Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 47
DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 47
Sakamál
Baldwin bíður dóms fyrir bílþjófnað
Réttarhöldum yfir leikaranum Daniel Baldwin var enn frestað í
vikunni þar sem hann lét ekki sjá sig. Daniel hefur þráfaldlega
komist í kast við lögin en nú er hann ákærður fyrir þjófnað á bíl
vinar síns og vörslu þýfis. Baldwin var handtekinn í nóvember á
stolnum bíl en sleppt gegn tryggingu. Daniel á yfir höfði sér allt
að þriggja ára fangelsi fyrir þjófnaðinn og má að auki búast við
hárri sekt fyrir að koma ekki fyrir dóm.
Drap fimm í
verslunar-
miðstöð
Vopnaður maður hóf að skjóta
úr byssu í bræðiskasti í versl-
unarmiðstöð í Utah í Banda-
ríkjunum á þriðjudag. Þegar
skothríðinni lauk höfðu fimm
viðskiptavinir orðið fyrir bana-
skotum auk mannsins sjálfs.
Ekki er vitað hvort hann féll
fyrir eigin hendi eða hvort lög-
reglan náði að skjóta hann. En
lögreglan mætti fljótt á staðinn
og hóf að sögn vitna mikla skot-
árás í átt að manninum sem að
lokum féll í barnafataverslun.
Úrsmiður sem skaut úr byssu í
verslun sinni í miðbæ Kaupmanna-
hafnar þegar þrír menn gerðu
tilraun til að ræna hann í síðasta
mánuði hefur samþykkt að sitja í
gæsluvarðhaldi í tvær vikur í viðbót
án úrskurðar dómara. Samkvæmt
fréttum danskra blaða heldur
úrsmiðurinn því fram að hann hafi
ekki skotið í átt að þjófunum
heldur hafi skotin aðeins átt að
fæla mennina á brott. En þjófarnir
særðust af völdum skota og segja
það hafa gerst þegar þeir flúðu
verslunina. Tveir þjófanna náðust
strax en sá þriðji gengur enn laus.
Annar hinna handteknu hefur farið
fram á milljónabætur vegna sára og
andlegs álags vegna málsins. Þá vill
hann að úrsmiðurinn bæti sér upp
þann tekjumissi sem hann hefur
orðið fyrir á þessum tíma.
Lögreglan í Kaupmannahöfn
hyggst sviðsetja ránið í versluninni
á næstunni til að fá betri sýn á
atburðarásina. Talið er líklegt að
úrsmiðurinn verði ákærður fyrir
tilraun til manndráps. Málið hefur
vakið mikla athygli í Danmörku
og telja dönsk götublöð að
úrsmiðurinn hafi framið
hetjudáð. Hann eigi því ekki að
sitja á bak við lás og slá stundinni
lengur. Skoðanakannanir benda
hins vegar til þess að meirihluti
þjóðarinnar telji að úrsmiðurinn
hafi brugðist rangt við þegar
hann greip til byssunnar. Einnig
hefur því verið haldið fram að
málið kunni að skapa hættulegt
fordæmi því vopnaeign meðal
innbrotsþjófa muni stóraukast.
Gæsluvarðhald danska úrsmiðsins
framlenGt
Það var sunnudagsmorgunn
og Willie Bosket, fimmtán ára, sat
í neðanjarðarlestinni og beið eft-
ir rétta fórnarlambinu til að ræna.
Þetta yrði langt frá því fyrsta skiptið
sem hann gerðist brotlegur við lög-
in. Hann hafði stundað þessa iðju
frá níu ára aldri. Aldrei fyrr hafði
hann verið vopnaður en hann hafði
nýlega keypt byssu af kærasta móð-
ur sinnar.
Sunnudagurinn leið og Willie
beið rólegur í lestinni eftir tækifæri
til að láta til skarar skríða. Það kom
seinnipart dags þegar hann var einn
í vagni, ásamt sofandi manni á miðj-
um aldri. Willie gekk upp að farþeg-
anum og sá að hann var með gullúr
og sólgleraugu sem minntu Willie
á vörð á unglingaheimili sem hann
hafði eitt sinn verið settur á. Hon-
um hafði alltaf verið illa við vörð-
inn. Þegar Wille reyndi að ná úrinu
af manninum, opnaði hann aug-
un og í örvæntingu sinni tók Willie
upp byssuna og skaut manninn í
hægra augað. Við það stökk fórn-
arlamb hans á fætur og reyndi að
öskra á hjálp. Willie sá þann kost-
inn vænstan að skjóta hann í bakið.
Maðurinn féll niður. Hann var lát-
inn. Willie tók af honum úrið, hring
og tæmdi veski hans. Willie fór út á
næstu stoppistöð án þess að nokkur
tæki eftir honum. Í blöðunum kom
fram að fórnarlambið var fjörutíu
og fjögurra ára einbúi.
Willie fannst sem líf sitt hefði
öðlast tilgang með morðinu því loks
væri hann orðinn sá grimmi maður
sem hann hafði ætlað sér að verða.
Nokkrum dögum síðar ákvað
Willie að fara á stúfana á nýjan leik.
Frændi hans var með honum í för.
