Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 30
föstudagur 16. febrúar 200730 Sport DV
Öll spjót stóðu á Alan Curbis-
hley um síðustu helgi þegar liðið
tapaði fyrir Watford. Fregnir ber-
ast nú frá austurhluta London um
að Curbishley neiti að borða með
leikmönnum sínum, hann vilji að
allir æfi aukalega og samband hans
við Eggert Magnússon hangi á blá-
þræði.
Anton Ferdinand átti sök að máli
með því að brjóta á Darius Hend-
erson innan teigs og Watford fór því
með þrjú stig frá Upton Park. Cur-
bishley tók hina þekktu hárþurrk-
umeðferð á hinn 21 árs Ferdinand.
Var það væntanlega það síðasta
sem Ferdinand þurfti með en Cur-
bishley fór ekki leynt með þá skoð-
un sína að hann þyrfti nýja varn-
armenn í janúarglugganum. Hann
fékk tvo, þá Lukas Neil og Matthew
Upson, sem eru hæstlaunuðustu
liðsmennirnir við litla hrifningu
annarra leikmanna sem telja sig al-
veg jafngóða, ef ekki betri.
Julian Dicks sem er dýrkaður og
dáður hjá stuðningsmönnum West
Ham sagði í vikunni að hugsanlega
hafi verið mistök hjá Eggerti Magn-
ússyni að losa sig við Alan Pardew.
„Kannski losaði herra Magnússon
sig við Alan Pardew of snemma. Við
þurfum á sigrum að halda, en þessa
stundina er engin trú, enginn andi
og engin barátta í liðinu. Ég sá eng-
an leiðtoga inni á vellinum á móti
Watford, aðdáendur liðsins þurfa
að hafa trú á að West Ham geti
bjargað sér frá falli. Þessa stundina
er það erfitt,“ sagði þessi fyrverandi
varnarjaxl og þegar hann talar þá
hlusta aðdáendur West Ham.
Opinberlega hafa leikmenn sagt
að þeir séu tilbúnir að gera hvað
sem er til að bjarga West Ham frá
falli, sem myndi kosta félagið ekki
minna en tvo og hálfan milljarð í
töpuðum sjónvarpstekjum, en á
bak við tjöldin er vaxandi ólga inn-
an leikmannahópsins vegna að-
ferða Alans Curbishley.
benni@dv.is
KanchelsKis
leggur
sKóna á
hilluna
andrei
Kanchelskis,
fyrrverandi
leikmaður
Manchester
united, er hættur
að leika
knattspyrnu, 38 ára að aldri.
Kanchelskis var tvisvar í liði
Manchester united sem vann ensku
úrvalsdeildina og einu sinni enska bik-
arinn. Kanchelskis hefur víða komið
við á ferlinum en síðasta liðið sem
hann lék með var Krylya sovetov í
rússlandi.
ranieri teKur
við Parma
Ítalska
knattspyrnuliðið
Parma hefur ráðið
Claudio ranieri,
fyrrverandi
þjálfara Chelsea,
sem þjálfara
liðsins. Parma er í
næstneðsta sæti
ítölsku deildarinnar. ranieri er 54 ára
gamall og þjálfaði síðast lið Valencia
en var sagt upp störfum þar í febrúar
árið 2005.
schumacher næsti fram-
Kvæmdastjóri
ferrari?
samkvæmt
þýskum
fjölmiðlum er
Michael
schumacher í
viðræðum við
ferrari um að
gerast
framkvæmdastjóri
formúlu 1 liðsins. schumacher vann
sjö heimsmeistaratitla á ferli sínum
sem ökumaður. Þrátt fyrir að vera
hættur að keyra fylgist schumacher
náið með gangi mála hjá ferrari. Hann
fær allar upplýsingar um gengi á
æfingum liðsins sendar heim til sín og
mun fara með liðinu í æfingabúðir í
Melbourne í Ástralíu í næsta mánuði.
