Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir föstudagur 23. janúar 2007 11 Frændgarður Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrv, forsætisráðherra Ingibjörg Lúðvíksdóttir, húsm. í Rvík Lúðvík Norðdal, læknir á Selfossi Davíð Jónatansson, verkam. í Rvík Þorgrímur Jónatansson,b. á Kárastöðum Ásdís Þorgrímsdóttir, á Hvítárbakka Valborg Sigurðardóttir, fyrrv. skólastj. Sigríður Snævarr sendiherra Jónatan Davíðsson, b. Marðarnúpi Ásta Jónsdóttir, húsfr. á Selfossi Jón Jónsson, landpóstur á Núpsstað Jón Jónsson, b. á Svínafelli Torfhildur Guðnadóttir, húsfr. Núpsstað Guðný Guðnadóttir, í Ölversholti Brynjólfur Bjarnason, form. Kommúnista. Guðni Magnússon, b. í Forsæti Guðrún Vigfúsd. Thorarensen, húsfr. í Forsæti SteinunnVigfúsd. Thorarensen, húsfr. á Hæli Gestur Einarsson. b. á Hæli Ingigerður Einarsdóttir, húsm. í Rvík Helga Ingimundardóttir, húsfr. í Rvík Benedikt Sveinsson, hrl. Bjarni Benediktsson, alþm. í Garðabæ Ingimundur Sveinsson, arkitekt í Rvík Steinþór Gestsson, alþm. á Hæli Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Rvík Þorvaldur Lúðvíksson, fyrrv. gjaldh.stj. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstar.dómari Oddur Ólafsson, læknir í Rvík Ólafur Oddsson, ljósmyndari Valgerður Briem, húsfr. í Rvík Oddur Eyjólfsson, b. Sámsstöðum Eyjólfur Oddsson, b. Torfastöðum Ragnhildur Benediktsdóttir, Sámsstöðum Benedikt Erlingsson, b. í Fljótsdal Helga Erlingsdóttir, Hlíðarendakoti Erlingur Pálsson, b. í Stórumörk Þorsteinn Erlingsson skáld Þrúður Þórarinsdóttir, Búlandsnesi Haraldur Briem, b. Búlandsnesi Sigríður Briem, húsfr. að Ho í Hörgárdal Ólafur Davíðsson fræðimaður Ragnheiður Davíðsdóttir, Fagraskógi Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Ólafur Briem, timburmeistari, Grund, Eyjarði Eggert Briem, sýslumaður á ReynisstaðKristín Briem, húsfr. í Rvík María Kristín Claessen, Páll Briem amtmaður Þórhildur Briem, húsfr. í Rvík Páll Líndal, ráðuneytisstjóri í Rvík Sigurður Líndal lagaprófessor í Rvík Þórhildur Líndal mannréttindaf. Gunnar Thoroddsen forsætisráðh. Jóhanna Briem í Laufási Tryggvi Gunnarsson bankastjóri Kristjana Gunnarsdóttir á Möðruvöllum Hannes Hafstein, skáld og ráðherra Jóhann Hafstein forsætisráðh. Hannes Hafstein, fyrrv. forstjóri SVFÍ Þórunn Hafstein, húsfr. á Húsavík Laura Havsteen, húsfr. í Rvík Frændgarður Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra Frelsaði systkini sín aF silungapOlli hafði sitt fram í þessu viðkvæma máli, eftir því sem doktor Gunnlaug- ur heitinn sagði í bókinni sem við grípum hér niður í: „Þannig var mál vaxið að tvö hálfsystkini Davíðs höfðu verið vist- uð á Silungapolli skammt utan við Reykjavík. Á Silungapolli var upphaf- lega rekið sumardvalarheimili fyrir börn á vegum Oddfellowreglunnar. Reykjavíkurborg tók síðar yfir rekst- urinn og breytti í vistheimili fyrir börn sem einhverra hluta vegna áttu ekki í önnur hús að venda. Reyndar var reksturinn tvískiptur því á sumr- in komu börn á vegum Rauða kross- ins á Silungapoll og blönduðu geði í leik og starfi við önnur börn sem höfðu þar vetursetu. Þannig var