Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Page 38
föstudagur 16. febrúar 200738 Helgarblað DV
H
erdís Þorvalds-
dóttir leikkona
hefur alltaf haft
mikinn áhuga á
umhverfismál-
um, en kannski
aldrei eins mik-
inn og nú. Hana dreymir um að gerð
verði heimildarmynd um sauðkind-
ina og telur engan stjórnmálaflokk
þora að takast á við það vandamál
sem hún kallar „rányrkjubúskap“ og
biður landsfeður um að vakna áður
en það verður um seinan.
„Við erum öðrum þjóðum víti til
varnaðar í umhverfismálum,“ er eitt
af því fyrsta sem hún segir eftir að við
höfum komið okkur fyrir við borð-
stofuborðið á listrænu heimili hennar
vestur á Dunhaga. Hér hefur Herdís
Þorvaldsdóttir leikkona búið um ára-
tugaskeið og heimili hennar er eins
og hún sjálf, glæsilegt.
Hún hefur fallist á að segja mér
af ævi sinni; af hjónabandi sínu og
Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttar-
lögmanns, sem kom mikið við sögu í
Bjargs- og Breiðuvíkurmálunum – en
það eru umhverfismálin sem brenna
mest á henni og að hennar mati eru
áhrif álvera smámál.
„Við eigum heiðurinn af því að hafa
komið okkur upp stærstu manngerðu
eyðimörk í heimi, en höldum samt
áfram að stunda rányrkju á nærri ör-
foka landi,“ segir hún. „Landgræðslan
rembist við viðgerðir en hefur hvergi
undan eyðingaröflunum. Áhrif álvera
á umhverfi okkar er bara smámál á
móts við vanda af gróðureyðingu og
uppblæstri á landinu öllu. Koltvísýr-
ingur sem fer upp í andrúmsloftið
úr uppgröfnum mýrum og illa grónu
og skemmdu landi er meiri en allur
skipaflotinn okkar framleiðir. Á þetta
er aldrei minnst þegar talað er um
mengun. Hvers vegna ekki?“
Föðurmissir
Við ákveðum að ræða líf hennar
áður en við höldum áfram að ræða
umhverfismálin.
„Ég átti yndislega æsku í Hafnar-
firði í fjögurra systkina hópi,“ segir
hún. „Litla húsið okkar stóð við enda
skrúðgarðsins Hellisgerðis, sem þá
þegar var orðið mikið ævintýraland á
sumrin. Pabbi átti bóka- og matvöru-
verslun í bænum. Mér er minnisstætt
þegar hann fór með okkur systurnar í
sparifötunum í gönguferðir á sunnu-
dagsmorgnum á meðan mamma
eldaði sunnudagssteikina. Oft var
farið niður á bryggju og kíkt á milli
rifanna á bryggjuplönkunum eða
skipin skoðuð. Pabbi hafði keypt fal-
legt hús sem stóð undir Hamrinum.
Þar voru klettar og lautir ásamt út-
sýni yfir höfnina. Þangað fluttum við
að vori. Einn dag um haustið þegar ég
var níu ára veiktist pabbi hastarlega.
Það reyndist vera botnlangabólga.
Líklega hefur botnlanginn sprung-
ið og eftir mislukkaða aðgerð fékk
hann lífhimnubólgu og dó, aðeins
37 ára að aldri. Þetta var skömmu
áður en fúkkalyfin komu til sögunn-
ar. Mömmu tókst með miklum dugn-
aði og með hjálp góðs verslunarstjóra
að halda versluninni gangandi þó að
þetta væru mikil kreppuár og fátækt
mikil. Ég fór síðan í Flensborgarskól-
ann og lauk prófi þaðan árið 1940.
Þótt söknuðurinn eftir pabba væri sár
var þó ýmislegt sem gladdi þessi ár,
góðar skíðabrekkur rétt við bæinn og
skautasvell á læknum. Þá léku börn
sér mikið úti í alls konar leikjum,“
bætir hún við brosandi, enda kannski
þörf á að minna á að einu sinni var
sú tíð að hvorki var sjónvarp né tölva
sem börn eyddu tímanum við!
„Við fórum líka stundum í bíóferð-
ir á sunnudögum en á unglingsárun-
um var aðalánægjan að fara í bæinn á
kvöldin með vinum og ganga fram og
aftur, eins og á rúntinum í Reykjavík,
annað var ekki í boði. Engar félags-
miðstöðvar eða skemmtanir nema
dansæfingar í skólanum af og til.
Samt var lífið spennandi, óráðin æv-
intýri fram undan.“
Níu ára á leiksviði
Það er greinilegt að minningar
liðins tíma ylja Herdísi og hún minn-
ist stundanna í Góðtemplarahúsinu,
Gúttó.
„Rétt hjá húsinu okkar undir
Hamrinum stóð gamla góðtemplara-
húsið, alltaf kallað Gúttó. Þar starf-
aði barnastúkan Kærleiksbarnið á
sunnudagsmorgnum. Börn voru ekki
farin að drekka á þessum árum, en
starfið snerist um að við lofuðum að
reykja ekki og svo auðvitað um góða
hegðun. Stundum voru sett upp smá-
leikrit eftir fundi, en þá tóku nokkrir
úr hópnum sig til og æfðu og sýndu
á sviðinu. Þetta gerði mikla lukku og
jók aðsókn á fundina. Mér þótti þetta
óskaplega spennandi og fékk tvo
krakka til að æfa með mér smáþátt
sem ég fann í barnabókinni Sólskin.
