða störfum á vegum hins op- inbera. Líklegast er að fimm þeirra séu ráðherrarnir sem nefndir eru hér að framan. Að því gefnu þiggja fjór- ir fyrrverandi þingmenn, sem ekki hafa verið ráðherrar, eftirlaun. Alls þiggja 115 fyrrverandi þingmenn eft- irlaun sem á síðasta ári námu sam- an- lagt 185 milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. Laun ráðherranna 30 námu að sögn sjóðsins 40 milljónum króna samanlagt. Margir græddu Þó að það hafi helst verið mögu- leiki fyrrverandi þingmanna og ráð- herra að þiggja eftirlaun samhliða öðrum störfum sem fór fyrir brjóstið á fólki, þegar fréttist af þeim möguleika fyr- ir tveimur árum var fleira sem vakti at- hygli þegar lagafrum- varpið var í meðför- um þingsins. Eitt atriði var að eftirlaun ráðamanna hækkuðu veru- lega. Þannig var tiltekið að eftir- launaréttur Dav- íðs Oddsson- ar, þáverandi forsætisráðherra, hækkaði um 300 þúsund krónur á mán- uði vegna breyttra viðmiða um eftirlaunarétt. Sam- kvæmt þeim viðmiðum átti hann rétt á eftirlaunum sem námu 80 pró- sentum af launum eftirmanns hans á hverjum tíma. Þá var reiknireglu fyrir eftirlaunarétt forsætisráðherra breytt þannig að seta hans á öðr- um ráðherrastólum var að þriðj- ungi metin til starfa sem forsætis- ráðherra þegar kom að útreikningi eftirlauna. Það þýddi að Halldór Ás- grímsson, sem vitað var að tæki við embætti forsæt- isráðherra næsta ár fengi full eftirlaun forsætisráð- herra eftir eitt ár í starfi. Fleiri nutu góðs af Eftirlaun ráðherra jukust einnig og rétt- ur þeirra til töku eft- irlauna rýmkaði. Þannig geta ráð- herrar sem hættu afskiptum af stjórn- málum nú hafið töku eftirlauna sextugir en þurftu áður að bíða til 65 ára aldurs. Þetta varð til dæmis til þess að Tómas Ingi Olrich, sem hætti sem mennta- málaráðherra um áramót 2003 og 2004 til að gerast sendiherra, átti rétt á að hefja þegar töku eftirlauna en hefði ella ekki haft rétt til þess fyrr en fimm árum síðar. Samhliða eftirlaunalögunum voru afgreidd lög um aukagreiðslur til formanna stjórnmálaflokka sem sitja á þingi en eru ekki ráðherrar. Þær nema 50 prósentum af þing- fararkaupi eða tæpum 260 þúsund krónum á mánuði í dag. Þess njóta formenn stjórnarandstöðuflokk- anna góðs af, Guðjón Arnar Kristj- ánsson hjá Frálslynda flokknum, Steingrímur J. Sigfússon hjá Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og á undan henni Össur Skarphéðins- son, hjá Samfylkingunni. Sjötti hver fyrrverandi ráðherra sem nú þiggur eftirlaun úr Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins er jafnframt í launuðu starfi á vegum ríkisins. Alls þiggja fimm fyrrverandi ráðherrar og níu fyrrverandi þingmenn hvort tveggja eftirlaun og laun frá hinu opinbera. Fimm af þeim þrjátíu fyrrverandi ráðherrum sem þáðu eftirlaun fyrir ráðherrastörf sín á síðasta ári voru í störfum á vegum hins op- inbera samhliða því að þiggja eftir- laun. Hétu breytiNguM Mikil óánægja braust út meðal almennings eftir að ljóst varð að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu hvort tveggja eftirlaun og laun frá ríkinu á sama tíma. Skömmu síðar lýsti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, því yfir að taka þyrfti málið til athugunar og þótti líklegt að breyta þyrfti lögum. Þetta var 24. janúar árið 2005, fyrir rúmum tveimur árum og enn bólar ekki á breytingum. Halldór sagði meðal annars á þessum tíma að mönnum hefði sést yfir það að lagabreytingin yrði til þess að fyrrver- andi ráðherrar og þingmenn gætu árum saman ver- ið samtímis á eftirlaunum frá ríkinu og launum ann- ars staðar frá. Þetta sagði hann að hefði ekki verið hugsunin og stæði til að breyta þessu. Davíð Oddsson eftirlaunalögin voru samin í forsætisráðuneytinu meðan davíð Oddsson var forsætisráð- herra. eftirlaunaréttur hans hækkaði um 300 þúsund krónur á mánuði frá því sem áður var. Halldór Ásgrímsson Lýsti því yfir í janúar 2005 að breyta þyrfti lögum og vildi samstöðu um slíkt. Hún náðist ekki. Hann fékk rétt til fullra eftirlauna sem forsætisráðherra í þrjú kjörtímabil þótt hann sæti aðeins í tvö ár. guðjón Arnar Kristjánsson formaður frjálslynda flokksins fékk 260 þúsund króna launahækkun sem formaður stjórnmálaflokks sem ekki á sæti í ríkisstjórn. ingibjörg Sólrún gísladóttir formaður samfylkingarinnar fékk 260 þúsund króna launahækkun sem formaður stjórnmálaflokks sem ekki á sæti í ríkisstjórn. Össur Skarphéðinsson Þáverandi formaður samfylk- ingarinnar fékk 260 þúsund króna launahækkun sem formaður stjórnmálaflokks sem ekki á sæti í ríkisstjórn en hefur nú misst hana. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs fékk 260 þúsund króna launahækkun sem formaður stjórnmálaflokks sem ekki á sæti í ríkisstjórn. bryNJólFur Þór guðMuNDSSON blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.