Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 53
DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 53
“Við erum netfyrirtæki og höldum skrár yfir
alla klámmyndaleikara og -leikkonur heims-
ins,” segir Christina Bonga, talsmaður vefsíð-
unnar freeones.com sem stendur fyrir sam-
komunni SnowGathering. SnowGathering er
sérstök tengsla-ráðstefna ætluð fyrirtækjum
og einstaklingum sem tengjast klámiðnaðin-
um. “Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða sam-
an fyrirtæki í bransanum og hjálpa þeim að
mynda tengsl við dreifingaraðila, vefsíður og
fleira,” segir Christina. Í ár verður ráðstefnan
haldin á Íslandi, nánar tiltekið á Radisson SAS
Hótel Sögu við Hagatorg og er von á allt að 175
manns.
Ætluðu að halda ráðstefnuna í Austur-
ríki
Þetta er í annað skipti sem SnowGathering-
ráðstefnan er haldin en í fyrra var hún í Austur-
ríki. „Við ætluðum á sömu slóðir í ár, en hót-
el í Austurríki voru öll uppbókuð, þess vegna
enduðum við á Íslandi,“ segir Christina en fyr-
irtækið setur þau skilyrði að snjór sé við hönd-
ina og að umhverfið sé kuldalegt. Dagskrá ráð-
stefnunnar er vel skipulögð. Til stendur að fara
í Bláa lónið, á skíði, á strípiklúbb og að Geysi,
svo eitthvað sé nefnt. Verð fyrir heildarpakk-
ann er 1250 evrur, eða um 111 þúsund íslenskar
krónur, en aðeins þeir sem hafa bein tengsl við
klámfyrirtæki geta skráð sig.
Þrjár klámmyndastjörnur
„Það koma með okkur þrjár klámmynda-
stjörnur sem sjá um kynningar og milligöngu
milli aðila á hátíðinni,“ segir Christina. Þær
klámstjörnur sem um ræðir eru Sandy Cage,
Daisy Rock og Eve Angel. Segir Christina að í
leiðinni verði teknir myndaþættir með stjörn-
unum en hún efast um að eiginleg klámmynd
verði tekin upp. „Það er svo erfitt að fá rétta
fólkið í það alla leið til Íslands, en ég útiloka
ekki neitt.“ Þeim sem vilja kynna sér Snow-
Gathering-ráðstefnuna frekar er bent á heima-
síðuna snowgathering.com.
dori@dv.is
Klámráðstefna
í reyKjavíK
Á leiðinni til landsins Þær daisy rock, eva angel og sandy Cage verða staddar á klakanum í byrjun mars.
SnowGathering
tengsla-ráðstefna ætluð athafnamönnum úr
klámheiminum verður haldin á radisson sas í
byrjun mars.
“Við ætlum að minnast skemmti-
staðarins Tetris sem var staðsettur í
Fischersundi. Við ætlum til dæmis
bara að spila rapptónlist frá árunum
1994 til 1998, annað fær ekki að vera
með,” segir plötusnúðurinn Benedikt
Freyr Jónsson, betur þekktur sem Dj
B-Ruff eða Benni. Á laugardagskvöld-
ið verður sérstakt Tetris-kvöld haldið
hátíðlegt á Prikinu og spilar þar B-
Ruff ásamt Quarashi-plötusnúðnum
fyrrverandi Dj Dice. Segir Benni að
staðurinn hafi átt mikinn þátt í upp-
gangi hiphop-tónlistar á Íslandi fyr-
ir áratug síðan. “Þarna spiluðu allir í
fyrsta skipti, ég var á 16. ári þegar ég
spilaði þarna fyrst og hafði þá aðeins
spilað í félagsmiðstöðvum. Á Tetris
voru bara aðalhiphop-djömmin fyrir
svona tíu árum og það muna eflaust
margir eftir þeim.” Staðurinn var al-
ræmdur á sínum tíma. Sagt var að
dyraverðir staðarins skeyttu lítið um
aldur gesta og því gátu krakkar sem
ekki höfðu aldur til laumað sér inn.
Staðnum var lokað árið 1998. “Hvað
get ég sagt? Þetta var djammstaður
unga fólksins. Nokkurn veginn allir
16 ára og eldri fengu að vera þarna
inni með sitt eigið áfengi í flösku.
Þetta var eiginlega eins og í reif-
partíi,” segir Benedikt að lokum. Þeir
B-Ruff og Dice taka sér stöðu fyrir
aftan plötuspilarana um miðnætti á
Prikinu annað kvöld og verða veigar
gefins, á meðan birgðir leyfa.
Þeir Dj B-Ruff og Dj Dice byrjuðu báðir feril sinn á skemmtistaðnum Tetris:
Skemmtistaðarins Tetris minnst á Prikinu
Benedikt Freyr Jónsson
spilaði í fyrsta skipti á skemmtistað
árið 1996, þá aðeins 15 ára.
úthverfin
Dagana 7. til 11. mars verður ráðstefnan Snow-
Gathering haldin á Hótel Sögu. Ráðstefnan er
ætluð til þess að athafnamenn úr klámheiminum
geti myndað tengsl sín á milli. Með í för verða
þrjár þekktar klámstjörnur og munu þær sitja
fyrir í myndaþáttum í íslenskri náttúru.
Útgáfutónleikar á
Amsterdam
Íslenska rokkhljómsveitin
Envy of Nona fagnar útgáfu fyrstu
breiðskífu sinnar með útgáfutón-
leikum í kvöld á Kaffi Amsterdam.
Það er frítt inn og verður einhver
mjöður í boði svo lengi sem birgð-
ir endast. Hljómsveitin Envy of
Nona hefur verið starfandi í rúm-
lega tvö ár, en aðeins í rúmt ár í
núverandi mynd. Fyrsta breiðskífa
hljómsveitarinnar ber heitið Two
Years Birth, en það er vegna þess
að tvö ár tók að fullklára plötuna.
Platan verður fáanleg í öllum
helstu hljómplötuverslunum á Ís-
landi í byrjun mars.
1.000 manns búnir
að kvitta undir
Rétt rúmlega 1.000 manns hafa
skrifað undir áskorun MORFÍS-
ráðs til Ríkissjónvarpsins um að
sýna frá úrslitakeppni MORF-
ÍS. Undirskriftasöfnunin fór í
gang fyrir tveimur vikum og að
sögn formanns MORFÍS Brynj-
ars Guðnasonar hefur hún gengið
vel. Úrslit MORFÍS verða haldin
í Háskólabíói þann 16. mars en
þá mætir lið Menntaskólans við
Hamrahlíð annað hvort Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ eða
Borgarholtsskóla. MH tryggði sér
sæti í úrslitum með öruggum sigri
á FB, en síðari undanúrslitavið-
ureignin fer ekki fram fyrr en 22.
febrúar.
Útþrá fyrir ungt
fólk
Í dag, föstudag, er haldin ráð-
stefnan Útþrá 2007. Á ráðstefn-
unni er kynntur fjöldi spennandi
tækifæra fyrir Íslendinga á aldrin-
um 15 til 25 ára á erlendri grundu.
Sextán einstaklingar og fyrirtæki
kynna starfsemi sína og nám,
störf, ferðir, sjálfboðaliðastörf og
fleira sem þau bjóða upp á erlend-
is. Ráðstefnan stendur frá kl. 16
til 18 og er haldin í Hinu húsinu,
Pósthússtræti 3 til 5.