Vandinn var bara sá að í þættinum
voru tveir strákar,
svo ég varð að leika
strák, en átti engan
stóra bróður svo ég
varð að fá lánaðar
buxur hjá strák úr
hópnum,“ segir hún
hlæjandi. „Þetta var
mitt fyrsta hlutverk á
sviði og eftir það var
áhuginn vaknaður
og ég fór seinna að vinna með Leikfé-
lagi Hafnarfjarðar.“
Herdísi gafst tækifæri til að leika
smáhlutverk með Leikfélagi Reykja-
víkur þegar hún var sautján ára.
„Það var í óperettu sem hét Fröken
Nitouche. Þar var bæði dans og söngur
og sýningin vakti mikla lukku. Það var
meira að segja farið með sýninguna og
hljómsveitina norður í land og það var
fyrsta heimsókn mín til Akureyrar. Eft-
ir þetta fór ég í tíma í framsögu til Har-
aldar Björnssonar leikara og leikstjóra
og síðan í leikskóla Lárusar Pálssonar,
sem stofnaði fyrsta leikskóla lands-
ins. Fljótlega fór ég að fá hlutverk hjá
Leikfélaginu en ákvað síðan að fara til
London í leiklistarskóla og fékk inn-
göngu í Royal Academy of Dramatic
Art. Þetta var árið 1945, rétt eftir að
stríðinu lauk og borgin í hörmulegu
ástandi eftir allar loftárásirnar. Þetta
var dýrmæt reynsla eftir einangrun
stríðsáranna hérna heima. Ekki lauk
ég þó námi frá skólanum þar sem ég
var nýgift og eiginmanninum, Gunn-
laugi Þórðarsyni, sem hafði líka ætl-
að til Englands í nám, bauðst staða
fyrsta forsetaritara heima og það var
of freistandi tilboð. Ég fór því heim
fyrr en ég hafði ætlað. Ég fór strax eftir
heimkomuna að vinna með Leikfélagi
Reykjavíkur, en þegar Þjóðleikhús-
ið tók til starfa árið 1950 var ég ráðin
þar með fyrsta atvinnuleikhópnum á
Íslandi. Við Róbert Arnfinnsson, sem
vorum yngst þá, erum orðin elst í dag
og enginn annar á lífi af þeim sextán
manna hópi.“
Leikarar hlýddu umorðalaust
Þegar ég spyr hana hvort hún hafi
einhvern tíma verið ósátt við hlutverk
sem henni var fengið og hvort leikarar
hennar tíma hafi tjáð sig um óánægju,
líkt og nú þekkist, svarar hún:
„Fastráðningu fylgir sú krafa að þú
þarft að taka að þér þau hlutverk sem
leikhúsið ákveður. Það segir sig sjálft
að það eru ekki alltaf óskahlutverk
og minni ánægja af að vinna þau en
þó sérstaklega ef manni finnst leik-
ritið ómerkilegt og varla fyrirhafnar-
innar virði að leggja í það mikla fjár-
muni eða vinnu. En oft er það svo að
maður lærir meira af erfiðum hlut-
verkum en þeim sem maður smellur
í og þarf lítið að hafa fyrir. Verstu til-
fellin á æfingatímanum fundust mér
vera ef leikstjórinn lagði aðra merk-
ingu í persónuna en ég sjálf og vildi
að ég gerði eitthvað sem mér fannst
ekki rétt. Stundum ræddum við mál-
in og ef það gekk ekki var eina ráðið
að fara bil beggja eins og hægt var. Ég
held að fyrstu árin hafi menn meira
hlýtt umorðalaust, en ef til vill nöldr-
að baksviðs sín á milli. Tímarnir hafa
breyst mikið og í dag er allt opnara og
fólki finnst sjálfsagt að segja hug sinn
og ræða málin opinskátt.“
Dóttirin kom of vel út úr
félagslegri könnun!
Eiginmaður Herdísar var Gunn-
laugur heitinn Þórðarson og hún segir
afar skemmtilega frá því hvernig hún
samræmdi hjónaband, barnaupp-
eldi, húsmóðurstörf og starf leikkon-
unnar.
„Á þessum tíma þurftu konur sem
unnu úti, eins og kallað var, eða vildu
Erum okkareigin skaparar
„Gunnlaugur kenndi mér að meta klassíska tónlist og mynd-
list sem hann hafði mikinn áhuga á og fyllti heimilið af lista-
verkum. Ég kenndi honum aftur á móti að meta leiklist og
ljóðlist. Mér þótti alltaf mjög vænt um hann og við urðum
betri vinir en nokkru sinni eftir að við slitum hjónabandinu.“
Glæsileg og veit hvað hún vill „Ég bið landsfeður
um að vakna áður en það verður um seinan og ég bið
fólk um að kjósa þann flokk sem lofar að vernda þann
náttúrulega gróður sem eftir er og koma hér á
ræktunarbúskap með búfé í girðingum svo við verðum
ekki að athlægi fyrir að láta éta undan okkur landið.“