Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Side 44
skipta hungangsskinkunni út fyrir hráskinku og furuhnetur. Lasagnaplöturnar eru vafðar saman og settar í eldfast mót. Sósunni hellt yfir og smá parmesan eða brauðosti stráð yfir, jafnvel báðum tegundunum. Sett í 180°C heitan ofn í um það bil 15 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað og er farinn að brúnast örlítið. Borið fram með klettasalati með ólífuolíu og balsamiksýrópi. Ristuðum furuhnetum og parmesanosti stráð yfir. föStudaguR 16. feBRúaR 200744 Helgarblað DV Áslaug Hulda skorar á vinkonu sína Elínu Maríu Björnsdóttur, verslunarstjóra hjá EGG og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu: „Þegar við Elín María kynntumst notaði hún bara salt og kannski pipar á laugardögum! Henni hefur farið mikið fram í matargerðarlistinni og er eðalkokkur. Það er bæði gott og skemmtilegt að fara í mat til Elínar Maríu og ekki síður að bjóða henni og eiginmanni hennar Hrafnkeli heim en hann er svo jákvæður að honum finnst allur matur góður. Áslaug Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra og verðandi kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, tók áskorun vin- konu sinnar Guðríðar Sigurðardóttur um að vera matgæðingur DV. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð og hafði ákveðnar skoð- anir á því sem unglingur hvernig foreldrar mínir ættu að elda!“ seg- ir Áslaug Hulda. „Ég nota mikið af ferskum kryddjurtum og finnst gott að maturinn rífi svolítið í. Það er mis- jafnt hvaða krydd á upp á pallborð- ið hverju sinni og þessa dagana nota ég mikið af engifer, chilli og cayanne enda gott til að losa um kvef. Strák- arnir mínir, Bjarni Dagur, þriggja ára, og Baldur Hrafn, eins árs, eru mikl- ir matmenn, vanir að fá sterkan mat og gretta sig ekkert þótt þeir fái eitt- hvað sterkt með chilli og cayanne. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að bjóða fólki í mat. Ég er svo heppin að eiga góðan vinahóp og við búum nánast öll á sama blettinum og erum dugleg að hittast og borða saman.“ Þegar Áslaug Hulda var unglingur kynnti hún pastarétti fyrir fjölskyld- unni. Það var einkum amma hennar og nafna sem heillaðist mest af þeirri nýjung í matargerð á þeim tíma og Áslaug Hulda segir hana enn hrifna af pastaréttum. „Amma er nú orðin 79 ára og ég fer stundum til hennar og elda pasta eða býð henni til mín,“ segir hún. „Mér finnst eiginlega jafn gaman að elda hversdagsmat og hátíðismat, en nýjasta æðið í fínni matargerð er dá- dýrasteik. Hins vegar ætla ég að gefa hér uppskrift að dæmigerðum kjúkl- ingarétti sem ég myndi gera á mánu- degi handa fjölskyldunni.“ KjúKlingur í frábærri sósu l 2 dósir niðursoðnir tómatar l smá sykur – en það er ítölsk aðferð sem ég lærði til að fjarlægja dósabragð l hvítlaukur, marinn, 2-3 geirar l ferskur chillipipar, hálfur – heill fyrir þá sem vilja sterkt! l fersk basilíka, hnefafylli l cayennepipar l salt l pipar Sett í pott og látið malla. Ágætt að bæta basilíkunni við undir lokin og jafnvel smá kóríander. Kjúklingabringur skornar í bita og steiktar upp úr olíu. Kryddaðar með salti, pipar, hvítlauk og einhverju af því kryddi sem er í sósunni. Þegar kjúklingurinn er gegnsteiktur eru bitarnir lagðir ofan á fersk lasagna- blöð. Þar ofan á er lögð hunangs- skinka og ferskum mozzarellaosti stráð yfir. getur líka verið gott að Dv m ynD GúnDi l 2 gulrætur, hakkaðar smátt l 1 laukur, hakkaður smátt l 2 hvítlauksgeirar, hakkaðir smátt l 2 þurrkaðir piri piri piparbelgir, marðir í mortéli l ólífuólía l 1 glas hvítvín l 4 stk. negull, marðir í mortéli l 1 grein af steinselju l 1 stilkur af basilíku með 2-3 stórum blöðum l 200 g hakkað svínakjöt l 200 g hakkað kálfakjöt l salt l ½ glas vatn l 700 ml góð tómatsósa (t.d. Passata di pomodoro) l 350 g tagliatellepasta l parmesanostur Steikið grænmeti og belgpipar á heitri pönnu upp úr olíu í 3 mínútur. Bætið við hvítvíni, negul, steinselju og basilíku og látið sjóða í 2 mínútur. Losið kjötið í sundur og setjið út á pönnuna. Hrærið saman og saltið. Hellið vatni og tómatsósunni útí og hrærið. Látið þetta malla í u.