fyrir- komulagið árið 1960 þegar þessi saga gerist,“ sagði Gunnlaugur heitinn sem sagðist enn vera furðu lost- inn yfir framgöngu og frammi- stöðu þessa tólf ára drengs sem hann átti óvenjuleg samskipti við.Lýsing hans á því sem gerðist á Silungapolli þetta árið er blandin að- dáun á hvernig þessi barnungi drengur náði því fram sem hann stefndi að. Reyndi að miðla málum og milda hugi deiluaðila „Þegar börnin voru vistuð á Sil- ungapolli var ég varaformaður barnaverndarráðs,“ sagði Gunnlaug- ur.“Ég man að það var vilji margra að leysa þetta mál með einhverjum hætti. Þá er það að Sveinbjörn Jóns- son, hæstaréttarlögmaður og for- maður Barnaverndarráðs Íslands fær þá hugmynd að láta Davíð litla Oddsson miðla málum og milda hugi deiluaðila. Hér var að sjálf- sögðu mikið á barnið lagt, aðeins tólf ára gamlan dreng, en Davíð vildi allt fyrir hálfsystkini sín gera og mér er umhyggja hans fyrir þeim ógleym- anleg. Þegar málin höfðu verið rædd án sýnilegs árangurs grípur Davíð til eigin ráða og leggur út í aðgerð sem enginn hafði búist við. Hann skipu- leggur rán á systkinum sínum og hef- ur þau á brott af Silungapolli. Davíð fékk Odd föður sinn með í þennan leiðangur sem heppnaðist eins og til var stofnað. Tókst þeim feðgum að leyna systkinunum í Reykjavík í að mig minnir tvo eða þrjá daga. Mér hefur alltaf þótt þetta kapp Davíðs sýna hvaða ofurást hann hafði á hálf- systkinum sínum og mannlega hlýju, sem er fágæt.“ Doktor Gunnlaugur segir að erfitt sé að lýsa þessu öllu með orðum. Eft- ir árangurslitlar samningaumleitan- ir rænir tólf ára gamall drengur syst- kinum sínum af Silungapolli án þess að yfirvöld fái rönd við reist. Davíð vildi hjálpa systkinum sínum en um leið sýna fullorðna fólkinu sem hlut átti að máli að því ástandi sem á var komið yrði að ljúka. Gunnlaugi og Sveinbirni Jónssyni, þáverandi for- manni Barnaverndarráðs Íslands, ber saman um að þarna hafi Davíð sýnt mikinn þroska, þó ekki væru að- gerðir hans réttmætar að mati þeirra, eins og á stóð. Fáheyrður kjarkur og leikni „Ég er viss um að Davíð var sjálf- ur höfundurinn að ránsferðinni og skipulagði hana frá upphafi. Hann vann eftir því lögmáli að í stríði sé allt löglegt. Hann gat rökrætt við okkur í barnarverndarráði þó ung- ur væri en var svo blindur á velferð systkina sinna að hann sveifst ein- skis. Mig minnir að hann hafi látið svo um mælt að engir krakkar væru svo slæmir að þeir væru ekki bet- ur komnir hjá foreldrum sínum en í einhverri stofnun eða fyrirtæki úti í sveit.“ Doktor Gunnlaugur segist í við- talinu aldrei gleyma þessu; hversu hnyttinn, rökfastur og fylginn sér Davíð hafi verið á þessum árum, að- eins tólf ára gamall. Hann gaf full- orðnum mönnum ekkert eftir og hafði sigur að lokum þótt leiðirnar sem hann valdi að settu marki hefðu ekki verið hefðbundnar eða í takt við gildandi reglur. „Aldrei bjóst ég við að Davíð yrði stjórnmálamaður. Ég hélt að hann yrði listamaður. En eftir á að hyggja, þegar maður skoðar baráttu hans fyrir velferð hálfsystkina sinna eins og hér hefur verið lýst, þá má segja að þar hafi Davíð sýnt á sér pólitísku hliðina