Þegar þeir komu að lestarstöð í ná-
grenni við heimili sitt sáu þeir að
einn lestarstjóranna hélt á útvarps-
tæki. Drengirnir voru sannfærðir
um að þeir gætu komið því fljótt og
auðveldlega í verð. Þeir eltu mann-
inn þar sem hann gekk í átt að lest-
arvagni sínum. Þegar hann varð
þeirra var, sneri hann sér við og
sagði þeim að hypja sig. Willie sýndi
ekki á sér fararsnið og sagði mann-
inum að hann yrði að henda þeim
út með valdi. Þegar lestarstjórinn
nálgaðist drengina, tók Willie upp
byssuna og skipaði manninum að
afhenda þeim útvarpið og veskið
sitt. Þegar maðurinn gerði sig ekki
líklegan til að verða við þessum
kröfum skaut Willie hann án þess
þó að drepa hann. Frændurnir forð-
uðu sér af vettvangi. Næstu daga á
eftir fóru Willie og frændi hans um
skjótandi og rænandi. Eitt sinn náði
lögreglan þeim fyrir rán en tók ekki
eftir byssunni sem Willie faldi í
buxnaskálminni.
Rannsóknarlögreglumaður sem
hafði lestarmorðin á sinni könnu
ákvað í framhaldinu að yfirheyra
frændurna vegna ránsins. Lögregl-
an hafði fyrst hendur í hári frænda
Willies og laug að honum að Willie
hefði sagt þeim frá öllu saman. Við
það opnuðust allar flóðgáttir hjá
frændanum. Hann sagði lögregl-
unni frá þeim glæpum sem þeir
höfðu framið saman og einnig hvað
Willie hefði gert þar á undan. Willie
var stuttu síðar handtekinn heima
hjá móður sinni.
Við réttarhöldin hunsaði Willie
ráð lögmanns síns og játaði á sig alla
þá glæpi sem hann var ákærður fyr-
ir. Reynsla hans af að vera sakborn-
ingur hafði kennt honum að þannig
fengi hann vægari dóma. Hann átt-
aði sig samt ekki á að nú voru glæp-
irnir öllu alvarlegri. Þrátt fyrir það
fékk Willie aðeins fimm ára fangels-
isdóm og slapp út 21 árs gamall.
Willie Bosket tók ungur þá ákvörðun að feta í fótspor föður síns
og verða grimmur glæpamaður. Faðir Willies sat í fangelsi og
gerði hvað hann gat til að telja syni sínum hughvarf. Willie lét
það sem vind um eyru þjóta. Hann keypti byssu aðeins fimmt-
án ára gamall og hélt á lestarstöð nærri heimili sínu til að finna
fórnarlamb. Willie fann fórnarlambið, skaut það og upplifði
stundina sem hann hafði beðið svo lengi eftir. Willie hafði drep-
ið mann og fannst það ekkert tiltökumál. Engin vitni voru að
voðaverkinu en Willie stærði sig af morðinu og sagði hverjum
sem heyra vildi að loks væri hann orðinn sá grimmi glæpon
sem hann dreymdi um að verða.
Sýndi klám
í kennslu-
stund
Julie Amero, fertugur af-
leysingakennari í grunnskóla í
smábæ á austurströnd Banda-
ríkjanna, á yfir höfði sér allt að
40 ára fangelsi fyrir að hafa sýnt
nemendum sínum klámfengnar
ljósmyndir á tölvuskjá. Amero
var sakfelld fyrir verknaðinn og
bíður nú dóms. Hún hefur ávallt
neitað sök og segist hafa mjög
takmarkaða þekkingu á tölvum
og enn minni á klámi. Verjend-
ur hennar halda því fram að
óæskileg forrit sem leynst geta
á vefsíðum, hafi gert að verkum
að klámfengnar myndir fóru
að birtast á skjá tölvu hennar
og við því hafi hún ekkert getað
gert. Yfirvöld í Bandaríkjunum
segja dreifingu kláms á netinu
stöðugt vaxandi vandamál og
hyggjast því taka hart á slíkum
brotum.
Fundarlaun
fyrir fálkann
Eigendur eins frægasta
veitingahúss í San Francisco,
John´s Grill, hafa boðið jafnvirði
1.700 þúsund króna hverjum
þeim sem gefur upplýsingar
sem leiða til þess að eftirlík-
ing af Möltufálkanum finnst.
Fálkinn er nákvæm eftirlíking
af tveimur slíkum sem notaðir
voru í samnefndri kvikmynd frá
árinu 1941. Þar lék Humphrey
Bogart aðalhlutverkið, spæjar-
ann Sam Spade. Eftirlíkingunni
af fálkanum var stolið úr læstum
sýningarskáp á veitingahúsinu
á dögunum og er lögregla engu
nær um þjófnaðinn. Uppruna-
legu Möltufálkarnir eru hins veg-
ar vel geymdir í öryggishirslum á
ótilgreindum stað.
Lífið öðlaðist tilgang með morðinu Willie bosket fannst eftir morðið að hann
væri loks orðinn sá grimmi maður sem hann ætlaði sér að verða.
að vera grimmur
gott