Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 22
föstudagur 16. febrúar 200722 Fréttir DV Ríkisstjórn Íslands vissi af fjármála- óreiðu í rekstri Byrgisins, þegar árið 2002. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Að- alsteins Sigfússonar sálfræðings um starfsemi Byrgisins á fundi, snemma árs 2002. Í kjölfarið var samt ákveð- ið að halda áfram styrkjum til starf- seminnar. Einstakir þingmenn stjórnar- flokkanna höfðu vitneskju um skýrsl- una um leið og hún var lögð fyrir utanríkisráðherra, Halldór Ásgríms- son. Þannig vitnar Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki í skýrsluna í ræðu á Alþingi þann 13. janúar 2002. Úttekt Aðalsteins á Byrginu fór fram á tíma- bilinu 5. nóvember 2001 til 15. jan- úar 2002. Í ræðu sinni sagði Kristján Páls- son að í Byrginu hefðu verið unnin kraftaverk og ekki hefðu verið gerðar veigamiklar athugasemdir við starf- semina í skýrslunni. Þarf ströng skilyrði Eins og komið hefur fram, sagði Aðalsteinn Sigfússon í skýrslu sinni að fjármál Byrgisins væru í molum og ekki væri byggjandi á bókhaldi félagsins. „Forsenda þess að rík- ið styrki Byrgið áfram, að áliti mats- manns, er að Byrgið skili uppgjörum á hálfs árs fresti, árituðum af endur- skoðanda meðan verið er að koma fjármálastjórn og bókhaldi í lag,“ seg- ir Aðalsteinn í skýrslunni. Úr þessu varð ekki. Með þessa vitneskju í farteskinu var ákveðið í félagsmálaráðuneyti að halda áfram styrkjum til Byrgisins. Starfshópur aðstoðarmanna Skömmu eftir að Aðalsteinn skil- aði skýrslunni um Byrgið var skip- aður starfshópur til þess að tryggja að gagnrýninni yrði fylgt eftir. Þenn- an starfshóp skipuðu þau Birkir Jón Jónsson, þáverandi aðstoðarmaður Páls Péturssonar, Egill Heiðar Gísla- son, þáverandi aðstoðarmaður Hall- dórs Ásgrímssonar, og Elsa Björk Friðfinnsdóttir, þáverandi aðstoðar- maður Jóns Kristjánssonar. Um það leyti sem Birkir Jón yfir- gaf félagsmálaráðuneytið hafði verið undirritað samkomulag milli Byrg- isins og ráðuneytisins um að áfram- haldandi greiðslur frá ríkinu yrðu háðar ströngum skilyrðum um úr- bætur í bókhaldi og fjármálum. Strax haustið 2002 var þessu sam- komulagi ekki fylgt frekar eftir og Byrgið hélt áfram að þiggja styrki án þess að hreinsa til í bókhaldinu. Fengu ekki skýrsluna Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingar, segir að skýrsla Aðalsteins hafi aldrei verið kynnt fulltrúum minnihlutans í fjárlaga- nefnd. „Ef svo var þá var hún aðeins kynnt meirihlutanum. Við í minni- hlutanum fengum aldrei að sjá þessa skýrslu,“ segir Margrét. Hún segir að í fjárlaganefnd hafi fyrst og fremst ver- ið rætt um fjárhagserfiðleika Byrg- isins í tengslum við flutningana frá Rockville á Miðnesheiði. Í skýrslunni fékk Byrgið hrós fyr- ir að skapa úrræði fyrir ákveðinn hóp fólks sem hvergi annars staðar fékk inni. „Þar fyrir utan bendir skýrslan svo ótvírætt til þess að fjármálin séu í rugli og óreiðu. Menn hefðu vitan- lega átt að staldra við. Það var á þess- um tíma sem framlögin byrjuðu að hækka,“ segir Margrét. Guðmundur í pólitík Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, var ötull talsmaður Byrgisins og hvatti til þess á Alþingi að starfsemin fengi aðstoð. Guðjón vitnaði í tölur við afgreiðslu fjárlaga í desember 2002. Tölurnar hafði Guðjón fengið frá stjórnendum Byrgisins, sem höfðu talið honum trú um að til væri skýrsla þar sem góður árangur meðferðarheimilisins væri tíundaður. Á daginn kom að skýrslan sem Guðjón vitnaði í var ekki til. Guðmundur Jónsson, forstöðu- maður Byrgisins, var á þessum tíma í tengslum við Frjálslynda flokkinn. Hann sat meðal annars í ellefta sæti á framboðslista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosn- ingum vorið 2003. Átta mánaða frestur Þann 28. september 2001 bað ut- anríkisráðuneytið Aðalstein Sigfús- son að gera úttekt á starfsemi Byrgis- ins. „Þess er óskað að úttekt yðar feli í sér mat á aðferðum Byrgisins við meðferð á áfengis- og vímuefnaneyt- endum, hve vel húsakynnin í Rock- ville henta til slíkrar starfsemi til frambúðar og hverju öðru sem þér teljið máli skipta,“ segir í beiðni ráðu- neyt- isins til Aðalsteins. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að Byrgið hafi komið til móts við hóp einstaklinga sem aðrar meðferðar- stofnanir hafi í mörgum tilfellum gefist upp á. Gagnrýni á fjármála- óreiðu í Byrginu er afdráttarlaus. Í niðurstöðum segir meðal annars: „Matsmaður mælir með að Byrginu verði gefnir átta mánuðir til að bæta úr annmörkum.“ „Forsenda þess að ríkið styrki Byrgið áfram, að áliti matsmanns, er að Byrgið skili uppgjörum á hálfs árs fresti, árituðum af endurskoðanda meðan verið er að koma fjármálastjórn og bókhaldi í lag.“ Ríkisstjórn og meirihluta fjármálanefndar var kunnugt um svarta skýrslu Aðalsteins Sigfússonar sálfræðings um Byrgið árið 2002. Vinnuhópur aðstoðarmanna félagsmála-, utanríkis- og heil- brigðisráðherra var settur á laggirnar til þess að fylgja málinu eftir. Haustið 2002 var frestur Byrgisins til þess að koma fjárreið- um í lag runninn út. Byrgið hélt áfram að þiggja styrki án þess að hreinsa til í bókhaldinu. SiGtryGGur JóhannSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Meðferð á kristilegum grundvelli guðmundur byggði meðferð sína á biblíunni og kristilegum grunni. byrgið skilgreindi sig sem afeitrunarstöð þrátt fyrir að landlæknir hafi í tvígang synjað umsóknum um leyfi fyrir slíkri starfsemi. Ríkisstjórn Íslands var kynnt svört skýrsla um fjármál Byrgisins árið 2002. Tillögum vinnuhóps um skýrsl- una var ekki fylgt eftir. Meirihluta í fjárlaganefnd var einnig kunnugt um fjármálaóreiðu í Byrginu. Blekkingar- vefur í málum Byrgisins Byrgið1996-2006 Forstöðumaðurinn guðmundur Jónsson var á framboðslista frjálslynda flokksins í alþingiskosningum 2003. guðjón arnar Kristjáns- son formaður flokksins barðist fyrir málstað byrgisins á þingi með upplýsingum frá guðmundi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.