með útsjónarsemi, fáheyrð- um kjarki og leikni,“ sagði doktor Gunnlaugur Þórðarson í þessu sam- tali fyrir bók Eiríks Jónssonar fyrir átján árum. Húsið sem hinn tólf ára gamli davíð Oddsson bjargaði systkinum sínum úr á silungapolli var rifið undir miðjan ní- unda áratug síðustu aldar. Þar má segja að ræst hafi heit það sem hann gaf systkinum sínum um að láta jafna húsið við jörðu. nokkrar vangaveltur höfðu verið um framtíð húsanna að silungapolli. Vatnsveitan og borgaryfirvöld höfðu áhyggj- ur af að starfsemi í húsunum kynni að spilla fyrir vatnsból- um reykvíkinga í gvendarbrunnum. um þetta var farið að ræða þegar árið 1979 og hélt sú umræða áfram í nokkur ár. Það var þó ekki fyrr en davíð Oddsson var orðinn borgar- stjóri sem skriður komst á málin. FjaRlægt eða RiFið? Veturinn 1983 til 1984 komust ráðamenn og embættis- menn á þá skoðun að nauðsynlegt væri að fjarlægja byggingarnar við silungapoll. Ekki voru þó allir á sammála um hvaða leið skyldi fara. Bygginganefnd samþykkti fyrir sitt leyti að húsin yrðu rifin en fór fram á að álits umhverfisráðs yrði leitað. umhverfisráð fékk borgarminjavörð á sinn fund. niðurstaðan var sú að mælt var með að auglýst yrði eftir félagasamtökum sem vildu eignast húsið. skilyrði væri þá að samtökin flyttu húsið á sinn kostnað. sex tilboð bárust auk þess sem starfs- mannafélag reykjavíkur óskaði eftir að fá húsið með það fyrir augum að flytja það að úlfljótsvatni. Innkaupastofn- un reykjavíkur lagði hins vegar til að tilboði Björns nokkurs sigurðssonar yrði tekið. umhverfisráði fannst þó betra að húsið væri auglýst aftur fyrir félagasamtök og lagði það til við borgarráð. Þetta var 1. mars 1984. fimm dögum síðar fjallaði borgarráð um málið. Þá var ákveðið að húsið skyldi rifið frekar en að auglýsa það aftur. stóra húsið var rifið en guðmundur gíslason skrúðgarðyrkjumaður fékk leyfi fyrir að fjarlægja tvær viðbyggingar gegn því að ganga vel frá þar sem grunnur hússins var áður. önnur viðbyggingin þoldi ekki flutninginn en í hinu er enn búið. loFoRðið eFnt niðurstaðan varð því sú að loforðið sem davíð gaf yngri systkinum sínum þegar hann frelsaði þau tólf ára gamalt var efnt. stóra húsið á silungapolli var jafnað við jörðu. Ekki er þó vitað hvort þarna séu bein tengsl á milli og rétt að hafa í huga að stefnt hafði verið að því að fjarlægja húsið. Ekki náðist í davíð Oddsson í vikunni en hann er erlendis. aðrir sem komu að málinu eru sumir látnir og aðrir búnir að gleyma hvernig ákvörðun um niðurrif bar að. Eina sem ljóst er af skjölum úr borgarkerfinu frá þessum tíma er að nokkur áhugi var fyrir að flytja húsið annað, borginni að kostnaðarlausu, en ekki var gengið að þeim tilboðum. Vangaveltum um framtíð hússins sem eitt sinn hýsti Barna- dvalarheimilið við Silungarpoll lauk með ákvörðun um niður- rif þess. Nokkrir höfðu áður lýst áhuga fyrir að fjarlægja húsið á eigin kostnað og koma fyrir annars staðar. Barnaheimilið jafnað við jörðu Nokkur áhugi var á að flytja húsið annað, borginni að kostnaðarlausu, en ekki var gengið að þeim tilboðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.