robinho óánægður
hjá real
madrid
brasilíski
sóknarmaðurinn
robinho hefur
gefið í skyn að
hann muni
yfirgefa herbúðir
real Madrid í
sumar ef hann
fær ekki fleiri
tækifæri með liðinu. „eins og er þá er
ég óánægður af því að ég fæ lítið að
spila. Ég hef setið mikið á bekknum
eftir að Capello tók við. Og ef ekkert
breytist mun ég þurfa að skoða hvað
er best fyrir mig,“ sagði robinho.
figo enn á báðum áttum
Mikil rekistefna
hefur verið um
framtíð Luis figo,
leikmanns Inter
Milan. figo sagði
nýverið að enn
væri óvíst hvort
hann færi til al
Ittihad í sumar.
figo hefur þegar
lagt
landsliðsskóna á hilluna og segir að
yfirstandandi tímabil sé hans síðasta í
hæsta gæðaflokki. samningur hans
við Inter Milan rennur út í sumar.
hoeness eKKi hrifinn
af victoriu
uli Hoeness,
framkvæmda-
stjóri bayern
München, er
ekki par hrifinn
af Victoriu
beckham og
segir að fólk
eins og hún sé
að eyðileggja
fótboltann. „Ég
kann vel við
david
beckham en
ekki konuna
hans. Manneskjur eins og hún eru að
eyðileggja fótboltann. Það er synd að
david beckham sé að fara til
Hollywood,“ sagði Hoeness og kennir
Victoriu um brotthvarf davids
beckham frá real Madrid.
ÍÞRÓTTAMOLAR
sveinn elías elíasson er
einn efnilegasti frjálsíþrótta-
maður landsins. Á Meistara-
móti Íslands bætti hann tvö
Íslandsmet í hlaupagreinum
og þrátt fyrir ungan aldur er
Sveinn Elías kominn í fremstu
röð frjálsíþrótta hér á landi.
Meistaramót Íslands í frjálsum
íþróttum fór fram í frjálsíþróttahöll-
inni í Laugardal um síðustu helgi.
Mörg met féllu en mesta athygli vakti
árangur Sveins Elíasar Elíassonar.
Sveinn Elías er 17 ára gamall og
keppir fyrir hönd Fjölnis í Grafarvogi.
Hann setti Íslandsmet í sex aldurs-
flokkum í 200 og 400 metra hlaupum
auk þess að vinna til gullverðlauna í
60 metra hlaupi. Sveinn Elías keppti
einnig í langstökki, stangarstökki
og 60 metra grindahlaupi þar sem
hann bætti við sig silfurverðlaunum
í stangarstökki.
Eins og algengt er á þessum aldri
er Sveinn Elías ekki farinn að sér-
hæfa sig í neinni grein. „Eins og
staðan er í dag eru 200 og 400 metra
hlaup mínar helstu greinar. Ég stefni
samt á tugþraut í framtíðinni en ég er
að keppa í fullt af greinum fyrir utan
þrautina,“ sagði Sveinn Elías.
Frjálsíþróttaárið er rétt að byrja
og það er nóg fram undan á þessu
ári hjá Sveini Elíasi. „Bikarkeppnin
er fram undan. Einnig er mót í fimm-
þraut á næstunni. Ég stefni á að fara á
EM 19 ára og yngri í sumar og Norð-
urlandamótið sem er í september.
Svo eru smáþjóðaleikarnir á þessu
ári. Það getur svo vel verið að ég taki
þátt í einhverjum fleiri mótum fyrir
utan þessi,“ sagði Sveinn Elías.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Sveinn Elías gert töluvert af því að
keppa á erlendri grund. „Ég keppti á
HM 17 ára og yngri árið 2005, þá var
ég 16 ára. Síðan hef ég farið á borgar-
leika í Bandaríkjunum og tekið þátt í
nokkrum Norðurlandamótum.“
stefnir á nám í bandaríkjunum
Sveinn Elías stundar nám í nátt-
úrufræði við Borgarholtsskóla.
„Stefnan hjá mér er að fara til Banda-
ríkjanna á skólastyrk eftir framhalds-
skólann og læra sjúkraþjálfun. Ég
hef stefnt að því frekar lengi,“ sagði
Sveinn Elías. En hann er þó ekki far-
inn að skoða skóla að svo stöddu.