þ.b. 40 mínútur (tómatsósan verður súr ef hún er hituð við of háan hita). Sjóðið pastað í söltu vatni. geymið ögn af vatninu svo þið getið sett það út í kjötsósuna ef hún er of þykk. Blandið pastanu saman við sósuna og jafnvel smá ólífuolíu. Stráið nýrifnum parmesanosti yfir áður en þið berið réttinn fram. Kosningastjóri sem elskar kjúkling „Nýjasta æðið í fínni matargerð er reyndar dádýrasteik, en þennan rétt myndi ég matreiða á mánudegi. Tagliatelle með kálfa- og svínahakki umvafinn lasaGna Bolludagurinn á mánudag Bolludagurinn er á mánudaginn og má búast við því að kjöt- eða fiskibollur verði á kvöldverðarborðum margra lands- manna. Súkkulaðihúðaðar vatnsdeigsbollur eiga þó án efa eftir að kæta ungu kynslóðina meira en gamli maturinn. Bakarar hugsa sér gott til glóðarinnar, enda einn annasamasti dagur ársins. U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s &Matur vín frá ástralíu, nánar tiltekið limestone Coast, kemur þessi flotti Chardonnay sem er ljósgulur á lit með grænum tónum. ilmurinn minnir á þroskuð epli og suðræna ávexti. Vínið er meðalbragðmikið og ber hvað mest á sítr- us og melónu, einnig vanillu og smá eikartónum. Þetta er feitt og flott vín sem hentar vel með feitum fiski og rjómasósum, einnig með ljósu kjöti eins og kjúklingi og grísakjöti. Lucien Albrecht Pinot Gris Reserva Frá einu af ef ekki því besta hvítvínshéraði heims, að mínu mati, Alsasce í Frakklandi, kemur þetta frábæra vín. Það er gert úr þrúgunni Pinot Gris sem er margslungin og hentar með alveg ótrúlega fjölbreyttum mat. Ilmur þessa víns er opinn og töluvert flókinnn með smá sætu og suðrænum ávexti. Vínið er bragðmikið með mjúka fyllingu, samt ferskt með þungan og þroskaðan ávöxt, langt og gott eftirbragð. Hér erum við sem sagt með kjörið matarvín sem hentar til að mynda með fiskréttum ýmiss konar, ljósu kjöti og austurlenskum mat. Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.540 kr. McGuigan Estate Chard- onnay Frá Ástralíu, nánar tiltekið Limestone Coast, kemur þessi flotti Chardonnay sem er ljósgulur á lit með grænum tónum. Ilmurinn minnir á þroskuð epli og suðræna ávexti. Vínið er meðalbragðmikið og ber hvað mest á sítrus og melónu, einnig vanillu og smá eikartónum. Þetta er feitt og flott vín sem hentar vel með feitum fiski og rjómasósum, einnig með ljósu kjöti eins og kjúklingi og grísakjöti. Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.390 kr. Graham Beck Waterside Chardonnay Úr smiðju Graham Beck-fjölskyldunnar í Suður-Afríku kemur þetta frískandi hvítvín sem er í raun blanda tvegga þrúga, 86& Chardonny 86% og Colombard 14%. Vínið er ljósgult á lit með fallega grænum tónum. Áberandi sítrus og lime í ilm, einnig hvað það er ferskt og opið. Þetta er algjörlega óeikað vín sem gerir það mjög ferskt og aðlaðandi. Vínið er með góða sýru, sítrusávexti og melónu, langa og góða endingu. Þetta vín er kjörið með fiskréttum, ljósu kjöti og jafnvel með krydduðum austurlenskum mat. Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.290 kr. Axel ó. skrifar: axelo@visir.is Kjúklingur Veitingastaðir á netinu Á vefsíðunni veitingastadir.is geta notendur fundið upplýsing- ar um alla veitingastaði landsins. Á þessari sniðugu vefsíðu er meðal annars er hægt að flokka veitingastaðina niður eftir matargerð, verði og póstnúmeri. Vefurinn er hugsaður til þess að auðvelda fólki að finna veitingahús við sitt hæfi, án þess að þurfa að þramma um götur borga og bæja. Áslaug Hulda Jónsdóttir: Matgæðingurinn Bronssilfurgull

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.