„Stefnan er að minnsta kosti sett
á Bandaríkin. Það er samt ekkert
ákveðið neitt lengra en það.“
Sveinn Elías hefur sett sér skýr
og háleit markmið fyrir framtíðina.
„Markmið mitt er að fara á Ólymp-
íuleikana í London árið 2012. Einn-
ig stefni ég á að keppa
á heimsmeistaramótum í
framtíðinni. Langtímamarkmið-
ið er samt sett á ólympíuleikana og
að komast í topp 10,“ sagði Sveinn
Elías en hann hefur aldrei æft aðra
íþrótt en frjálsar.
„Ég var samt aðallega langhlaup-
ari þegar ég var 10 til 14 ára. Þá hljóp
ég ekkert styttra en þrjá kílómetra.
Það breyttist síðan þegar ég hand-
leggsbrotnaði í langstökki á sínum
tíma. Eftir það fór ég að æfa kraft-
greinar meira, stökk og spretthlaup.
Að vísu er keppt í 1.500 metra
hlaupi í tugþraut en ég er alveg hætt-
ur að keppa í langhlaupum. Eftir að
hafa verið í langhlaupum áður þá er
ég með ágætt grunnþol. Það kemur
sér vel í 1.500 metra hlaupi,“ sagði
Sveinn Elías. En hvað varð til þess að
hann hóf að æfa frjálsar íþróttir?
„Jónína Ómarsdóttir, dóttir
Ómars Ragnarssonar, var að þjálfa
hjá Fjölni þegar ég byrjaði að keppa í
langhlaupum. Ég kynntist henni vel.
Hún hélt mér í þessu og kveikti áhug-
ann hjá mér.“
meiri áhugi hjá krökkum á
frjálsum
Fjölnir og Ármann æfa og keppa
undir sama merki í meistaraflokki
og Sveinn Elías sagði að góður andi
ríkti innan hópsins. „Mér finnst þetta
vera mjög góður hópur sem ég er að
æfa með. Mjög skemmtilegt að vera
í kringum hann og það eru allir að
æfa vel.“
Frjálsíþróttahöllin í Laugardal
hefur verið sannkölluð bylting fyr-
ir frjálsar íþróttir hér á landi. Í dag
getur frjálsíþróttafólk á höfuðborg-
arsvæðinu æft við toppaðstæður og
það hefur sýnt sig í árangri síðustu
misseri. „Áður en þetta hús var reist
hafði ég tvisvar eða þrisvar farið út og
keppt í svona húsi. Eftir að þetta hús
kom er ég nánast hættur að keppa
í útlöndum á innanhústímabilinu.
Hér er aðstaðan komin sem ég var að
leitast eftir á þeim tíma.
Núna eru að koma upp 13 og 14
ára krakkar sem eru að bæta sig mjög
mikið fyrst og fremst út af þessari að-
stöðu. Þetta hús vekur miklu meiri
áhuga hjá krökkum á frjálsum. Krakk-
ar eru að æfa vel og það eru marg-
ir sterkir frjáls-
íþróttamenn að
koma upp úr yngri
flokkum,“ sagði
Sveinn Elías og bætti
við að hann hafi sjálf-
ur bætt sig töluvert með
tilkomu frjálsíþróttahall-
arinnar í Laugardal.
„Ég finn talsverðan mun á mér
í innanhúsgreinum. Það er eingöngu
200 metra hlaupahringur innan-
húss en 400 metra hringur utanhúss,
þannig að það nást alltaf lélegri tímar
innanhúss. Maður er í krappri beygju
og nær ekki eins miklum hraða. Ég
æfi hér og í lyftingaklefanum hérna
flesta daga vikunnar,“ sagði Sveinn
Elías að lokum.
dagur@dv.is
Stefnir á
Hvað er að gerast á Upton Park?
Sagt er að alan curbishley nýr stjóri West Ham ráði ekki við
álagið sem fylgir fallbaráttu.
gömul hetja
Julian dicks er dýrkaður
og dáður á upton Park.
ólympíuleikana
árið 2012
efnilegur íþróttamaður
sveinn elías setti sex aldursflokkamet í 200
og 400 metra hlaupum um síðustu helgi.